Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 4
Helgarblað 15.–18. apríl 20164 Fréttir Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Þurrkur í augum? Thealoz augndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Ég var mjög slæm af augnþurrki án þess að gera mér grein fyrir því. Þar sem ég var með nóg af tárum datt mér ekki í hug að tengja það við aunþurrk. Alltaf með lekandi tár í kulda, og smá vind. Systir mín ráðlagi mér að prufa Thealoz því hún hafði mjög góða reynslu af þeim. Eiginlega bara strax varð ég allt önnur og er hætt að vera með táraflóð og finna fyrir þessari sandtilfinningu. Erla Óskarsdóttir Sunnudaginn 17. apríl verður safnaramarkaður í Síðumúla 17 (2. hæð) kl. 13 - 16 Mynt • Seðlar • Minnispeningar Barmmerki • Smáprent • Frímerki Póstkort o.fl. Sala • Kaup • Skipti MYNTSAFNARAFÉLAG ÍSLANDS Safnaramarkaður www.mynt.is sunnudagur 17. apríl Í S L A N D S • M Y N T S A F N A R A F É L A G • H æstiréttur Íslands hefur stað- fest gæsluvarðhald yfir karl- manni sem grunaður er um að hafa reynt að nauðga tveimur konum í desember í fyrra. Manninum er gert að sæta gæslu- varðhaldi til 9. maí næstkomandi. Málið var þingfest í héraðs- dómi þann 10. febrúar síðastliðinn. Framhald aðalmeðferðarinnar verður 22. apríl næstkomandi. Manninum er gefið að sök að hafa áreitt tvær konur í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags- ins 13. desember. Samkvæmt ákæru kemur fram að konurnar hafi báðar hlotið áverka af völdum mannsins. Í framburði vitna og kvennanna seg- ir að maðurinn hafi orðið fyrir utan- aðkomandi truflunum, að það hafi verið það sem hafi bjargað þeim frá frekara áreiti. Maðurinn hefur neitað sök. Fyrst um sinn var manninum haldið í gæsluvarðhaldi á forsend- um rannsóknarhagsmuna, en nú var farið fram á að hann yrði áfram í gæsluvarðhaldi vegna almanna- hagsmuna og var það samþykkt. n ritstjorn@dv.is Grunaður um tilraunir til nauðgana Í gæsluvarðhaldi vegna almannahagsmuna Í varðhaldi Maðurinn er grunaður um að hafa beitt konurnar ofbeldi. Mynd Sigtryggur Ari JóhAnnSSon Aðsóknar- met á dv.is Aldrei hafa fleiri notendur heim- sótt dv.is en í síðustu viku. Þá heimsóttu 360.250 notendur vefinn. Lestur dv.is hefur aukist jafnt og þétt síðastliðna mánuði. Í febrúar síðastliðnum sló dv.is tæplega tveggja ára met. Á einni viku um miðjan febrúarmánuð heimsóttu 355.650 einstakir not- endur vefinn, samkvæmt mæl- ingu Gallup. DV þakkar lesendum fyrir þennan mikla stuðning. Ósáttur kærasti sló skólameistara nÁtök á Laugum þegar fyrrverandi nemandi sótti eigur sínar Þ etta var nú minni háttar og ekkert alvarlegt. Ég er aðeins marinn og aumur á bak við eyrað,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, sem lenti í leiðindaatviki í skólanum á miðvikudag. Fyrrverandi nemandi var þar kominn til að sækja eigur sínar af heimavistinni. Nemandinn, ónefnd stúlka, taldi að eitthvað vant- aði upp á og brást kærasti hennar hinn versti við og réðst á skólameist- arann. ósáttur kærasti „Kærastinn vildi meina að ég og skólinn bærum ábyrgð á þessum eigum sem vantaði og þau töldu þær vera þarna í öðru herbergi,“ segir Sig- urbjörn, sem einnig er þjóðþekkt- ur fyrir stórbrotnar lýsingar sínar á frjálsíþróttum í Ríkissjónvarpinu. „Ég fékk leyfi til að fara þar inn og þar fannst eitthvað af þessu dóti. Í kjölfarið kom til orðaskipta og rysk- inga milli herbergiseiganda og þessa fyrrverandi nemanda. Drengurinn [kærastinn, innsk. blm.] var búinn að segja við mig áður að ef til rysk- inga kæmi þá myndi hann slá mig fyrir hvert högg sem hann fengi. Því ég bæri ábyrgð á öllu saman. Þegar ég kem fram úr þessu herbergi og er að afhenda henni eigur hennar þá stekkur hann til mín og slær mig.“ Kært til lögreglu Sigurbjörn segir að árásin hafi kom- ið honum í opna skjöldu og hann hafi ekki búist við högginu. Hann hafi hins vegar haldið ró sinni og haldið áfram að fara með parinu um geymslur og kompur í leit að þeim eigum sem upp á vantaði enn. „Ég held að við höfum fundið megnið af því sem vantaði. Auðvitað vill maður að fólk fái eigur sínar og ef eitthvað vantar þá sagði ég þeim að það yrði bara að kæra það til lögreglu, eins og hvern annan þjófnað. Það ger- ist á heimavistarskólum að eitthvað á til að hverfa og ef við náum ekki að leysa málin innanhúss þá er það leiðin.“ Þrátt fyrir að Sigurbjörn vilji sem minnst gera úr atvikinu var árásin engu að síður kærð til lögreglu enda var hann þarna í vinnunni sem skóla- meistari og annað ekki í boði. Hann telur að árásin hafi líklega ekki beinst að honum sem persónu heldur frem- ur þeirri stöðu sem hann gegni. taldi sig vera í rétti „Ég held að hann hafi bara talið sig hafa verið í rétti þarna. Annars vegar vegna þess að þarna hafi vantað hluti sem hann taldi sig eiga og við bær- um ábyrgð á og hins vegar því hann var búinn að vara mig við því að þetta gæti gerst ef ákveðin atburðarás hæf- ist og sem síðan gerðist. Ekki það að ég er engan veginn sammála honum í því að hann hafi þarna verið í ein- hverjum rétti.“ Sigurbjörn ber sig annars vel og kveðst ekki hafa hlotið mikla áverka. „Mér fannst þetta ekkert stórmál, þannig lagað. Og ég er alls ekki slas- aður.“ n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Ekki slasaður Sigurbjörn Árni Arngrímsson er skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Framhaldsskólinn á Laugum Veist var að skólameistaranum þegar fyrrverandi nemandi kom til að sækja eigur sínar á miðvikudag. Var þar að verki ósáttur kærasti nem- andans sem taldi skólann bera ábyrgð á týndum eigum. Mynd FAcEbooKSÍðA FrAMhALdSSKóLAnS á LAuguM „Þá stekkur hann til mín og slær mig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.