Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 17
Helgarblað 15.–18. apríl 2016 Fréttir Erlent 17 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16 mánudaginn 18. apríl, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Forsýning á verkunum föstudag til mánudags föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Dieter Roth Erró Louisa Matthíasdóttir Tolli Jónas Viðar Eiríkur Smith Bragi Ásgeirsson Blaðamenn ákærðir fyrir mannrán n Reyndu að „sækja“ tvö börn á götu úti í Líbanon n Móðirin segir þeim hafa verið rænt frá Ástralíu T ökulið 60 mínútna í Ástralíu, áströlsk móðir, tveir Bretar og þrír líbanskir menn verða ákærðir fyrir mannrán í Líbanon eftir að tilraun til að sækja hálfáströlsk börn, eftir for- ræðisdeilu, mistókst í síðustu viku. Fólkið tók þátt í að reyna að sækja, eða ræna eftir því hvernig á það er litið, tveimur börnum frá líbönskum föður sínum. Fólkið mætti fyrir dómara á miðvikudag og fimmtudag. Átti að vera í þættinum Í ástralska kvikmyndatökuteyminu voru fjórir aðilar, þar á meðal ein þekktasta fréttakona Ástralíu Tara Brown. Í hópnum voru að auki framleið- andinn Stephen Rice, kvikmynda- tökumaðurinn Ben Williamson og hljóðmaðurinn David Ballment, sem ætluðu að fylgja móðurinni að sækja börnin til Líbanon. Það átti svo að vera innslag í fréttaskýringa- þættinum þar sem fram átti að koma allt tengt aðgerðinni. Móðir barnanna, Sally Faulkner, hafði leitað til fyrirtækis og aðila sem sérhæfa sig í að „endurheimta“ börn eftir forræðisdeilur eða mann- rán. Til er myndefni sem sýnir fólkið ræna börnunum á götu úti í Beirút. Börnin heita Lahela, sex ára, og Noah, fjögurra ára. Segir þeim hafa verið rænt Faulkner heldur því fram að faðir barnanna hafi farið með börnin, gegn vilja þeirra og hennar, frá Ástralíu til Líbanon fyrir nokkru. Faulkner hafði farið mikinn í áströlskum fjölmiðlum til að reyna að safna stuðningi til að fá börnin heim aftur. Hún hefur meðal annars reynt að fá stuðning utanríkismálaráð- herra Ástralíu til að blanda sér í mál- ið. „Þau voru dauðhrædd þegar þau voru færð um borð í flugvél með fyrr- verandi eigin manni mínum og ég hef ekki heyrt frá þeim síðan,“ skrifaði Faulkner á undirskriftasöfnun máli sínu til stuðnings en 33 þúsund manns hafa stutt hana með undirskrift sinni. Ákærð Fólkið, alls níu manns, hefur verið ákært fyrir hylmingu, fyrir að ræna barni eða halda því frá foreldri sínu og líkamsárás. Þá er það einnig ákært fyrir samsæri. Brotin geta varðað allt að 20 ára fangelsi og þrælkunarvinnu. Hópurinn var handtekinn í síð- ustu viku, eftir að hann gekk að börn- unum á götu í Beirút og sótti þau. Myndefni sem sýnt hefur verið í fjöl- miðlum í Líbanon mun sýna hópinn ganga upp að börnunum þar sem þau voru með föðurömmu sinni. Tveir grímuklæddir menn gripu börnin og fóru með þau inn í bíl. Föðuramma barnanna segist hafa sætt ofbeldi af hendi mannanna sem tóku börnin. Hún segist hafa verið slegin með byssu og henni ógnað. „Við snertum hana ekki,“ segir Faulkner. Mennirnir tveir og tökuliðið var handtekið fljótlega en Faulkner síðar. Þegar ljóst var að aðgerðin hafði farið út um þúfur hafði hún samband við aðra aðila sem sérhæfa sig í að sækja börn eftir forræðisdeilur og bað um aðstoð við að komast frá Líbanon. Þá sagði hún að aðstandendur 60 mín- útna myndu greiða þeim fyrir aðstoð- ina og bað þá að finna bát svo hún kæmist úr landi. Samningaviðræður hennar við það fyrirtæki fólu meðal annars í sér að hún myndi hóta 60 mínútum því að hún myndi hætta við þáttinn ef starfsfólk þáttarins borgaði ekki fyrir aðstoðina. Greint hefur verið frá því að hún sé sú eina í hópnum sem geti gert samkomulag, þar sem erfiðar aðstæður hennar og sorg vegna barnanna þyki vera henni til refsiminnkunar. Vilja ekki segja frá greiðslu Sögusagnir hafa verið á kreiki þess eðlis að Tara Brown hafi haft milli- göngu um greiðslu til fyrirtækisins sem ætlaði að sækja börnin. Tals- maður 60 mínútna segist ekki geta rætt það, það sé andstætt því hvernig 60 mínútur vinni. „Þetta voru blaða- menn að sinna frétt – það er það eina.“ Ástralska utanríkisþjónustan mun hafa reynt að veita blaðamönnunum aðstoð vegna handtökunnar. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Þetta voru blaðamenn að sinna frétt. Móðir barnanna Sally Faulkner segir að fyrrverandi eigin­ maður hennar hafi rænt börnunum og flutt þau til Líbanon gegn vilja hennar. Þaulreynd Tara Brown er reynd fréttakona og vinsæll blaðamaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.