Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Blaðsíða 46
38 Lífsstíll Helgarblað 29. apríl–2. maí 2016
YOUR BEST CHOICE IN COLOR.
HANNAH IS WEARING
SHADE N° 3-65
PALETTE DELUXE
NOW WITH LUXURIOUS
OLEO-GOLD ELIXIR.
TURN COLOR
INTO A LUXURY.
FOR UP TO 30% MORE SHINE.*
EUROPE'S NO. 1
NEW
Þ
að er farið að vora! Farfuglar
mættir á svæðið, borgar-
starfsmenn byrjaðir að slá
gras, börn farin að hjóla í
skólann og íslensk jarðar-
ber komin í búðir. Þau eru dísæt og
bragðgóð, og hafa það umfram er-
lendu jarðarberin að hafa ekki ferð-
ast um langan veg á leið í búðirnar
hér á norðurhjara. Við getum öll lagt
okkar af mörkum með því að velja
það sem er ræktað og framleitt sem
næst okkur, þegar við kaupum í mat-
inn. Flutningur varnings um allar
jarðir, hvort sem er með flugvélum
eða risaskipum, hefur nefnilega í
för með sér mengun sem hægt er að
minnka með því að velja rétt.
Matgæðingurinn og eldhúsgyðjan
Bergljót Björk töfraði fram þessa
girnilegu köku sem við birtum í
blaði dagsins. Hún er innblásin af
hinni klassísku, sænsku klessuköku
(kladdkaka á sænsku), sem Begga
kynntist þegar hún bjó með fjöl-
skyldu sinni í Svíþjóð.
Um kökuna segir Begga: „Þetta
er einföld kaka sem skemmtilegt
er að baka. Mér finnst tilheyra vor-
inu að nota jarðarber í bakstur, og
þau njóta sín einstaklega vel á ljós-
um bakgrunninum. Bragðið er líka
ómótstæðilegt, sætt súkkulaðið og
súrsæt berin hreinlega dansa saman
í munninum. Slær alltaf í gegn!“ n
n Ljúffeng og einföld n Bragðast eins og vorið sjálft! n Íslensk jarðarber
Ljóska með
ferskum
jarðarberjum
Ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is
Ljóska með jarðarberjum
n 200 g hvítt súkkulaði
n 150 g smjör
n 210 g hveiti
n 1 msk. vanillusykur
n 1 tsk. salt
n 3 egg
n 1 dl sykur
n 1 askja íslensk jarðarber
n Möndluspænir, handfylli
Byrjið á að stilla bakaraofninn á 165
gráður. Bræðið smjör í skál yfir vatnsbaði
og saxið hvíta súkkulaðið smátt. Þegar
smjörið er alveg bráðnað
er súkkulaðið sett út í
og látið bráðna. Hvítt
súkkulaði er frekar
viðkvæmt og getur auð
veldlega farið í kekki ef
það hitnar of mikið, svo
það er ágætt að leyfa
hitanum af brædda
smjörinu að sjá um að
bræða súkkulaðið.
Blandið saman þurr
efnunum í skál og leggið til hliðar.
Þeytið nú saman eggin og sykurinn þar
til blandan er létt og ljós. Athugið að það
er ágætt að hafa leyft eggjunum að ná
stofuhita áður en þau eru notuð. Ef öll
hráefni eru við
svipað hitastig,
eru minni líkur
á kekkjum og
furðulegri áferð
þegar þeim er
blandað saman.
Nú er súkkulaðismjörbráðinni hellt út í og
blandað vel saman. Ef hrærivél er notuð
er ágætt að skipta yfir í spaða í stað písks
á þessu stigi.
Þurrefnin eru nú sigtuð saman við
deigið og velt varlega saman. Hér má ekki
ofhræra! Takið öllu með ró og blandið
varlega saman. Deiginu er hellt í vel smurt
form og skorin jarðarber látin sökkva sér í
deigið. Möndluspæni dreift yfir.
Bakað í um 25 mínútur. Kakan á ekki að
ná lit eða fullbakast, heldur vera örlítið
klístruð. Látið kökuna kólna alveg áður en
hún er borin fram.
Verði ykkur að góðu!
Vinsæl hjá öllum
aldurshópum
Begga segir kökuna slá
í gegn í hvert sinn sem
hún er borin á borð.
Litir vorsins Jarðarberin
eru einstaklega girnileg,
hálfsokkin ofan í sæta
kökuna. Mynd
SigtRygguR ARi
Begga í
beðinu Hún er
ekki bara liðtæk
í eldhúsinu,
heldur lætur
hendur standa
fram úr ermum
í garðinum líka.
Mynd ÞoRMAR VigniR
gunnARSSon
MyndiR SigtRygguR ARi