Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 36
Helgarblað 15.–18. apríl 201636 Sport Laugavegur 24 Sími 555 7333 puplichouse@publichouse.is publichouse.is HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ PUBLIC HOUSE GASTROPUB? Getur þetta ódýra lið orðið meistari? n Níu af ellefu byrjunarliðsmönnum kostuðu minna en tvær milljónir punda n Ranieri var afskrifaður E ngan óraði fyrir því í upphafi leiktíðar að um miðjan apríl myndi Leicester City vera í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið spilar skemmtilegan 4-4-2 fótbolta undir stjórn Ítalans Claudio Ranieri, stjóra sem knattspyrnuheimurinn var nánast búinn að afskrifa. Það er athyglisverð staðreynd að byrjunarlið Leicester kostaði aðeins 23,4 milljónir punda í innkaupum en sjö af byrjunarliðsleikmönnunum 11 í liði Manchester City, kostuðu meira. n Kasper Schmeichel n 29 ára markvörður n Kaupverð: 1,25 millj. punda Hefur alltaf staðið í skugganum á föður sínum Peter sem er líklega besti markvörður sögunnar. Keyptur frá Leeds 2011. Einn besti spyrnumaðurinn í boltanum og stjórnar vörn sinni eins og herforingi. Er lágvaxinn af markverði að vera (185 cm) og helst til of þungur að margra mati. Danny Simspon n 29 ára hægri bakvörður n Kaupverð: 2 millj. punda Var fenginn frá QPR þar sem hann komst ekki í liðið og var sífellt til vandræða utan vallar. Sparkaði Richie DeLaet úr liðinu og hefur blómstrað í vetur. Wes Morgan n 32 ára miðvörður n Kaupverð: 1 millj. punda Fyrirliði og algjör leiðtogi liðsins. Fæddur í Nottingham og spilaði með Forest í tíu ár – tæplega 400 leiki. Var keyptur 2012 og hefur verið mjög áreiðanlegur í vörninni. Missir nánast aldrei úr leik vegna meiðsla. Robert Huth n 31 árs miðvörður n Kaupverð: 3 millj. punda „Berlínarmúrinn“ hefur heldur betur slegið í gegn í hjarta varnar Leicester. Huth, sem fæddist í Austur-Þýskalandi sem var, er leikmaður sem flestir höfðu afskrifað. Stoke-menn hálfpartinn hentu honum frá sér og upp í hendurnar á Leicester. Cristian Fuchs n 30 ára vinstri bakvörður n Kaupverð: Frítt Grínarinn í liðinu. Austurríkismaðurinn heldur uppi fjörinu í klefanum. Gekk til liðs við Leicester frá Schalke eftir að hafa varið átta árum í þýsku úrvalsdeildinni. Með góðan vinstri fót. Rihad Mahrez n 25 ára vængmaður n Kaupverð: 1,88 millj. punda Töframaðurinn í liði Leicester. Var óvinsæll á meðal stuðningsmanna Le Havre í frönsku B-deildinni. Refirnir gátu þess vegna keypt Alsíringinn. Þetta er þriðja leiktíð kappans hjá Leicester og nú hefur hann svo sannar- lega sprungið út. Líklega besti leikmaður tímabilsins í deildinni. N‘Golo Kante n 25 ára miðjumaður n Kaupverð: 5,6 millj. punda Bestu kaup leiktíðarinnar, án efa. Kante hefur verið einn besti leikmaður liðsins í vetur. Leikmaður með ótrúlega hlaupagetu og hefur verið liðinu ómetanlegur í hlutverki djúps miðjumanns. Gat valið á milli þess að leika með landsliði Malí eða Frakklands. Hann valdi að spila með Frökkum og verður líklega í leikmannahópi þeirra á heimavelli á EM. Danny Drinkwater n 26 ára miðjumaður n Kaupverð: 675 þús. punda Englendingur sem valinn var í landsliðið í síðasta mánuði og hefur átt góða leiktíð með liðinu. Gefur góðar, langar sendingar og vinnur mikla vinnu fyrir liðið. Marc Albrighton n 26 ára vængmaður n Kaupverð: Frítt Kantmaðurinn sem þótti ekki nógu góður fyrir Aston Villa hefur verið góður á hægri væng liðsins. Hefur aðeins skorað eitt mark á leiktíðinni og Refirnir þurfa framlag frá honum á lokasprettinum. Shinji Okazaki n 30 ára framherji n Kaupverð: 7 millj. punda Japaninn er sívinnandi í framlínu Leicester og berst um hvern einasta bolta. Hefur skorað fimm mörk, sem er ekki mikið af framherja, en hlutverk hans í liðinu er svo miklu meira en að skora mörk. Í eðlilegum leik spilar hann bara 60 mínútur, eða þar til Ulloa kemur inn á. Jamie Vardy n 29 ára framherji n Kaupverð: 1 millj. punda „Talaðu illa um mig og þú færð það í bakið [e. Chat shit – Get banged] eru einkunnar- orð Jamie Vardy. Ótrúleg leiktíð hjá enska landsliðsmanninum sem setti met í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði í ellefu leikjum í röð. Lék í utandeildinni þar til hann var orðinn 25 ára gamall. Hjörvars Hafliðasonar Hápressa Ótrúlegur samanburður Kaupverð byrjunarliðs Manchester City n Raheem Sterling 49 n Sergio Aguero 38 n Kevin De Bruyne 55 n Jesus Navas 16,3 n Fernandinho 33 n Yaya Toure 25 n Kolarov 19,5 n Otamendi 28,5 n Mangala 43 n Sagna Frítt n Joe Hart 1,5 Samtals: 308,8 Claudio Ranieri *verð í milljónum punda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.