Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Blaðsíða 27
Helgarblað 7.–10. október 2016 Fólk Viðtal 23
búa enn hérlendis en ólíkt Syl
vönu þá stefna þau á að flytja aftur
til Þýskalands í nánustu framtíð.
Drepa tímann í
verslunarmiðstöðvum
Við sitjum yfir rjúkandi kaffi
bolla á veitingahúsi í Kringlunni.
Anastasía Rós brosir stríðnis
lega til blaðamanns og reynir að
klófesta allt sem hönd á festir á
borðinu. Hún hefur mikinn áhuga
á síma blaðamanns sem gegn
ir hlutverki upptökutækis í spjall
inu. Hún setur í brýnnar þegar
símanum er kippt í burtu en tek
ur gleði sína á ný þegar hún fær
að handleika borðbúnaðinn „Hún
er algjör grallari. Hún er búin að
hafa eyrnabólgu í nokkra vik
ur og ég var með henni hjá lækni
áðan. Samt er hún alltaf svo kát,“
segir Sylvana og brosir blíðlega
til dóttur sinnar. Sú stutta brosir
til baka en gefur síðan ákveðið til
kynna að hún vilji fá pelann sinn.
Henni verður fljótt að ósk sinni.
Þær mæðgur eru ekki ókunnar
verslunarmiðstöðinni. Þegar
veður er vont þá leitar Sylvana í
Kringluna eða Smáralindina til
að drepa tímann þar til að þær
fara og finna sér næturstað. Í tösk
um á barnavagninum eru allar
nauðsynjar sem barnið þarf, föt og
matur. „Ef Anastasía Rós er veik þá
er ég alltaf hjá mömmu en þar er
afar lítið pláss og við sofum því í
eldhúsinu. Mamma er líka í leigu
íbúð og aðstæðurnar hjá henni
eru erfiðar. Vinkonur mínar hafa
síðan reynst mér ómetanlegar en
plássið er af skornum skammti þar
líka og ég vil ekki misnota velvild
þeirra. Það er meira en að segja
það að fá móður með ungbarn inn
á heimilið. Anastasía Rós vaknar
á nóttunni og er farin að brölta
eldsnemma á morgnana,“ segir
Sylvana.
Sagt upp leigu í febrúar
Í byrjun árs var staða mæðgn
anna allt önnur. Vandræði þeirra
hófust þegar að leigusamningi
þeirra var sagt upp 1. febrúar síð
astliðinn. „Við vorum í þægilegri
íbúð í Grafar vogi sem hentaði okk
ur vel. Eigandinn þurfti hins vegar
að flytja sjálfur inn í hana og því
þurftum við að víkja. Það var mik
ið áfall að vera með fimm mánaða
barn og fá þær fréttir að ég þyrfti
að flytja eftir nokkra mánuði. Ég
fór strax að leita en hef alls staðar
gripið í tómt,“ segir Sylvana. Hún
hefur ekki tölu á þeim fjölda íbúða
sem hún hefur leitast við að fá að
skoða en yfirleitt grípur hún í tómt.
„Ég hendist á milli bæjar hluta ef
ég fæ að koma og skoða. Þetta er
mikið stress því maður þarf að taka
ákvörðun strax. Þegar ég hef gert
það þá hefur annar hreppt íbúð
ina. Oftar en ekki velur leigusalinn
frekar pör,“ segir Sylvana.
Í iðnaðarhúsnæði
með tíu karlmönnum
Frá febrúar fram í maí gekk hvorki
né rak í íbúðarleit mæðgnanna og
áður en varði þurftu þær að flytja
út úr íbúðinni. „Ég var orðin ör
væntingarfull og þess vegna leigði
ég herbergi í iðnaðarhúsnæði í
Grafarvogi. Aðstæður þar voru
ekki góðar en þessi lausn átti að
vera tímabundin. Þetta var skárra
en að vera á götunni. Við deildum
eldhúsi og baðherbergi með tíu
öðrum leigjendum, allt karl
mönnum. Okkur leið ekki vel þar
en ég átti ekki í nein önnur hús að
venda,“ segir Sylvana.
