Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Síða 52
Helgarblað 29. apríl–2. maí 201644 Menning stóðu fyrir það og verkin báru nafn efnanna. Þetta voru myndir af ein- hverju ákveðnu og voru þar af leið- andi ekki langt frá ljósmynd af hlut. Ég skissaði málverkin líka gjarnan í tölvu til að sjá hvernig þau kæmu út á veggnum. Þá fann ég að það var ekki mikill munur á því að mála lit einhvers hlutar á vegg og því að teygja ljósmynd af hlutnum yfir vegginn,“ segir hann og víkur tali sínu aftur að fjölskyldumyndinni. „Í þessu tilviki ákvað ég að nota eitthvað einfalt og klassískt eins og mynd af fjölskyldu. Eins og ég hafði látið einn lit standa fyrir ákveðinn hlut, ákvað ég að láta einn hluta úr hverju andliti standa fyrir heildina. Þannig tók ég mynd af auga dóttur minnar, eyra sonar míns, munni konunnar og nefinu mínu. Saman byggir þetta svo eiginlega upp and- lit – nema það er bara eitt auga og eitt eyra.“ Það hefur verið svolítið áberandi að undanförnu að lögð sé áhersla á ferlið í listsköpuninni frekar en list- hlutinn sjálfan eða niðurstöðuna. Það hljómar hins vegar eins og að- ferðin sem þú notar í ferlinu, hvort þú gerir málverk á vegg eða prent- ar bara ljósmynd á hann, skipti þig ekki höfuðmáli. „Ég held að hjá mér sé niður- staðan mikilvægari. Það er auðvitað alltaf einhver „prósess“ en ég held að maður sjái ferlið yfirleitt í niður- stöðunni. Reyndar eru verkin mín oft þannig að það er hægt að breyta þeim og ég þarf að laga þau að nýj- um aðstæðum í hvert skipti. Alltaf þegar ég sýni ljósmyndaverkin mín þarf ég að breyta þeim til að láta þau passa á vegginn. Niðurstað- an er því alltaf dálítið fljótandi. Það er ákveðið ferli í því sem er opið, niðurstaðan er ekki fastnegld og óbreytanleg, heldur opin fyrir sýn- ingarstaðnum.“ Húmor og hversdagsleiki Maður tekur eftir að í verkunum þín- um er hversdagslegum hlutum – sem einhverjir gætu sagt vera „banal“ – oft umbreytt og þeir notaðir í lista- verkin. Gulur sími, rauður blýantur eða grænt neyðarútgangsskilti er teygt yfir heilan vegg. „Kannski er það „banal“ en það er einmitt það sem mér finnst skemmtilegt. Ég nota þessa hvers- dagslegu hluti hins vegar til að segja eitthvað sem er ekki endi- lega hversdaglegt. Það sem ég geri við þá er það sem skiptir máli. Til þess að það sem ég geri við hlutina komi skýrt fram – og það er kannski aðalmálið í verkinu – er líka betra að þetta séu hversdagslegir hlutir, frekar en hlutir sem hafa mjög sterka merkingu í sjálfu sér. Ég nota bara það sem er hendi næst, það er óþarfi að leita langt yfir skammt. En kannski er önnur ástæða, sem er að mér finnst ekki gaman að setja hluti á stall eða gera þá eitthvað merki- lega. Mér leiðist svoleiðis hátíð- leiki.“ Kannski er þetta ein ástæða þess að verkin þín eru oftar en ekki frekar kómísk, það liggur oft sterkur húmor undir í þeim. „Já, húmorinn er mjög mikil- vægur, en ég geri verkin ekki til þess að vera fyndinn. Þetta eru ekki brandarar! Það kemur bara af sjálfu sér af því að ég hugsa þannig, húmorinn er bara hluti af mér. Verk sem eru byggð á húmorísku viðhorfi finnst mér oft áhrifameiri en þau sem eru dramatísk og ofuralvarleg. Mér finnst það góð leið til að koma einhverju á framfæri, en ég legg mig samt ekkert sértaklega fram við að vera fyndinn,“ útskýrir Tumi. Hvað álítur þú gildi myndlistar- innar vera í samtímanum? „Mér finnst myndlistin hafa mjög mikið gildi. Í henni felst viðhorf listamannsins, sem reynir að losa sig úr viðjum hefðbundinnar hugs- unar. Listamaðurinn reynir stöðugt að sjá hlutina á ferskan og nýjan hátt. Þar koma því fram viðhorf sem eru ólík hinu vanabundna – og það er mjög mikilvægt fyrir þjóðfélag- ið. Þó að myndlistin hafi ekki alltaf ákveðið pólitískt „statement“ er þetta utanfrá-viðhorf engu að síð- ur mjög pólitískt. Þannig að þó ég hugsi listina mína yfirleitt ekki sem pólitíska þá er hún það eflaust á þennan hátt.