Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 16
Helgarblað 15.–18. apríl 201616 Fréttir Erlent
AP
ÓT
EK
UM
SN
YR
TIS
TO
FU
M
&
SN
YR
TIV
ÖR
UV
ER
SL
UN
UM
Marg
verðlaunaðar
snyrtivörur frá
Þýskalandi
Fermingagjafir
www.artdeco.de
artdecois
f
Með heiMilið á bakinu
Leikfimispróf, fallhlífar-
stökk og endurupp-
bygging. Þetta eru
myndir vikunnar að
mati ljósmyndara EPA.
Á kafi Hér má sjá trúða-
hersveit taka þátt í Barjot-hlaupinu,
skemmtiskokki þar sem þátttakendur
keppast við að komast yfir hinar ýmsu
hindranir. Hér má sjá þá hlaupa í gegn-
um leðjuna í Biere í Sviss. Myndir EPA
Fyrsti skólinn Hann reyndi
mikið á sig, Peter Daniel Bogdan, í Gandhi-
sjóðsskólanum fyrir ungmenni í Pécs í
Ungverjalandi. Skólinn er sá fyrsti sem veitir
Rómanemendum prófskírteini. Alþjóðlegur
dagur Rómafólks er haldinn hátíðlegur 8.
apríl hvert ár og var myndin tekin af því
tilefni. Peter er hér í leikfimisprófi og virðist
standa sig prýðilega þó að það hafi verið
erfitt. Skólinn var stofnaður árið 1994, en
Mahatma Gandhi var umhugað að minna á
indverskan uppruna Rómafólks. Skólanum
er ætlað að aðstoða ungt Rómafólk við að
koma undir sig fótunum í Ungverjalandi og
auka sjálfstraust þess og stolt. 250 nem-
endur eru við skólann á aldrinum 14–18 ára.
Hann er opinn öllum, en meirihluti nemenda
er af Rómauppruna.
Áfram! Áfram! Þeir voru samstilltir í litavalinu stuðn-
ingsmenn Boco Juniors á Libertadores-bikarnum í Buenos Aires í síðustu
viku. Þar áttust við Boca Juniors og Bolivar á La Bombonera-vellinum í
Argentínu. Eins og sjá má létu aðdáendurnir sitt ekki eftir liggja.
Flugherinn fagnar Flugherinn í Indónesíu
fagnaði sjötíu ára afmæli á dögunum. Hér má sjá einn hermann
sýna listir sínar í fallhlíf af því tilefni.
Hvað er í sparibauknum? Hér má sjá mótmælendur láta heyra
rækilega í sér vegna tengsla Davids Cameron við Panama-skjölin og peninga á aflands-
reikningum. Það var ekki bara á Íslandi sem almenningur lét í sér heyra, heldur mætti fólk
einnig til mótmælastöðu í London. Hér er kallað eftir afsögn Davids Cameron og á einu
skiltinu spyr mótmælandi: Hvað er í sparibauknum?
Endurbyggja tilveruna Hér má sjá unga konu bera bárujárns-
plötu á höfði sér, en hún er að flytja hana að heimili sínu. Plötuna fékk hún frá hjálpar-
stofnun sem reynir að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftans í Nepal við að koma undir sig
fótunum á ný. Jarðskjálftinn, 7,9 á Richter, reið yfir þann 25. apríl 2015. Níu þúsund manns
létust og 23 þúsund slösuðust. Konan býr í Gupsipakha, Laprak, Gorkha í Nepal. 600 hús
urðu að rústum í nágrenni hennar.