Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 22
Helgarblað 15.–18. apríl 201622 Fólk Viðtal s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com Vetrartilboð út apríl 9.900 kr. fyrir 2 með morgunmat Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkur nokkrum vikum síðar, er skráður dánartími 20.30 um kvöldið. Skömmu eftir miðnætti birtist lögreglan aftur á útidyratröppunum en í þetta sinn er prestur með í för. Kostnaður og óvissa Hún minnist þess að hafa orðið fyrir yfirnáttúrulegri reynslu seinna þessa nótt eftir að hafa lagst til svefns. „Það var einhver sem lagði höndina á mig þangað til ég sofnaði.“ Á meðan landsmenn snæddu páskasteikina beið Alda ásamt öðrum aðstandendum Andra eftir fregnum af rannsókn lögreglunnar í Flórída auk þess sem koma þurfti kistu Andra til landsins. Hún segir að ekki hafi verið um annað að ræða en setja sig á einhvers konar sjálfstýr- ingu til að komast í gegnum þessa erfiðu tíma. Vinir og ættingjar hr- ingdu, komu og fóru og allir voru í losti. Alda talar af reynslu þegar hún segir að þegar að dauðsfall verður er- lendis, fjarri aðstandendum, þá geri það skelfilega stöðu enn verri. Ofan á áfallið og sorgina bætist við nístandi óvissa. „Við gátum ekki fengið að sjá hann strax og það var hrikalegt að vita ekki neitt um framhaldið og hvað hlutirnir ættu eftir að taka langan tíma. Það var engin áfallahjálp í boði og það er erfitt að þurfa að bera sig eftir öllu sjálfur hvað það varðar, verandi í algjöru losti.“ Síðar meir endaði ég á því að leita til Félagsmálastofnunar því ég var orðin hrædd um að ég myndi hrein- lega enda inni á geðdeild. Mér tókst loks að fá viðtöl hjá sálfræðingi, þar sem ég fékk að tala út í eitt,“ segir hún og bætir síðan við að ofan á allt saman hafi bæst við mikil fjárútlát við að koma kistu Andra til landsins. „Til þess að fá kistuna heim þurft- um við að borga útfararstofu úti í Bandaríkjunum sem sá um að undir- búa allt varðandi flutninginn. Sá kostnaður hljóp á hundruðum þús- unda. Með kostnaðinum sem bættist við útförina hér heima greiddum við rúmlega eina og hálfa milljón ís- lenskra króna,“ segir hún en í kjölfar harmleiksins setti fjölskylda Örvars Arnarsonar á fót minningarsjóð sem veitir aðstandendum sem missa ást- vin í útlöndum fjárhagslegan stuðn- ing hvað varðar flutning hingað til lands. Alda vill meina að Andri hafi sjálf- ur séð um að velja prestinn fyrir út- förina í Fella- og Hólakirkju. Upp- haflega var séra Örn Bárður Jónsson fenginn til verksins. „Síðan kemur í ljós að hann var upptekinn á þessum tíma. Þá fengum við séra Gísla Jón- asson sem reyndist laus en svo veikt- ist hann heiftarlega daginn sem kista Andra kom til landsins og gat því ekki komið í bænastundina sem var haldin. Þá blasti við að fá séra Svavar Stefánsson, prest í Fella- og Hóla- kirkju, til að sjá um útförina og það reyndist mjög auðsótt. Ég er viss um að Andri hafi eitthvað með þetta að gera.“ Það var ekki auðvelt að opna lokið á kistu Andra. Það sára augnablik rifjar Alda upp með miklum herkjum. „Ég vissi að hann var meiddur en ég vissi ekki hversu illa slasaður hann var,“ segir hún og tekur örstutt hlé á máli sínu. „Helmingurinn af and- litinu var svo illa brotinn að hann var óþekkjanlegur.“ Það var falleg stund þegar Andri var jarðsunginn þann 11. apríl. Stutt var í að Andri hefði fagnað tuttugasta og sjötta afmælisdeginum. Eins og við var að búast var kirkjan þéttsetin. Bubbi Morthens söng Kveðju. „Andra, sem við kveðjum í dag, auðnaðist ekki að eiga langt líf, því miður. Hörmulegt slys þar sem hann lést á erlendri grund við annan mann kom yfir okkur öll sem reiðar- slag, högg sem svo sannarlega svíð- ur undan,“ var meðal þess sem séra Svavar Stefánsson las upp. Tilviljun réði því að jarðarförin fór fram sama dag og Tristan Andri, sonur vinar hans, hefði átt að koma í heiminn. Margt að huga að Alda segir viss atriði í kringum fráfall Andra sitja í sér. Vitanlega myndi hún aldrei hvetja neinn af fyrra bragði til að stunda slíkt áhættusport. „Ég var svo ótrúlega reið og sár þegar mér var tjáð að varafallhlífin hefði ekki opnast og hugsaði bara af hverju í ósköpun- um þessi varafallhlíf hefði þá verið þarna?“ Hún kveðst einnig setja spurn- ingarmerki við það að nemendur í fallhlífarstökki fái að stökkva ein- ir eftir einungis nokkur stökk þar sem þeir eru fastir við kennara. „Mér finnst þetta persónulega of fljótt. Þetta er náttúrlega val hvers og eins en mér finnst að fólk ætti ekki að fá að stökkva eitt svona snemma. Ég hef ótal sinnum fengið að heyra þá afsökun að það séu fleiri sem deyja í bílslysum heldur í fallhlífarstökki en það má ekki gleyma að í fallhlífar- stökki eru svo miklu fleiri hlutir sem þarf að huga að. Það eru miklu fleiri hlutir sem maður þarf að vera með- vitaður um.