Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Side 25
Helgarblað 22.–25. júlí 2016 Kynningarblað - Verslunarmannahelgin 5 Halldór hjá Húsinu spjallar um Mýrar- boltann og verslunarmannahelgina V eitinga- og skemmtistað- urinn Húsið er til húsa að Hrannargötu 2 á Ísafirði og blasir við um leið og ekið er inn í bæinn. Halldór ræður ríkjum í Húsinu og er oftast kennd- ur við staðinn. Mikið er um að vera á staðnum hans sem og alls staðar í bænum um verslunarmannahelgina en það er Mýrarboltinn sem knýr fjör- ið áfram þessa helgi. Halldór sjálfur er vel kunnugur Mýrarboltanum og er nú að taka þátt í tíunda – og að hans sögn síðasta skipti. „Maður er kominn á aldur og ég ætla að hafa þetta síðasta skipti. Ég keppi með liðinu FC Kareaoki sem verður brátt sögufrægt enda er ver- ið að gera heimildamynd um það,“ segir Halldór, en Mýrarboltinn er nú haldinn í 12. skipti. Halldór segir að keppnin hafi stækkað gífurlega í gegnum árin: „Í upphafi voru þetta bara fimm til sex lið en núna eru um 80 lið búin að skrá sig til leiks,“ segir Halldór. Það má því eiga von á mörg hundruð keppendum um verslunarmanna- helgina en auk keppendanna koma fjölmargir áhorfendur. Segir Halldór að ekki megi í milli sjá hvort sé meiri skemmtun, að taka þátt í keppninni eða að horfa á hana. Hvort tveggja sé ógleymanlega upplifun: „Fólk ætti endilega að skreppa vestur og upplifa þetta, það verður ekki svikið af því,“ segir Halldór. Geysilega margt verður í boði á Ísafirði um verslunarmannahelgina. Er þar jafnt um að ræða fjölskyldu- skemmtanir sem næturdansleiki. Á stað Halldórs, Húsinu, verður mikið um að vera og má þar meðal annars nefna dansleik með hljómsveitinni Boogie Trouble, aðfaranótt mánu- dags, en hún spilar þá frá miðnætti til klukkan 4 um nóttina. Fyrr um kvöldið verður lítil brenna þar sem fólk safnast saman og Páll Óskar og fleiri tónlistarmenn koma fram. Það verður líka stórt ball í Edinborgarhús- inu um helgina þar sem Páll Óskar stígur líka á svið. Það er alltaf mikið að gera í veitingasalnum hjá Halldóri um verslunarmannahelgina og raunar er mikið að gera hjá honum allt sum- arið. Má búast við því að hvert borð verið setið alla helgina. Matseðillinn er fjölbreyttur, frá réttum á borð við grænmetisbökur og hamborgara upp í fínustu nautasteikur. Einnig er fiskur dagsins og súpa dagsins mjög vinsæl á staðnum. n „Fólk ætti endilega að skreppa vestur og upplifa þetta“ Mýrarbolti, matur og menning um verslunarmannahelgina Hamraborg H amraborg á Ísafirði var stofnuð árið 1968 og var þá hefðbundin nýlenduvöru- verslun. Á næstu áratugum þróaðist hún í takt við tím- ann og þarfir viðskiptavinanna. Gísli Úlfarsson er annar eigenda Hamra- borgar en hinn er Úlfar bróðir hans. Að sögn Gísla fæst nú allt milli himins og jarðar í versluninni – sem er veitingastaður að auki. „Hjá okkur fást ýmsar gerðir skyndibita, pítsur, hamborgarar, pylsur, matvörur, sæl- gæti og fjölmargt fleira. Við segjum gjarnan að við séum góðir í öllu – en sterkastir erum við í pítsunum! Því get ég lofað,“ segir hann hlæjandi. „Það verður að vera eitthvað fyrir alla. Svo er Hamraborgarísinn alltaf vinsæll enda mjög góður.“ Gítarar, grillmatur og gotterí Þegar fjölbreytt vöruúrval verslun- arinnar berst í tal, segir Gísli að ekk- ert sé heilagt í þeim efnum. „Ef við bjóðum ekki upp á vöruna sem við- skiptavinurinn óskar eftir, þá ein- faldlega reddum við henni bara. Það er gaman að segja frá því að eitt sinn kom hingað í Hamraborg kona sem vildi kaupa fiðlu. Við útveguðum fiðlu og meðan hún var hér uppi á hillu í versluninni og beið kaupanda síns, seldum við hana þrisvar sinn- um, þ.e. við þurftum alltaf að panta nýja jafnóðum. Við seljum líka gítara og því er óhætt að segja að hér sé fjölbreytni vörutegunda í fyrirrúmi.“ Evrópukeppnin í Mýrarbolta og landsfrægir tónlistarmenn „Evrópukeppnin í Mýrarbolta verð- ur svo haldin hjá okkur á Ísafirði um verslunarmannahelgina eins og venjulega og er búist við að á bil- inu 1.500–2.500 manns komi vest- ur þessa fyrstu helgi ágústmánaðar. Það verða alls sjö vellir, með hágæða drullu sem ætti að tryggja meirihátt- ar upplifun bæði keppenda og áhorfenda.“ Mýrarboltinn er ekki einungis drullubolti því í kringum hann eru ýmsir menningartengdir viðburðir í gangi. Það er þó fyrst og fremst tón- listinni sem verður gert hátt und- ir höfði en nú í ár mæta Úlfur Úlf- ur, Erpur, Sesar A, Emmsjé Gauti, Agent Fresco, Ultra mega, Playmo, Mammút, Jón Jónsson og Frikki Dór sem munu halda uppi fjörinu. „Við hvetjum fólk til þess að heimsækja Ísafjörð um verslun- armannahelgina, mæta á Mýrar- boltann og njóta góðra veitinga hjá okkur í Hamraborg,“ segir Gísli að lokum. n Hamraborg Hafnarstræti 7, 400 Ísafjörður Sími: 456-3166 Opið alla daga 09.00–23.30 Netfang: hamraborg@heimsnet.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.