Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Blaðsíða 18
Vikublað 10.–12. maí 20166 Ferðalok - Kynningarblað
Persónuleg þjónusta og
handbragð myndhöggvara
Steinsmiðja Akureyrar
Í
Steinsmiðju Akureyrar samein-
ast mikil reynsla og framúrskar-
andi fagkunnátta í legsteina-
gerð. Stofnandi fyrirtækisins,
Þórir Barðdal, hefur unnið að
höggmyndalist og steinsmíði í
um 30 ár. Hann er lærður mynd-
höggvari, nam við Myndalista- og
handíðaskóla Íslands og við Lista-
akademíuna í Stuttgart í Þýska-
landi. Hann starfaði um skeið við
höggmyndalist í Houston í Texas
í Bandaríkjunum og í Portúgal.
Fluttist síðan aftur til Íslands árið
1996 og hefur síðan þá starfað við
höggmyndalist og legsteinagerð
þar sem síðarnefnda greinin hefur
náð yfirhöndinni.
„Ég hanna þessa steina mikið til
sjálfur. Sumir byggja á ákveðnum
staðli en á hverju ári kem ég með
nýja útfærslu sem er alveg ný
hönnun. Sumar gerðir ná miklum
vinsældum en aðrar minni, eins og
gengur,“ segir Þórir. Steinsmiðja Ak-
ureyrar er staðsett að Glerárgötu 36
á Akureyri en þjónustusvæðið er allt
Norðurland, sem og Austurland og
Austfirðir. Þórir fer um allt Norður-
land og setur niður steina, en steina
sem pantaðir eru á Austurlandi og
Austfjörðum sendir hann til við-
takenda. Sendingarkostnaður er
innifalinn í verði, fyrir tækið tekur
hann á sig. Sama verð gildir fyrir allt
Norðurland og allt Austurland.
Granít og stuðlaberg
Steinsmiðjan Akureyri vinnur leg-
steina úr tveimur steintegundum,
graníti og stuðlabergi. Að sögn Þór-
is henta þessar steintegundir best
til legsteinagerðar vegna endingar
sinnar og vegna þess að þær stand-
ast vel íslenskar aðstæður.
„Stuðlaberg er eina íslenska
efnið sem hægt er að nota í leg-
steina enda er það mjög þétt í sér.
Granítið hefur hins vegar vinn-
inginn hvað varðar liti og áferð, en
það er til í öllum litum,“ segir Þór-
ir. Mun meira er pantað af granít-
steinum en steinum úr stuðlabergi.
Steinsmiðjan Akureyri sinnir
líka merkingum á legsteina:
„Stundum kemur fólk bara
með stein af hlaðinu heima eða
úr fjallinu fyrir ofan bæinn. Þá
aðstoðum við með merkingarnar
og gerum steinana þannig úr garði
að þeir virki sem legsteinar. Þarf þá
kannski að saga neðan af þeim og
slípa þá til. Og síðan að grafa í þá,“
segir Þórir.
Þetta er óneitanlega mjög
persónuleg þjónusta og segir Þór-
ir að fyrirtækið leggi mikið upp úr
því og sé alltaf reiðubúið að sinna
séróskum viðskiptavina. Þjónustan
verður að vera persónuleg, sveigj-
anleg og umfram allt traust:
„Þetta er þjónusta sem fólk leit-
ar í örsjaldan á ævinni og það má
ekkert bregðast. Við leggjum afar
mikla áherslu á að allt standist –
alltaf. Það má ekki bregðast,“ segir
Þórir með þunga.
Steinsmiðjan Akureyri býður
einnig upp á úrval af luktum, vös-
um og fuglum. Fróðlegt er að kynna
sér úrvalið á heimasíðunni, minn-
ismerki.is.
Sem fyrr segir er Steinsmiðja
Akureyrar staðsett að Glerárgötu 36
á Akureyri. Opið er virka daga frá 13
til 17, en lokað um helgar. Síminn
er 466-2800. n