Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Blaðsíða 33
Helgarblað 7.–10. október 2016 Sport 29 Hin eilífa leit að nýja Messi Takefusa Kubo „Japanski Messi“ Þú hefur líklega aldrei heyrt á hann minnst en hann hefur þó sett svip sinn á knattspyrnu- heiminn. Kubo var nefnilega eitt þeirra ungmenna sem Barcelona fékk til liðs við sig árið 2011 sem varð til að félagið var sett í félags- skiptabann. Kubo og fleirum var í kjölfarið bannað að spila með Barca og færði hann sig um set til Japan á ný. Kubo er enn aðeins 14 ára og framtíðin því enn óskrifað blað. Messi einkunn: C Kominn aftur heim en augljóslega nógu hæfileikaríkur fyrir La Masia. Sardar Azmoun „Íranski Messi“ Samdi 17 ára gamall við Rubin Kazan í Rússlandi en félagið ákvað á síðasta tímabili að lána hann til Rostov í Rússlandi þar sem hann verður áfram á þessu tímabili. Hann er aðeins 21 árs og því gæti enn ræst úr ferlinum þrátt fyrir að hann sé ekki enn kominn upp á stjörnuhimininn. Messi einkunn: E Rostov, þarf ekki að segja meira. Lorenzo Insigne „Ítalski Messi“ Ítalski framherjinn hakar í flest boxin til að verðskulda Messi- samlíkinguna. Hann hefur það fram yfir flesta aðra á listanum að hann leikur með Napoli, sem er í Meistaradeild Evrópu, og hefur verið viðloðandi ítalska landsliðið. Hann er þó 25 ára og nokkuð ljóst að hann verður ekki næsti Messi. Messi einkunn: B+ Ef hann forðast meiðsli. Li Ming „Kínverski Messi“ Ming sló í gegn á YouTube þar sem hann sást leika listir sínar og fékk Messi- stimpilinn í kjölfarið. Hann leikur samt bara með grunnskólaliði sínu í heimalandinu og fátt bendir til að hann sé að fara að sigra heiminn í bráð. Messi einkunn: E Virðist bara enn einn YouTube-krakkinn. Christian Atsu „Afríski Messi“ Gott og vel, Lionel Messi þurfti aldrei að leika með Bournemouth og Newcastle sem lánsmaður en Atsu til varnar þá á Chelsea hátt í 40 leikmenn á láni um allar trissur. Hinn 24 ára gamli Atsu var keyptur til Chelsea 2013 og hefur verið lánaður til fimm félaga síðan þá. Kannski ekki beinlínis slegið í gegn en þó afrekað að leika á HM fyrir Gana. Messi einkunn: C Verður líklega leikmaður í efstu deild en ekki meðal þeirra bestu. Alan Dzagoev „Rússneski Messi“ Stórstjarna í Moskvu þar sem hann leikur með CSKA. Þrátt fyrir að vera án nokkurs vafa góður leikmaður þá er hann 26 ára og sigrar vart heiminn úr þessu. Messi einkunn: C+ Óreyndur utan Rúss- lands – lék þó vel á EM 2012. Jose Angel Pozo „Mini Messi“ Manchester City lagði út nokkrar millj- ónir punda til að tryggja sér Pozo úr unglingastarfi Real Madrid árið 2014. Hinn tvítugi Pozo var álitinn efnilegur fyrir framtíðina hjá City. Náði þó aðeins að koma við sögu í nokkrum leikjum. Ári síðar var hann farinn aftur til Spánar eftir að hann samdi við Almería til fimm ára. Messi einkunn: B Erfitt að vera líkt við Messi þegar þú kemur frá Real Madrid, en hann er efnilegur og lofar góðu. Mario Götze „Þýski Messi“ Líklega einn farsælasti leikmaðurinn á þessum lista og sá eini sem getur státað af því að hafa unnið eitthvað sem Messi hefur sjálfum ekki tekist. Götze vann heimsmeist- aratitil með þýska landsliðinu