Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 13
Helgarblað 15.–18. apríl 2016 Fréttir 13 HamraHlíð 17, 105 reykjavík / Hús Blindrafélagsins / sími 552-2002 Vönduð lesgleraugu frá 3.900 kr. Guðrúnartúni 4, 105 reykjavík Sími: 533 3999 www.betraGrip.iS Opið virka daga frá kl. 8–17 gæða dekk á góðu verði Mars 2010 Þetta hafði gengið á Þann 6. mars 2010 fór fram þjóðar- atkvæðagreiðsla um Icesave-lög- in umdeildu sem þjóðin felldi með yfir gnæfandi meirihluta eftir að forseti Íslands hafði synjað þeim undirskriftar. Öll spjót beindust að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar aðeins rúmu ári eftir alþingiskosningar 25. apríl 2009. Meðal annarra töldu Bjarni Benediktsson og Sigmund- ur Davíð að ríkis stjórnin ætti að víkja. 5. mars 2010 hafði ríkisstjórn- in mælst með 36,1 prósents fylgi í könnun MMR. Það sem sagt var 19. mars 2010 sagði Bjarni í sam- tali við Morgunblaðið að hann teldi að ríkisstjórn sem væri „verklaus, ósamstiga og nýtur ekki trausts lengur hafi ekkert erindi lengur“. Þá bætti hann við: „Nú þarf ríkisstjórnin að horf- ast í augu við það að hún hefur ekki umboð til þess að halda áfram á sömu braut,“ og enn fremur: „Fólk ætlast til þess að stjórn- völd þvælist ekki fyrir. Fólk vill fá að grípa þau tækifæri sem eru til staðar. Ríkisstjórnin hefur ekki haft burði til þess að greiða götu fólks og fyrirtækja.“ Í umræðum formanna flokkanna í Silfri Egils 7. mars 2010 kvaðst Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, túlka niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar sem vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina, vildi að ríkisstjórn- in segði af sér og að boðað yrði til kosninga sem fyrst. Október 2010 Þetta hafði gengið á Fjölmenn og hörð mótmæli voru í byrjun október á Austurvelli þar sem fólk lét ríkisstjórnina heyra það fyrir blóðugan niðurskurð í þjóð- félaginu og að lítið sem ekkert væri verið að gera varðandi skuldavanda heimilanna og kallaði eftir skjald- borg um heimilin. Alþingi, þing- menn og ráðherrar voru grýttir og slori var sturtað við heimili Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. 5. október mældist ríkisstjórnin með það sem átti eftir að reynast hennar minnsti stuðningur á kjör- tímabilinu, samkvæmt könnunum MMR, aðeins 22,8 prósent. Þrátt fyrir þetta var ekki uppi hávær krafa meðal stjórnarandstöðunnar um að ríkis stjórnin stigi til hliðar. Það sem sagt var „Ég held að það verði annaðhvort kosningar eða breytt stjórnar- mynstur en hvort við tökum þátt í því skal ég ekki segja,“ segir Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í Bítinu á Bylgjunni 8. október og talaði um að mynda þjóðstjórn. „Ég held að það væri æskilegast að all- ir kæmu inn í stjórnina og mynduð yrði þjóðstjórn sem myndi samein- ast um tíu mikilvægustu verkefnin og fara í þau. Þá ræður meirihlut- inn í þinginu.“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, líkti Össuri Skarphéðinssyni, Steingrími J. og Jóhönnu við dauða fugla á grilli bíla á bloggi sínu. „Nú eru þau föst í grillinu – geta ekki losað sig – geta ekki brotið odd af oflæti sínu með að segja það hreint út að þau ráði ekki við vand- ann. […] Þau bíða að einhver komi með hanska og plokkara til að ná þeim … Hví – jú það lítur betur út fyrir þessi þrjú egó – sem halda að þau séu stærri en þjóðin.“ Desember 2012 Þetta hafði gengið á Mikil ólga á vinnumarkaði þar sem Alþýðusamband Íslands hafði með- al annars sakað ríkisstjórnina um svik og vanefndir. Steingrímur J. sak- aði forseta ASÍ um að kunna ekki mannasiði og samskipti stjórnar og ASÍ voru afar stíf. 11. desember mældist ríkisstjórnin með 28,9 pró- senta fylgi í könnun MMR. Það sem sagt var 14. desember 2012 krafðist Bjarni Benediktsson þess að Jóhanna Sig- urðardóttir „skilaði lyklunum“ í ræðu á Alþingi. „Það er hlutverk ríkisstjórnar á hverjum tíma að leiða saman þjóð- ina, skapa sátt í samfélaginu, koma á friði og ró á vinnumarkaði eftir því sem ríkisstjórnin hefur eitthvað fram að færa í þeim efnum, en ekki að efna til átaka, svika og sundr- ungar í samfélaginu,“ og bætti við: „Ég spyr hæstv. forsætisráð- herra: Er ekki kominn tími til að viðurkenna uppgjöfina, viður- kenna getuleysið, viðurkenna úr- ræðaleysið sem blasir við öllum? Er ekki kominn tími til að skila lyklunum? Hvers vegna á að halda þjóðinni í þeirri stöðu að þurfa að bíða eftir kosningum fram á vor […] Hvers vegna ekki bara að skila lyklunum nú þegar?“ 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 10% 20% 30% 40% 50% 60% Stuðningur við ríkisstjórnina – Samfylking og Vinstri græn – Framsókn og Sjálfstæðisflokkur Mesta fylgi 25.04.09 47,7% Mesta fylgi 01.06.13 59,9% Fylgi 02.06.15 29,4% Minnsta fylgi 06.04.16 26% Kastljósþáttur um Panama- skjölin sýndur 03.04.16 Minnsta fylgi 05.10.10 22,8% Fylgi 17.04.12 25,5% Fylgi 14.04.13 24,6% Krafin um afsögn 05.03.10 36,1% Krafin um afsögn 11.12.12 28,9%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.