Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 20
Helgarblað 15.–18. apríl 201620 Fólk Viðtal Sérbakað fyrir þig Allt fyrir fermingar tertur, heitir réttir, brauðtertur, snittur og margt fleira. Sími: 483 1919 - almarbakari@gmail.com Hveragerði og Selfossi V orið 2013 bárust fregn- ir af hörmulegu banaslysi tveggja íslenskra fallhlífar- stökkvara í Bandaríkjun- um. Þetta voru þeir Andri Már Þórðarson, 25 ára gamall nem- andi í fallhlífarstökki og Örvar Arnar- son, 41 árs, einn reyndasti fallhlífar- stökkskennari landsins. Fregnirnar vöktu mikinn óhug og þá ekki síst innan alþjóðlega fallhlífarstökks- heimsins, enda einsdæmi að tveir einstaklingar látist báðir í sama stökki. Gleðigjafi með smitandi hlátur Það fyrsta sem blasir við þegar kom- ið er inn á heimili Öldu í dag er inn- römmuð ljósmynd af Andra á veggn- um. Hún var tekin einungis nokkrum dögum áður en hann hélt til Flórída í ferðina örlagaríku. Á myndinni má sjá hann skælbrosandi, nýkominn úr keilu með vinum sínum. Þegar minningargreinar um Andra eru skoðaðar má lesa orðin „með hjarta úr gulli“ oftar en einu sinni. Augljóst er að hann var sann- kallaður gleðigjafi: hrókur alls fagn- aðar hvert sem hann kom. Hjálpfús, góðhjartaður, traustur og ávallt til staðar. „Bros. Alltaf varstu brosandi. Hreint bros og hreint hjarta var svo sannarlega auðkennið þitt. Allir sem kynntust þér segja það sama: „hann var alltaf brosandi og hann var svo góður,“ segir í einni greininni. Að sögn Öldu var sjaldnast logn- molla í kringum Andra. „Það var alltaf einhver fíflagangur og sprell í kringum hann. Hann var með sér- stakan hlátur sem smitaði út frá sér. Það kom oft fyrir að hann var í bíó og hló svo hátt að allur salurinn hló með honum, jafnvel þó svo að myndin sjálf væri hundleiðinleg!“ Andri átti fimm hálfsystkini og var í miðjunni. Faðir hans er bú- settur í Danmörku. Að sögn Öldu var Andri límið sem hélt hópnum saman. „Andri var vel gefinn en hann var „Þetta er allt í lagi, mamma, varafall- hlífin bjargar mér alltaf“ Hinn 15. mars fyrir þremur árum stóð Andri Már Þórðarson í anddyrinu á heimili Öldu Kolbrúnar Haraldsdóttur, móður sinnar, reiðubúinn að kveðja hana. Hann var á leið í draumaferðina til Flórída á fallhlífarstökksnámskeið. Henni stóð alltaf stuggur af þessu áhugamáli sonarins en Andri róaði móður sína og kvaddi hughreystandi með þessum orðum: „Þetta er allt í lagi, mamma, varafallhlífin bjargar mér alltaf.“ Þremur vikum síðar sá Alda hann aftur – í kistu í Fossvogskapellu. Í einni minningargreininni var Andri sagður hafa „stokkið inn í eilífðina“. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.