og afrekaði að skora sigurmarkið í úr- slitaleiknum. Þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar hjá Bayern er hann kominn aftur heim til Dortmund og enn í heimsklassa. Messi einkunn: A Hefur unnið titilinn sem Messi dreymir um. *Sölustaðir: Hagkaup, Bónus, Heilsuhúsið, Fjarðarkaup, Melabúðin, 10-11 Austurstræti og Lágmúla, Blómaval, Hlíðarkaup, Vöruval Einnig fæst minni útgáfa af drykkjunum með enskum miða í: Nettó – Mjódd, Reykjanesbæ, Borgarnesi, Akureyri, Egilsstöðum, Höfn, Selfossi Strax – Laugarvatni, Flúðum, Mývatni Krambúðinni – Reykjavík og Húsavík Icewear – Laugavegi og Hafnarstræti Svarti Haukur ehf s. 517 0110 www.lupinuseydi.is svartihaukur@svartihaukur.is 2–3 flöskur á viku Mælt er með að drekka um 2-3 flöskur af Lúpínuseyðinu á viku – fínt á fastandi maga eða fyrir svefninn. Seyðið styrkir ónæmiskerfið og fólk á því að vera betur í stakk búið til að verjast umgangspestum. Auk þess hefur Lúpínuseyðið hjálpað fólki með ýmsa kvilla eins og exem, ofnæmi o.m.fl. Lúpínuseyðið kostar 495 kr. í Bónus eða álíka og ein bjórdós. Reynsla fólks mælir með Lúpínuseyðinu Þetta þjóðþekkta íslenska seyði fæst í Bónus verslunum um allt land, Hagkaupi og víðar* Í Lúpínuseyðinu eru 5 íslenskar jurtir; lúpínurætur, njóli, geithvönn, ætihvönn og litunarskóf. Auk þess er engifer, sítróna og stevia í seyðinu. Reynsla fólks af Lúpínuseyðinu „Ég veiktist mjög alvarlega síðasta vetur á svipuðum tíma og flensur og kvef herjuðu á landsmenn. Hefði því átt að vera auðvelt skotmark fyrir þessum veirum. Ég drakk hins vegar Lúpínuseyðið mjög reglulega og tel að það eigi stærstan þátt í að ég slapp alveg við þessar pestir.“ Svavar Guðmundsson, sjávarútvegsfræðingur „Í gegnum tíðina hef ég fengið þessar kvefpestir og flensur eins og gengur og gerist hjá öðru fólki. Mjög slæmt fyrir mig sem hef söng að atvinnu. Eftir að ég kynntist Lúpínuseyðinu og íslensku hvannardrykkjunum, hef ég verið alveg laus við þessa umgangspestir. Ég mæli með þessum flottu íslensku vörum.“ Elsa Waage, óperusöngkona „Ég finn fyrir aukinni matarlyst og almennt bara betri líðan. Hef tröllatrú á Lúpínuseyðinu.“ Stefán Þórðarson, fyrrv. bóndi og sveitarstjóri Ég hafði heyrt margt jákvætt um lúpínuseyðið, en ákvað síðan að prufa drykkinn sjálfur fyrir tveimur árum þegar ég las um aðila, sem hafði glímt við þurrk og ónot í húð og orðið betri. Á mínum vinnustað er loftið oft þurrt og sjálfur hef ég glímt við hið sama. Fljótlega eftir inntöku þá varð ég betri í húðinni, hún varð mýkri og þurrkurinn nánast hvarf. Sem gamall keppnismaður þá er skrokkurinn víða lemstraður og ég er ekki frá því, að á þeim tímabilum sem ég er að drekka lúpínuseyðið, þá er ég mun skárri á þeim stöðum sem ég er veikur fyrir. Hef ekkert nema gott um drykkinn að segja, hjálpar til við að halda mér frískum. Gunnar Oddsson, forstöðumaður hjá TM Hvönn með engifer, sítrónu, spínati, myntu og stevíu Hvönn með engifer, sítrónu, túrmerik, peru og stevíu Hvönn með engifer, sítrónu, bláberjum og stevíu Einnig 3 ljúffengir drykkir úr hvönn, hinni þekktu lækningajurt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.