Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Qupperneq 28
Helgarblað 29. apríl–2. maí 201628 Fólk Viðtal » Loftsíur » Smurolíusíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur » Glussasíur Baldwin® hefur sérhæft sig í smur-, loft- og hráolíusíum. Við bjóðum upp á Baldwin® síur í flestar gerðir þungavinnu- og sjóvéla á hagstæðum verðum. Verkstæði og viðgerðarþjónusta Aðalsmerki Bætis er verkstæðið og viðgerðarþjónustan. Á verkstæði okkar erum við með öll tæki til endurbyggingar á allt að 1750 hestafla vélum. Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík „Þú hefðir átt að detta úr rússíbananum“ H austið 2013 ákváðu faðir Aldísar, Sveinn Sigfússon, og stjúpmóðir, Hulda Guð- jónsdóttir, að bjóða öllum börnunum sínum til Spánar um sumarið. Með í för voru albræð- ur Aldísar, Anton Ingi og Andri Freyr, stjúpsystkini þeirra, Daníel og Írena, og yngsta systirin í hópnum, Frey- dís. Með í för var vinur systkinanna, Hilmir. Þegar Aldís byrjar að segja blaða- manni frá atburðunum voveiflegu á Spáni sumarið 2014, er greinilegt að þeir eru henni í fersku minni, og það reynir mikið á hana að rifja upp at- burðarásina sem fór í gang eftir slys- ið sem breytti lífi fjölskyldunnar til frambúðar. „Á sjöunda degi ákváðum við að fara í Terra Mitica sem er einn vinsælasti skemmtigarðurinn á Benidorm,“ segir Aldís en eftir að hafa eytt drjúgum tíma í garðinum ákvað hluti fjölskyldunnar að fara í stærsta rússíbanann, sem heitir In- ferno. „Einhvern veginn var okkur raðað upp þannig að Andri sat við hliðina á Hilmi og ég sat ein í vagninum fyrir aftan þá. Stjúpmamma mín og stjúp- bróðir komust ekki með í ferðina heldur áttu að fara í þá næstu.“ Aldís rifjar upp að mikið óöryggi hafi komið yfir hana þegar hún sett- ist í tækið. Hún hafði sterklega á til- finningunni að eitthvað ætti eftir að fara úrskeiðis en bældi hugsanirnar niður með því að einbeita sér að því að öll tívolítæki væru örugg. „Það næsta sem ég man er að bróðir minn hrapar úr tækinu sem var á fullri ferð og skellur í jörðina. Mér datt helst í hug að garðurinn væri að gera at í okkur. En um leið og ég leit á milli sætanna og sá Andra liggja á jörðinni vissi ég að þetta væri ekkert grín.“ „Vægast sagt skelfilegt“ Í framhaldinu upphófst mikið fár, bæði í vagninum sem stöðvaðist ekki alveg strax, sem og meðal annarra gesta í garðinum sem horfðu á Andra detta 18 metra niður á steinsteypta jörðina. „Ég gjörsamlega fríkaði út. Þegar vagninn stöðvaðist loksins var það beint fyrir ofan staðinn þar sem Andri lá þannig að alltaf þegar ég leit á milli sætanna horfði ég beint á hann. Það var vægast sagt skelfilegt.“ 15 mínútur liðu þar til vagninn komst aftur niður á jörðina og far- þegarnir voru leystir úr tækinu. Allan Aldís Elva Sveinsdóttir hefur upplifað raunir sem fæstir 16 ára unglingar geta ímyndað sér. Hún varð vitni að því þegar bróðir hennar féll úr rússíbana árið 2014. Þá var Aldís aðeins 13 ára. Til að bæta gráu ofan á svart varð hún fyrir öðru áfalli nokkrum dögum síðar. Þá sá Aldís að henni höfðu borist mörg nafnlaus skilaboð. Þar var hún til dæmis ásökuð um að hafa drepið bróður sinn. Kristín Clausen kristin@pressan.is Lífið stefnir í rétta átt Aldís býr að lífsreynslu sem fæstir á hennar aldri þekkja. Mynd Sigtryggur Ari Andri Freyr Sveinsson Fæddur 2. apríl 1996 Dáinn 7. júlí 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.