Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Page 34
Helgarblað 29. apríl–2. maí 20166 Gæða gólfefni - Kynningarblað
Kjaran: Grátt og hrátt útlit
T
ískan í gólfefnum er alltaf
að breytast. Á heimilum
landsmanna hafa parket og
steinn notið mikilla vinsælda
undanfarna áratugi og lit
brigði og form þessara efna hafa ver
ið í stöðugri þróun. Kjaran ehf. er
heildverslun með gólfefni og skrif
stofutæki. Fyrirtækið á sér langa sögu
sem hófst þegar heildverslun Magn
úsar Kjaran var stofnuð árið 1930 og er
hún því með elstu heildsölum lands
ins.
„Gólfefni er ein aðalvaran okk
ar,“ segir Arnar R. Birgisson fram
kvæmdastjóri. Hann segir að mikil
reynsla og þekking hafi myndast hjá
fyrirtækinu á þessum tíma og starfs
menn þess sinni þörfum og óskum
viðskiptavina af fagmennsku.“
Lökkuð, flotuð gólf
Nýjustu form steingólfa eru lökkuð
flotuð gólf, en útlit þeirra er grátt og
hrátt og þau falla vel að tísku dags
ins. Að sögn Arnars er spennandi nýj
ung hjá fyrirtækinu. „Það er BetonDe
sign frá hollenska fyrirtækinu Eurocol
sem inniheldur öll nauðsynleg efni til
að fullvinna flotað og lakkað steingólf
og við bjóðum upp á átta litbrigði. Við
höfum árum saman selt undirlags og
viðgerðarefni frá Eurocol og þau eru
þekkt á meðal fagmanna hér á landi
sem fyrsta flokks vara.
Annar valmöguleiki hjá okkur fyr
ir þá sem sækjast eftir útliti flotaðra
steingólfa er Concrete vörulínan frá
Forbo sem inniheldur 16 steingrá lit
brigði af linoleum gólfdúkum. Kostir
linoleum gólfdúka eru hlýtt yfirborð,
mýkt, slitstyrkur og hljóðdempandi
eiginleikar. Linoleum er algjörlega
náttúrulegt efni og mjög umhverfis
vænt.“ Mikið úrval vínylgólfefna
„Grátt og brúnt hefur verið ráðandi
í litavali á gólfefnum undanfarin ár en
nú merkjum við breytingu. Fólk er far
ið að velja fjölbreyttari og líflegri liti.
Þegar sömu mynstrin og litirnir hafa
verið vinsælir í ákveðinn tíma koma
viðskiptavinirnir aftur og leita að nýj
um möguleikum. Við erum alltaf að
fá inn nýjar vörur og vörulínur,“ segir
Arnar.
„Auk þess höfum við mikið úrval
vínylflísa og vínyldúka sem líta algjör
lega út eins og náttúruleg gólfefni og
vinsældir þessara gólfefna hafa aukist
mjög á síðustu árum um allan heim.
Vínylflísarnar eigum við til í útliti
steinflísa og fjölbreyttra viðartegunda.
Kostir vínylgólfefna eru þau að efnið
er vatnshelt og draga ekki í sig raka.
Þau þenjast því ekki og dragast saman
eins og náttúrulegur viður, auk þess
sem vínyl þarf aldrei að slípa, lakka
eða bóna,“ segir hann. (Sjá mynd af
sýnishornabókum á langborði).“
Kjaran býður upp á alla þjónustu,
hjálpa við að velja rétta efnið, senda
menn á staðinn til að taka mál, gera
tilboð og útvega fagmenn í verkið. n
Kjaran ehf.,
Síðumúla 12–14,
108 Reykjavík.
Sími: 515 – 5500.