“ Trúir á líf eftir dauðann „Örvar er svo sannarlega hetja fyrir að hafa stokkið á eftir Andra og ég veit að hann reyndi allt sem hann gat til að bjarga honum. Það hefðu ekki allir gert það. Og mér skilst á þeim sem þekktu Örvar að hann hafi verið þannig gerður; öðlingsmaður og fal- leg sál og líklega hefði hann aldrei verið sáttur ef hann hefði ekki stokkið út á eftir honum,“ heldur Alda áfram. Andri hefði orðið 29 ára í dag, 16. apríl. Tvo daga á ári koma Alda og börn hennar öll saman: á dánardegi Andra 23. mars og svo aftur á afmælis- deginum hans, 16. apríl. Þá slást vinir hans einnig í hópinn og stemningin er góð – en tregablandin. Alda viður- kennir að suma daga brotni hún niður og allt virðist óyfirstíganlegt. En síð- an inn á milli koma atvik þar sem að Andri virðist birtast henni í einni eða annarri mynd. „Einu sinni var ég á N1 og heyrði skyndilega hlátur sem var nákvæmlega eins og þessi sérkenni- legi hlátur hans Andra. Þá kom svona tilfinning yfir mig eins og hann væri hér enn." „Margir trúa ekki á guð og líf eftir dauðann en ég finn Andra oft ná- lægt mér, ekki síst þegar ég er að tala um hann, og líka þegar ég er döpur og langt niðri. Þá finn ég að hann er greinilega til staðar fyrir mig. Þegar börn koma í heimsókn þá finn ég líka fyrir honum. Þetta er gríðarlega sterkt en um leið ólýsanleg tilfinning. Og hún lyftir mér upp.“ Dó sem hetja Fjölskylda Örvars Arnarsonar reyndist ekki tilbúin til þess að ræða um at- burðinn við DV að stöddu en óskuðu eftir að koma því á framfæri að að- standendur Minningarsjóðs Örvars Arnarsonar eru þakklátir öllum þeim sem hafa styrkt sjóðinn. Sömuleiðis eru þau þakklát öllum þeim sem hafa gefið vinninga í Minningarmót Örv- ars Arnarsonar sem haldið er ár hvert í Öndverðarnesi til styrktar sjóðnum. Örvar Arnarson var fæddur í Reykjavík 20. nóvember 1972 en hann starfaði sem fallhlífar- stökkskennari í fjölmörg ár og var einn af reynslumestu fallhlífar- stökkvurum á Íslandi. Hann var kosinn Hetja ársins 2013 í kosningu sem fram fór á dv.is. „Hann var hetja. Hann dó sem hetja,“ sagði William Lindsey, full- trúi lögreglustjórans í Paco-sýslu í Flórída, á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar harmleiksins. n Reiðarslag fyrir fall- hlífarstökksheiminn „Ég hef sjálfur stokkið með fólki sem hefur stokkið 30 til 40 þúsund sinnum án þess að meiða sig. Þetta er eins og með allt annað, ef fólk fer varlega og fer eftir reglum þá er þetta hættulítil íþrótt,“ segir Hjörtur Blöndal hjá Fallhlífarstökksfélaginu Frjálsu falli en hann var staddur ásamt umræddum hópi í Flórída þegar harmleikurinn átti sér stað. Í samtali við blaðamann segir hann að fallhlífarstökksamfélagið hafi verið í lamasessi eftir atburðinn. „Þetta var gríðarlegt reiðarslag. Þetta er einstakt að svona lagað gerist: Að tveir stökkvarar láti lífið á sama tíma, ég tala nú ekki um þegar um er að ræða jafn lítið samfélag og hér. Hópurinn hélt vel saman á þessum tíma og við studdum hvert annað. Það var mikil og góð samheldni. Á heimasíðu Frjáls falls kemur fram að varafallhlíf sé álitin 99,99995 prósent örugg. Stjarnfræðilegar líkur eru á því að bæði aðalfallhlíf og varafallhlíf klikki eða bili en þó er alltaf örlítill möguleiki og því er talað um áhættusport. Hjörtur tekur fram að líkurn- ar á banaslysi í fallhlífarstökki séu „stjarnfræðilega“ litlar: „Það er talað um 0,00007 prósent líkur og tölfræðilega eru 60 prósent meiri líkur á bílslysi.“ Líkt og fyrr segir sér sérstök tölva um að ræsa varafallhlíf í ákveðinni hæð frá jörðu, það er að segja ef aðalfallhlíf opnast ekki af einhverjum ástæðum. Þegar slysið átti sér stað var miðað við að varafallhlíf opnaðist sjálfkrafa í 750 fetum. Í kjölfar atburðarins var þessum viðmiðum breytt og gert kleift að stilla fjarlægðina inn í búnaðinn, að sögn Hjartar. Viðmiðið er nú 2.150 fet að lágmarki þegar kemur að kennslufallhlífum nemenda og opnast því varafallhlíf þeirra fyrr en almennt gerist. „Þarna veit ég um leið að hann er dáinn „Helmingurinn af andlitinu var svo illa brotinn að hann var óþekkjanlegur. Dó sem hetja Örvar Arnarson. Hvers manns hugljúfi Ástvinir Andra minnast hans sem einstaks gleði- gjafa með hjarta úr gulli. Samheldinn hópur Meðlimir í fallhlífarstökksfélaginu Frjálst fall stukku seinna meir minningarstökk til heiðurs þeim Andra og Örvari. Í tilkynningu stóð að stökkheimurinn stæði á öndinni vegna harmleiksins. „Þessir heiðursmenn voru í huga og hjarta okkar og munu fylgja okkur að eilífu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.