Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Page 55
Helgarblað 29. apríl–2. maí 2016 Menning 47 Sérmerktu persónulegu gjafavörurnar ALLT MERKILEGT GarðatorG 3, Garðabæ - S: 555 3569 - Sala@alltmerkileGt.iS - alltmerkileGt.iS Pantaðu í netversluninni Hægt er að fá bæði sent heim eða sækja í nýju versluninni okkar! Allt merkilegt 10 árA Opið virka daga 10 - 18, Laugardaga 11 - 16, Sunnudaga Lokað Rauðarárstígur 12 - 14 sími 551-0400 www.myndlist.is Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Við leitum að listavErkum Rauður dagur í Moskvu Ofbeldið í Hardcore Henry er yfirgengilegt á köflum Á hve marga vegu er hægt að drepa mann? Þetta er rann- sóknarspurningin sem virð- ist lagt upp með í Hardcore Henry. Áður en kreditlistan- um lýkur er kominn nokkuð tæm- andi úttekt og er þá myndin rétt að byrja. Ilya Naishuller er þekktur í Rúss- landi fyrir störf sín með hljóm- sveitinni Biting Elbows, og ekki síð- ur fyrir fyrstu persónu myndböndin sem hann hefur gert á hennar veg- um. Mynd þessi er að öllu leyti sýnd frá fyrstu persónu sjónarhóli. Þetta form virðist ætla að verða þreytandi í fyrstu, en gengur þó upp, ekki síst þar sem hasarnum linnir ekki fyrr en yfir lýkur. Ofbeldið er svo yfirdrifið að það verður nánast kómískt á köflum. Upplifunin er eins og að horfa á ein- hvern spila tölvuleik, sem þarf ekki að vera svo slæmt, en gallinn er sá að myndin er harðbönnuð innan 16 ára og því er helsti markhópur- inn útilokaður úr bíói. Hópur ung- lingspilta fékk ekki inngöngu þegar blaðamaður var viðstaddur. Það er hægt að telja vísanirnar ef maður vill, siðblindi albínóinn, hálf- vélmenni í anda Robocop, skot- bardagi í hóruhúsi, en orkan heldur þessu öllu gangandi. Tæknileg færni er nú víða orðin svo mikil að ekki þarf lengur að reiða sig á Hollywood fyrir afþreyingarmyndir af þessu tagi, og gaman að hafa Moskvu í stað bandarískra stórborga í bak- grunninum. Það er ágætis til- breyting að fá rússneska hasarmynd í bíó, og nú er norsk stórslysamynd næst. Vonandi verða ekki allar spennu- myndir í framtíðinni undir svo aug- ljósum áhrifum frá tölvuleikjum, en það er gaman að sjá þessa útfærslu svona einu sinni. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Hardcore Henry IMDb 7,0 RottenTomatoes 49% Metacritic 51 Handrit og leikstjórn: Ilya Naishuller Aðalhlutverk: Sharlto Copley, Danila Kozlovsky og Haley Bennett 96 mínútur Fyrsta persóna Rússneska spennu- myndin Hardcore Henry er innblásin af ofbeldisfullum fyrstu persónu skotleikjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.