Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Blaðsíða 11
Helgarblað 7.–10. október 2016 Fréttir 11
Stáltech ehf. - tunguhálSi 10, Reykjavík - S: 5172322
CNC renniverkstæði
H
agnaður Lyfju samstæðunn-
ar, sem er að fullu í eigu ís-
lenska ríkisins, dróst saman
um 50 milljónir á síðasta ári
og nam samtals 254 milljón-
um króna eftir skatta. Velta fyrirtæk-
isins jókst hins vegar um liðlega 500
milljónir króna á milli ára og var tæp-
lega 8,95 milljarðar króna.
Í nýbirtum ársreikningi félags-
ins kemur fram í skýrslu stjórnar að
miklar kostnaðarhækkanir, einkum
launakostnaður, seinni hluta ársins
hafi ráðið miklu um að afkoma fé-
lagsins hafi versnað frá fyrra ári.
Þannig hækkaði launakostnaður
fyrirtækisins um 10% á árinu – úr
1.453 milljónum í 1.582 milljónir –
á sama tíma og stöðugildum innan
samstæðunnar fjölgaði um sex en í
árslok 2015 voru þau 219 talsins. Þá
minnkaði einnig hagnaður Lyfju,
sem er ein af stærstu lyfjakeðjum
landsins, fyrir afskriftir og fjár-
magnsgjöld (EBITDA) um ríflega 70
milljónir og var samtals 595 millj-
ónir króna á síðasta ári.
Lyfja var yfirtekið af Glitni árið
2012 þegar þáverandi eigandi fé-
lagsins gat ekki staðið við skuld-
bindingar sínar. Tilraunir Glitnis
í kjölfarið til að selja fyrirtækið til
fjárfesta báru hins vegar engan ár-
angur, ekki síst vegna þess, sam-
kvæmt heimildum DV, að Glitnir
vildi fá erlendan gjaldeyri til sín
við söluna. Kröfuhafar slitabús
Glitnis þurftu síðan að framselja
allt hlutafé Lyfju til íslenska ríkisins
fyrr á þessu ári sem hluta af stöð-
ugleikaframlagi þeirra.
Íslensk stjórnvöld eiga tvo fulltrúa
í stjórn Lyfju. Þeir eru Steinar Þór
Guðgeirsson, hæstaréttarlögmaður
og ráðgjafi Seðlabanka Íslands, sem
er jafnframt formaður stjórnar fé-
lagsins, og Haukur C. Benedikts-
son, framkvæmdastjóri Eignasafns
Seðlabankans og stjórnar maður í
Lindarhvoli, eignaumsýslufélagi rík-
isins. Allt hlutafé Lyfju var auglýst
til sölu í síðasta mánuði og höfðu
áhugasamir fjárfestar frest til að
skila inn óskuldbindandi tilboðum í
félagið til 5. október síðastliðins. Það
er fyrirtækjaráðgjöf Lyfju sem hefur
umsjón með söluferlinu en sam-
kvæmt upplýsingum DV reyndist
vera gríðarmikill áhugi á meðal fjár-
festa á fyrirtækinu. n
Lyfjafyrirtæki í eigu
ríkisins hagnast
um 250 milljónir
n Hagnaður minnkaði um 50 milljónir n Mikill áhugi fjárfesta
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
n Fjárfestahópur eignast 90% í ísgerðinni n Einar í Nótatúni og Gyða Dan, fjárfestir og eiginkona forstjóra MS, á meðal eigenda
Seðlabankinn Eignasafn Seðlabanka Íslands, ESÍ, á nú um tíu prósenta hlut í ísgerðinni
Emmessís í gegnum einkahlutafélagið SPB. Mynd Sigtryggur Ari
Emmessís Ísgerðin er
rekin að Bitruhálsi í sama
húsnæði og Mjólkursam-
salan. Rekstur hennar hefur
verið aðskilinn rekstri MS
síðan 2007. Mynd Sigtryggur AriKaupa EMMESSíS
MEð Nýju HLutaFé