Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Blaðsíða 37
Helgarblað 7.–10. október 2016 Lífsstíll 33
Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn
Uppakomur • Leikir • Tilboð
Sjálfstætt starfandi
apótek í Glæsibæ
Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf
Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn
Uppakomur • Leikir • Tilboð
Opnunartími: Virka daga 8.30-18
Laugardaga 10.00-14.00
Glæsibæ • www.sportlif.is
Macatron
testasterone
booster!
Eykur vöðvastyrk,
vöðvastækkun
og kynorku
Sjá eftir því að
hafa eignast börn
Sífellt fleiri stíga fram
S
ífellt fleiri stíga fram sem lýsa
því yfir opinberlega að þeir
sjái eftir því að hafa eignast
börn. Í raun hefur mynd
ast stór hreyfing í kringum
þennan málstað og hafa sífellt fleiri
konur og karlar stigið fram með frá
sögn sína. Elle fjallaði um málið á
dögunum.
Að segjast sjá eftir því að eign
ast börn er að margra mati ófyrir
gefanleg staðhæfing en 37 ára
blaðamaður frá Los Angeles segir
að vandamálið við að uppgötva að
mann langaði aldrei í börn, vera að
maður geti einfaldlega ekki tekið
ákvörðunina til baka. Þetta er yfir
leitt orðað á öfugan hátt, það er að
fólk muni iðrast þess síðar að hafa
ekki eignast börn síðar á lífsleiðinni,
en staðreyndin er sú að þetta gengur
auðvitað í báðar áttir.
Á síðustu árum hefur fjöldi
kvenna stigið fram í kjölfar útgáfu
bókar Corinne Maier, sem er franskur
sálgreinir, rithöfundur og tveggja
barna móðir í Brussel í Belgíu. Í
bókinni No Kids: 40 Reasons Not to
Have Children, sem kom út fyrir tíu
árum, skrifaði Corinne opinskátt um
eigin eftirsjá. Á sínum tíma var bókin
harðlega gagnrýnd og hún sögð sýna
fram á ólýsanlega sjálfselsku og sagt
að hún væri „ótrúlega ósmekkleg“.
Í kjölfarið hafa fleiri stigið fram og
árið 2013 viðurkenndi sextug kona
frá Bretlandi að stærsta eftirsjá lífs
hennar hefði verið að eignast börn.
Hún ítrekaði þó að hún sæi vel um
börnin og að hún elskaði þau mjög
mikið, en það breytti því ekki að líf
hennar hefði verið fyllra og ham
ingjuríkara án þeirra.
Líkt og búast má við hefur
hreyfingin helst notið stuðnings
í nafnlausum samskiptum á ver
aldarvefnum. Finna má hópa á sam
skiptavefjunum Quora og Reddit
sem tala opinskátt um eftirsjá sína. Á
Facebook er meira að segja til hóp
ur sem ber nafnið „I Regret Having
Children“. Það svífur mikil bannhelgi
yfir því að viðurkenna það að maður
iðrist barneigna, en staðreyndin er
sú að vaxandi hópur kvenna og karla
um allan heim, hefur stigið fram og
viðurkennt það.
Einn nafnlaus notandi í Face
bookhópnum segir: „Ég vildi að ég
hefði aldrei átt barnið mitt … Ég sé
það núna að ég hef ekki móðureðlið
og er logandi hrædd við að hugsa til
þess að ég neyðist til þess að sjá um
það.“ Ein 46 ára kona segist ekki sjá
eftir að hafa eignast nú 22 ára dóttur
sína, en að hún sjái eftir því að hafa
orðið móðir. Tíminn og sálfræði
meðferðir hafi hjálpað mikið en
hún segist samt sem áður einblína
á það sem hefði getað orðið. Auk
þess viðurkennir hún að hún horfi
stundum á dóttur sína og hugsi til
þess að þetta hefði getað verið hún
sjálf. n
Mynd GuðMundur ViGfússon
E
ftir að fyrirtæki Bandaríkja
mannsins Davids Clark fór á
hausinn lenti hann í erfiðleik
um í einkalífinu. Hann fór að
bryðja verkjatöflur og drekka áfengi í
miklum mæli og þyngdist mikið.
Þegar hann var orðinn 160 kíló og
með of háan blóþrýsting ákvað hann
að taka sig á.
Clark hafði reynt ýmsar leiðir til
að léttast, til dæmis Atkinskúrinn
og South Beachmataræðið, en alltaf
fór hann í sama farið aftur. Þann 6.
ágúst 2005 ákvað Clark að reima á
sig hlaupaskóna og fór út að hlaupa.
Hans fyrsta hlaup entist aðeins í 15
sekúndur en það var samt eitthvað til
að byggja á. „Á hverjum degi hafði ég
þetta einfalda verkefni. Ef ég fór ekki
út að hlaupa einn dag þýddi það upp
gjöf,“ segir Clark um það hvernig hann
veitti sér innblástur. Þolið jókst hægt
og rólega og innan þriggja mánaða gat
hann hlaupið nokkra kílómetra í senn.
Clark segir við Men‘s Health að
lykillinn hafi samt verið mataræðið og
sniðgekk hann allt sem kom ójafnvægi
á blóðsykurinn. Hann borðaði samt
ávexti auk þess að innbyrða mikið af
grænmeti, eggjum og mögru kjöti.
Þá leyfði hann sér stundum að borða
möndlur með dökkum súkkulaðihjúp.
Á fimmtán mánuðum missti Clark
helming líkamsþyngdar sinnar og er
í dag maraþonhlaupari. Hann hleyp
ur stundum lengri vegalengdir en
maraþon og fer tiltölulega létt með
það. Hann rekur líkamsræktarstöð
þar sem áhersla er lögð á stöðugleika.
„Eftir smá tíma fer erfiðið – og ár
angurinn – að verða sjálfsagður hluti
af deginum.“ n
Var kominn á endastöð
Fyrsta hlaup Davids Clark entist í 15 sekúndur
david Clark Er maraþonhlaupari í dag.