Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2016, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2016, Blaðsíða 19
Vikublað 26.–28. júlí 2016 Sport 15 Í takt við tímann • Við erum flutningsmiðlun og sjáum um að koma vörum milli landa. • Við byggjum á víðtækri reynslu úr flutningaheiminum. „Þetta hefur verið frábært ferðalag“ Katrín Tanja Davíðsdóttir er hraustasta kona heims 2016 Þ etta er fyrir þig. Saman, að eilífu og alltaf“ Katrín Tanja Davíðsdóttir er hraustasta kona heims í annað sinn. Áður en hún steig á crossfit- völlinn á sunnudag tileinkaði hún ömmu sinni, Hervöru Jónsdóttur, baráttuna. Þær voru afar nánar, en Hervör lést á árinu. Katrín, sem er aðeins 23 ára, hefur lagt gríðarlega mikið á sig til að ná þessum magnaða árangri. Hún fær að launum 35 milljónir íslenskra króna. Katrín fór með sigur af hólmi í fjór- um keppnisgreinum, en vann mótið á stigafjölda. Mótið er þannig að kepp- endur þurfa að ljúka fimmtán grein- um, á fjórum dögum. Framganga hennar þykir afar glæsileg, en hún fór mjög einbeitt inn í mótið og sagð- ist hafa unnið mjög mikið að því að vera á réttum stað andlega til að tak- ast á við það. Heimsleikarnir í cross- fit eru haldnir af Reebok ár hvert og keppa konur, karlar og blönduð lið um titlana. Jafnaði Anníe Katrín er önnur íslenska konan til að vinna þetta afrek, en áður hafði Anníe Mist Thorsdóttir orðið tvöfald- ur heimsmeistari, árin 2011 og 2012. Þetta voru fjórðu leikar Katrínar. Hún varð í 30. sæti árið 2012, í 24. sæti árið 2013 og svo í því fyrsta í fyrra. Hún komst ekki í gegnum úrtökukeppnina árið 2014 og sór þess þá eið að koma tvíefld til baka, sem hún og gerði. Þá sagðist hún hafa lært af reynslunni. „Ég fór að vinna meira með þjálfar- anum mínum, Ben Bergeron, sem hjálpaði mér ekki bara að komast í mitt besta form, heldur líka að gera mig sterkari and- lega. Ég held að það sé mikil vægast. Allir geta verið hraustir og æft mikið,“ sagði hún í viðtali við ESPN árið 2015 og bætti við að það þyrfti hins vegar að hafa hugann við efnið. Þótt Katrín hafi staðið sig afar vel á mótinu var ekki ljóst fyrr en alveg undir það síðasta hver færi með sigur af hólmi. Þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey veittu henni harða baráttu. Ragnheiður Sara varð í þriðja sæti, en Toomey í öðru. Fá stig skildu á milli fyrsta og annars sætis. Í viðtali við medium.com segist Katrín Tanja vera í skýjunum með ár- angurinn – svo hamingjusöm væri hún að hún kæmi því varla í orð. „Þetta hefur verið frábært ferðalag.“ Keppniskona Katrín er mikil keppniskona. Í við- tali við DV síðastliðið haust sagð- ist hún eiginlega alltaf vera að keppa við eitthvað og sjálfa sig. „Já, ég er mikil keppnismanneskja. Þegar ég var krakki skipti engu máli hvað ég var að gera, ég var stöðugt í keppni. Ég keppti um það hver væri fljótastur út að leika. Ég var alltaf að búa til keppnisbraut og hoppa yfir hitt og þetta. Mér fannst það skemmtilegast. Ég setti klukku á gólfið, stóð í handstöðu og mældi hvað ég gat verið lengi. Ég var alltaf að keppa við sjálfa mig,“ sagði hún. n Hraustust Katrín lærði af ósigrinum 2014 og lagði allt í sölurnar. MynD SigTryggur Ari „Þetta er fyrir þig. Saman, að eilífu og alltaf. gleði Hér má sjá Katrínu koma í mark eftir sigur í einni af fimmtán keppnisgreinum. MynD THe CroSSFiT gAMeS /FACebooK Sigurreif Katrín var að vonum sæl með sigurinn. MynD TwiTTer einbeitt Hér má sjá Katrínu einbeitta á mótinu. MynD THe CroSSFiT gAMeS /FACebooK Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.