Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Blaðsíða 32
Helgarblað 7.–10. október 201628 Sport Maxi Romero „Nýi Messi“ Argentínski framherjinn var orðaður við Arsenal í fyrra en flókið eignarhald á leikmanninum gæti reynst til trafala. Hann er fæddur í Buenos Aires og leikur með Club Atlético Vélez Sarsfield í heimalandinu. Hann er aðeins 17 ára og talið er að hann verði minnst tvö ár til viðbótar þar áður en hann freistar gæfunnar í Evrópu. Margir efnilegir úr akademíu Vélez hafa þó ekki haft árangur sem erfiði. Messi einkunn: B+ Bara fyrir það hversu efnilegur hann er. Juan Manuel Iturbe „Paragvæski Messi“ Iturbe (23) er reyndar fæddur í Buenos Aires í Argentínu en ólst upp í Paragvæ með fé- laginu Cerro Porteno. Hæfileikar hans vöktu athygli og fór hann til Porto, var lánaður til Hellas Verona á Ítalíu sem keypti hann á 15 milljónir evra sumarið 2014. Nokkrum vikum síðar keypti stórlið Roma hann síðan á rúmar 22 milljónir evra. Hinn paragvæski Messi var lánaður til Bournemouth en kom aðeins við sögu í tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Messi einkunn: B Spilar fyrir stórlið en á eftir að sanna sig. Claudio Nancufil „Snjó-Messi“ Undrabarnið frá Argent- ínu komst í fréttirnar árið 2013, þá átta ára, þar sem urmull af stórliðum var að keppast um að fá hann til liðs við sig. Hann leikur með liði í Bariloche við rætur Andes- fjalla sem útskýrir víst hið furðulega viðurnefni; „Snjó-Messi.“ Nancufil er ótrúlega teknískur og hæfileikaríkur þrátt fyrir ungan aldur. Hann er örvfættur og lítill miðað aldur í þokkabót. Það var því ekki umflúið að líkja honum við Messi. Fjölskylda hans samdi við umboðskrifstofu eftir fjölmiðlafárið vegna hæfileika hans hér um árið með það fyrir augum að koma honum í verð í Evrópu, en síðan þá hefur ekkert heyrst. Messi einkunn: D Mirror orðar það þannig; D fyrir „Disappeared (horfinn)“ af yfirborði jarðar. Pínu harkalegt. Ryan Gauld „Baby-Messi“ Hinn smávaxni Gault vakti athygli með Dundee United í heimalandinu og skrifaði undir hjá Sporting CP í Portúgal 2014. Þar kveðst hann hafa hrist af sér gælunafnið Baby-Messi en hvað sem því líður þá þykir hann einstaklega leikinn með knöttinn. Hann er tvítugur en á enn eftir að festa sig í sessi í aðalliði Sporting. Messi einkunn: C Tíminn vinnur með honum. Hin eilífa leit að nýja Messi n Þessum hefur verið líkt við argentínska snillinginn n Fæstir standast samanburð H inn þrettán ára gamli Karamoko Kader Dembele hjá Glasgow Celtic er einn umtalaðasti knattspyrnu­ maður vikunnar eftir að hafa slegið í gegn á mánudags­ kvöld í leik með U­20 ára liði Celtic. Hinn ungi Fílbeinsstrendingur lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að vera að leika gegn leikmönnum sem margir voru sjö árum eldri en hann. Sökum hæfileika sinna og smæð­ ar þurfti Dembele ekki að bíða lengi eftir að vera líkt við Lionel Messi. Hann ekki fyrsti ungi og snaggaralegi knattspyrnumaðurinn sem fær þann stimpil. Að gefnu tilefni þá rifjaði Daily Mirror upp nokkra leikmenn sem allir áttu það sameiginlegt að fá Messi­stimpilinn og gaf þeim Messi­ einkunn í ljósi þess sem síðar hefur orðið. Hér er brot af því besta. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Þungur kross að bera Það er vissulega mikill heiður að vera líkt við Lionel Messi, einn besta knattspyrnu- mann sögunnar, en fæstir stand- ast samanburð. Messi-stimpillinn er þungur kross að bera. Mynd EPA Okkar kjarnastarfssemi er greiðslumiðlun og innheimta. Hver er þín? 515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is Síðan 2006

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.