Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 15.–18. apríl 20166 Fréttir Fastir í sandi í höfninni n Höfnin á Kópaskeri fyllist af sandi n Komast ekki á sjó á fjöru n Of dýrt að dýpka H öfnin á Kópaskeri er að fyllast af sandi. Þess eru dæmi að þurft hafi að nota smábáta, sem eru á grásleppu- og þorskveiðum við Kópasker, til að draga aðra báta á flot svo þeir komist til veiða. Sveitarstjórnar- maður í Norðurþingi segist hafa reynt að tala fyrir framkvæmdum við höfn- ina en segir að því sé borið við að verk efnið sé dýrt. Nú er svo komið að aðeins hluti bryggjunnar er nothæfur og erfitt getur verið fyrir stærri sem smærri báta að athafna sig. Heimamönnum svíður að á sama tíma séu tveir stórir dýpkunarprammar að störfum hinum megin Öxarfjarðar, þar sem verið er að búa til stórskipahöfn vegna framkvæmda á Bakka. Þurfa að sæta lagi Um tíu bátar stunda nú veiðar frá Kópaskeri. Á vorin hrygnir bæði grásleppa og þorskur á svæðinu og báta drífur að. Aflabrögð hafa að undanförnu verið prýðileg, sérstak- lega á grásleppu. Tíðin hefur verið með besta móti, miðað við árstíma. Það sem varpar skugga á vertíðina eru hafnarskilyrðin. Þegar stendur á fjöru í stórstreymi er ástandið í höfn- inni mjög slæmt og bátar hafa þurft að sæta lagi til að komast til veiða. Þetta staðfestir hafnarvörður í samtali við DV. „Það er að fyllast hérna. Þetta er orðið erfitt fyrir stærri báta,“ segir Guðmundur Magnússon í samtali við DV. Hann segir að á stór- streymisfjöru setjist bátarnir margir hverjir á kjölinn. „Þetta er vont fyrir bátana, þeir draga sanddrullu inn í síur og annað.“ Guðmundur segir að þrjú ár séu síðan dæluskip kom síðast í höfnina. Það hafi hins vegar bara dælt í tvo daga og lítið hafi áunnist. Jafnharðan hafi runnið ofan í holurnar sem grafnar hafi verið. Mun meira þurfi til. „Þetta er dapurt ástand en mér skilst að það standi til að gera eitt- hvað.“ Hann staðfestir að sjómenn láti í sér heyra vegna stöðu mála. Geta sig hvergi hreyft á fjöru Grímseyingurinn Sigurður Hennings son gerir nú út frá Kópaskeri. „Ég er með 15 tonna bát. Þetta er alveg á mörkunum þar sem ég ligg uppi við bryggjuna,“ segir hann í samtali við DV. Þeir bátar sem séu innan við sig sitji oft bara á botninum þegar fjari. Hann segir að aðalbryggjan sé ekki nothæf nema að hluta og að fjögurra báta flot- bryggja rúmi aðeins tvo. „Hitt er bara sandur.“ Sigurður segir mörg dæmi þess að bátar hafi þurft að bíða í einn til tvo tíma til að komast frá bryggj- unni. Þeir standi oft á kilinum og geti sig hvergi hreyft. Farartálminn Jökulsá á Fjöllum Þórir Örn Gunnarsson, rekstrarstjóri hafna í Norðurþingi, segir í sam- tali við DV að málið hafi verið tekið fyrir á síðasta hafnarnefndarfundi. Ákveðið hafi verið að fara í vinnu með Siglingastofnun við að skoða hvað hægt sé að gera. Leirinn í höfn- inni sé svo fínn að illa hafi gengið að fá hann til að tolla í dæluskipinu, sem síðast var fengið til að dýpka. Honum skoli jafnharðan út aftur. Hann segir að það sama myndi gilda um dýpkunarpramma sem notaður er við stórskipahöfnina. Þórir segir að til tals hafi komið að senda langarma gröfur á vettvang en brýrnar á svæðinu, sérstaklega yfir Jökulsá á Fjöllum, komi í veg fyrir að hægt sé að flytja