Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 31
Helgarblað 15.–18. apríl 2016 Menning 31 www.weber.is Q 1200 Í öllum regnbogans litum þessum stóru nöfnum. Fólk fór að „downloada“ Britney Spears og öllu þessu. Þessar búðir höfðu ekki viljað taka inn dótið sem ég var með. Þeir sem vildu kaupa eitthvað „solid“ dót höfðu farið þangað og leitað en kannski fundið bara einn safndisk með Led Zeppelin eða eina tón- leikaplötu með Grateful Dead, ekk- ert með King Crimson eða eitthvað svoleiðis. Þær voru búnar að missa þennan markað,“ segir Valdi. „Maður hefði reyndar líka haldið að með aukinni framþróun og tækni myndu gæðin aukast. En það hefur bara farið niður á við: fólk er að „downloada“ mp3 og vafasöm- um upptökum úr bíóum.“ Notar þú sjálfur netið til að ná í tónlist og efni? „Neee ... voða lítið. Ég nota Spotify til að kynna mér efni, en ég gæti ekki notað það eingöngu. Það virkar ekki fyrir mig. Ég vil skoða bæklinginn og allt það.“ Geisladiskar ekki verri en vínyllinn Maður með verkfærabelti spyr hvort að Valdi kaupi ekki örugg- lega notaðar vínylplötur – spilar- inn hafi bilað í síðustu flutningum og nú lægju plöturnar hans óspil- aðar í geymslunni. Valdi jánkar því, blaðar í gegnum bunkann og býðst til að kaupa nokkrar klass- ískar rokkplötur en býður smápen- ing í íslensku plöturnar. „Fólk er oft að hringja og segja að það eigi voða fínt safn af íslenskum plötum, allt þetta góða: Stuðmenn, Ríó Tríó og Bubba, en þetta er bara til í tonna- tali og selst ekkert mikið.“ Iðnað- armanninum finnst tilboðið ekki nógu gott svo hann kveður vinalega og gengur út með plöturnar. „Þegar ég byrjaði vildi nánast enginn kaupa vínyl. Þá voru menn að spyrja hvenær ég myndi hreinsa burt þetta rusl. Nú eru jafnvel þessir sömu menn að reyna að losa sig við diskana sína,“ segir Valdi og hlær. „Alveg til svona 2010 var CD aðal- málið. Síðan hefur það minnkað en það er alveg sala ennþá, og salan fer ekki lengur minnkandi. Það er alla vega jákvætt,“ segir hann. „Persónulega finnst mér hljóm- urinn á geisladiskunum ekkert verri en á plötu, bara öðruvísi. En þess- ar umræður geta orðið mjög heit- ar. Svo eru kasetturnar líka að koma aftur til baka. Það eru að koma út nýjar black-metal og pönk-kasettur. Ég hefði aldrei búist við því,“ segir Valdi. Rónar, ráðherrar ... og slökkviliðsmenn Hvernig fólk er það sem kemur í búðina? „Það er rosa mikið af ungu fólki, en þetta er mjög breiður hópur, allt frá göturónum og upp í ráðherra,“ segir hann. „Og slökkviliðsmenn,“ skýt- ur eldri maður inn í – hann stend- ur álengdar og hlustar á okkur – og þegar færi gefst spyr hann um diska með Gunnari Gunnarssyni píanó- leikara. Valdi vísar honum að djass-hill- unni. Eftir nokkra brandara og góð- glettnar athugasemdir um djass og þungarokk fer slökkviliðsmaðurinn að segja ævintýrasögur úr bruna- eftirlitsferðum á tónleikastaði. Til dæmis þegar hann reyndi að elta uppi og skamma trommarann í Brain Police eftir að hann spilaði lokalag á tónleikum með logandi trommukjuða. Eftir söguna þakk- ar slökkviliðsmaðurinn fyrir sig og gengur út með þrjá geisladiska. „Megas kemur hérna stundum, Páll Óskar og svo náttúrlega allir metalkarlarnir,“ tel- ur Valdi upp og það er við- eigandi að örskömmu síð- ar birtist alþjóðleg stjarna í metalheiminum, Addi, söngvari og gítarleikari Sól- stafa. „Hefur þú eitthvað heyrt í honum?“ hrópar Addi yfir búðina um leið og hann opnar dyrnar. Þeir þurfa að fá leyfi frá Reykavíkurborg fyrir tónleika sem Sólstafir stefna á að halda í portinu á bakvið búðina á laugardag. Einn búðargestur sem hefur staðið hljóður og flett í gegnum U2-katalóginn fer að forvitnast um söngvar- ann og fljótt leiðist samtal- ið að þungarokki frá upp- hafi tíunda áratugarins: Metallica, Slayer, Megadeath og Sepultura. Addi og Valdi rifja upp reykvísku búðirnar sem seldu þungarokk, útvarpsþætti sem spil- uðu tónlistina og aðferðirnar sem menn notuðu til að taka tónlistina upp á segulbönd og vídeóspólur. Eftir að Addi hefur kvatt, viður- kennir Valdi að það séu þó ekki síð- ur tölvuleikirnir sem hann hafi gam- an af að grúska í og selja. „Það sem mér finnst persónulega skemmti- legast eru gömlu tölvuleikirnir: NES, Nintendo 64, Sega Megadrive, PlayStation 1. Ég sel alveg tölvuleiki í nýjustu leikjatölvurnar en þegar ég sel leik í gömlu Nintendo þá fæ ég eitthvað auka út úr því. Það er ekki endilega það að maður sé að græða. Maður veit bara að það eru ekki margir Nintendo-leikir seldir á Íslandi þann daginn,“ segir Valdi. n Sólstafir spila á tónleikum í portinu á bak við Geisladiskabúð Valda, Laugavegi 64, á alþjóðlega plötubúðadaginn, laugardag klukk- an 16.00 – ef veður leyfir. Geisladiskurinn lifir n Geisladiskabúð Valda er elsta plötubúðin í miðbænum n Rónar jafnt sem ráðherrar versla við Valda Sólstafir Á laugardag mun Valdi halda tónleika með þungarokkstjörnunum í Sólstöfum. mynd Falk-HaGen BeRnSHauSen „Persónu- lega finnst mér hljómurinn á geisladiskunum ekkert verri en á plötu, bara öðruvísi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.