“ Teygja, þenja, strekkja Verkin á sýningunni eiga það sam- eiginlegt að vinna öll með teygju, þenslu eða strekkingu á hlutum, bæði í tíma og rúmi. Af hverju finnst þér áhugavert að beita þessari að- gerð á heiminn? „Að einhverju leyti leiðist mér bara að hengja myndir á veggi á sama hátt og þær eru alltaf hengd- ar upp í sýningarrýmum. Mér finnst gaman að vinna með formið á rým- inu og ég vil gjarnan láta verkin birt- ast á óvæntum stöðum,“ segir Tumi og nefnir hauskúpuverkin sem dæmi, en þau eru ýmist á gólfum eða í lofti safnsins. „Veggljósmyndirnar verða að ná yfir heilan vegg, og þá vel ég oft veggi sem eru sjaldan notaðir fyrir myndir. Þá verður samruni. Rýmið ákveður formið á verkinu, en verkið breytir líka rýminu. Það verður sjónhverfing sem breytir skynjun manns á rýminu,“ útskýrir Tumi. „En mér finnst þetta líka draga fram að hlutirnir sem maður sér í kringum sig hafa ekki neitt end- anlegt form. Það er eitthvað sem á eftir að breytast. Glasið sem ég er að drekka úr verður hérna í mesta lagi í nokkur ár en svo breytist það. Efnið sem það er búið til úr verður að einhverju öðru, það teygist og umbreytist. Við erum hérna í stutta stund í heiminum. Allt er hverfult og háð sífelldum breytingum.“ n www.graf.is - s: 663-0790 Við merkjum allt mögulegt Leður glasamottur með persónulegri merkingu Verð aðeins 3.900 kr. Holbein effektinn Í verkinu Holbein frá 2011 kemur Tumi teygðum myndum af ýmsum hauskúpuvarningi, til dæmis leikfangi, lyklakippu og strokleðri, fyrir á gólfi, veggjum og þaki Listasafns- ins. Verkin vísa augljóslega í teygða hauskúpu í verkinu Sendiherrarnir eftir Hans Holbein. „Þetta verk kom ekki „spontant“ eins og þau gera oft – en ég sá að ég varð að gera það. Ég hafði verið að vinna ýmis verk sem voru teygð, bæði í allar áttir til að passa á veggflöt en líka verk sem ég teygði bara á einn veg. Ég lét til dæmis veggmynd af blýanti ná upp í loft og teygði hana svo þannig að hún þakti 11 metra breiðan vegg. Að framan sá maður bara rauðan flöt, en frá hlið sá maður að það var blýantur. Þetta kallaði ég alltaf Holbein- effektinn, því ég hafði alltaf verið hrifinn af Sendiherrunum og það var alltaf á bakvið í þessum verkum. Mér fannst ég því verða að gera svoleiðis verk með hauskúpum líka, til þess að vísa beint í Holbein, gera tilvitnunina skýrari.“ Holbein, 2011 Sendiherrarnir, 1533 „Alltaf þegar ég sýni ljósmynda- verkin mín þarf ég að breyta þeim til að láta þau passa á vegginn. Niðurstaðan er því alltaf dálítið fljótandi. Fjölskyldumynd, 2000 Árið 2000 tók Tumi myndir af andlits- hlutum fjölskyldumeðlima sinna og stækkaði til að fylla út í veggi. Nú hefur verkið verið sett upp í Listasafni Íslands. Mynd SigTryggur Ari umferð (sofandi), 2013 Í vídeóinnsetningunni sjáum við sex bíla keyra fram og til baka í íslenskri náttúru í takt við svefndrukkinn andardrátt. Mynd SigTryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.