stórvirkar vinnuvél- ar á Kópasker. Því sé mönnum vandi á höndum. Þess má geta að framburður Jökuls ár er ástæða þess að höfnin fyllist af sandi og leir. „Það hefur ekkert verið ákveðið að loka þessu. Við viljum helst halda þessu opnu en þetta er verkefni sem leysa þarf til framtíðar – hvernig best sé að gera þetta,“ segir Þórir. Hann segir að mál- ið sé á frumstigi. Brothætt byggð Kópasker er á lista yfir brothættar byggðir en það er verkefni á vegum Byggðastofnunar sem ýtt var úr vör 2012, með það að markmiði að efla þær byggðir sem veikast standa á landinu. Stofnunin hefur fengið 150 milljónir til ráðstöfunar verk- efna í þessum byggðum en staða mála á Raufarhöfn, næstu byggð við Kópasker, varð kveikjan að verkefn- inu. Þó að útgerðin á Kópaskeri telji ekki marga báta og sé auk þess árs- tíðabundin, skipta tíu litlar útgerðir miklu máli. Undir það tekur Olga Gísladóttir, fulltrúi í meirihluta Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og óháðra í sveitar- stjórn Norðurþings. Í fyrstu línu mál- efnasamnings sem fulltrúar flokkanna undirrituðu árið 2014, er kveðið á um að „áfram verði stuðlað að uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs, samhliða því að styrkja stoðir grunnatvinnuveganna í sveitarfélaginu.“ Reyni að berjast fyrir þessu Olga, sem er búsett skammt frá Kópaskeri, segir að höfnin skipti Kópasker jafn miklu máli og hafnir stærri og smærri sveitarfélaga allt landið um kring. Hún sé hluti af hag- kerfinu í þessari brothættu byggð. Sú innspýting sem fylgi sjómönnum sé mikilvæg verslun, heilsugæslu og annarri þjónustu á svæðinu. „Ég reyni að berjast fyrir þessu og það er ekki þannig að þetta sé ekki rætt. En þetta þykir óhemju dýrt,“ segir Olga í samtali við DV. Hún segist aðspurð hrædd um að ekkert verði gert í bráð. Olga bendir á að mikið púður fari í framkvæmdir við Bakka á Húsavík – og það sé svo sem eðlilegt – en fleira þurfi að gera. Einn viðmælandi DV hafði að orði – í gamni og alvöru – að þess væri ekki langt að bíða að hægt væri að fá sér göngutúr út að bauju. Heima- menn óttast að verði ekki gripið til aðgerða geti bátar einfaldlega ekki lagt að bryggju. Olga segir að ekki komi til greina að loka höfninni. „Þá gæti sá síðasti allt eins slökkt ljósin,“ segir hún við DV. n Málið á frumstigi Málefni hafnarinnar voru tekin fyrir á síðasta hafnafundi í Norðurþingi. Aðeins hluti bryggjunnar er nothæfur og bátar lenda í vanda á fjörunni. Mynd inGa siGuRðaRdóttiR Baldur Guðmundsson baldur@dv.is sandur og leir Um tíu bátar eru nú við veiðar frá Kópaskeri. Þessi mynd var tekin í fyrra en ástandið er að verða svipað nú. Báturinn á myndinni situr á sand- inum. Annar bátur ætti, ef allt væri eðlilegt, að komast að bryggjunni framan við þennan. Mynd haukuR MaRinósson „Ég reyni að berjast fyrir þessu og það er ekki þannig að þetta sé ekki rætt. En þetta þykir óhemju dýrt. HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222 / litlagardbudin.is / Við erum á Facebook Ræktaðu þitt eigið! Í Litlu garðbúðinni færðu það sem þú þarft Laugardaginn 16. apríl verður opið kl. 12-16. Auður Rafnsdóttir kynnir bókina sína Kryddjurtarækt fyrir byrjendur kl. 12-14 og gefur góð ráð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.