Aðstæður mæðgnanna bárust
til eyrna félagsmálayfirvalda og
í kjölfarið hafði barnavernd af
skipti af þeim. „Starfsmenn stofn
unarinnar óttuðust um velferð
dóttur minnar og ég skil það mjög
vel. Þetta voru ekki aðstæður sem
börn eiga að vera í en ég átti engra
kosta völ. Í kjölfarið var ég sett á
biðlista fyrir félagslega íbúð og
hef síðan verið í reglulegu sam
bandi við barnavernd og Félags
málastofnun. Það var vægast sagt
óþægilegt og það var pressa á mér
að útvega mér aðra íbúð,“ segir
Sylvana og kveðst hafa átt ágæt
samskipti við stofnanirnar.
Fékk flogakast í Nettó
Álagið var gríðarlegt á Sylvönu á
þessum tíma. Dóttir hennar var tíu
mánaða gömul og húsnæðisvandi
þeirra olli henni miklum áhyggj
um. Að lokum gafst líkaminn upp.
„Ég var að versla í Nettó og sem
betur fer var mamma með mér. Ég
man ekki eftir neinu en hún segir
að ég hafi byrjað að kvarta undan
ógleði og svima,“ segir Sylvana.
Andartökum síðar féll hún í gólf
ið í krampakasti. Froða kom út um
munnvik hennar og varði kastið í
fjórar mínútur. „Ég var flutt upp á
spítala þar sem ég var rannsökuð í
bak og fyrir. Niðurstaðan var sú að
um flogakast hefði verið að ræða,
en ég er ekki flogaveik. Kastið
mátti rekja til streitu og álags. Ég
gat einfaldlega ekki meira,“ segir
Sylvana.
Hún missi minnið gjörsamlega
í aðdraganda kastsins og í nokkrar
klukkustundir eftir áfallið. „Ég
man ekkert eftir ferðinni upp
á spítala né fyrstu stundunum
þar. Mamma sagði mér síðar að
ég hefði gleymt íslenskunni og
bara talað þýsku við hana. Þegar
læknarnir töluðu við mig á ís
lensku þá skildi ég ekki orð,“ segir
Sylvana og brosir. Þrátt fyrir erfið
leikana þá sér hún húmorinn í
þessum aðstæðum.
Á að passa sig á álagi og streitu
Á þessari stundu minnir Anastasía
Rós á sig og heimtar athygli. Syl
vana tekur hana í fangið og réttir
henni hvíta pappírsörk sem
stúlkan hefur mikinn áhuga á.
„Ég þekkti ekki einu sinni dóttur
mína strax eftir kastið. Það var
mikið lán að ég var með móður
minni og var innandyra á nokk
uð öruggum stað. Þetta kast hefði
getað átt sér stað á mun óheppi
legri tíma og haft alvarlegar af
leiðingar,“ segir Sylvana. Móðir
in unga braggaðist fljótt en hefur
þó stöðugt áhyggjur af því að fá
annað kast. „Ég á að passa mig á
álagi og streitu en húsnæðisleys
ið gerir að verkum að það er erfitt.
Ég er því stundum smeyk að vera
ein því þetta gerðist svo skyndi
lega síðast að ég gæti ekkert gert
ef þetta gerðist aftur,“ segir hún.
Þá má Sylvana ekki keyra bíl
næstu sex mánuði og ekki koma
sér í aðstæður sem gætu ýtt und
ir annað kast, til dæmis að fara í
kvikmyndahús. „Það flækir að
stæðurnar enn meira að geta ekki
keyrt því stundum gat ég fengið
afnot af bíl hjá vinum til þess að
skjótast. Núna fer ég allra minna
ferða í strætó,“ segir Sylvana.
Óíbúðarhæf stúdíóbúð
Hin unga móðir dvaldist á spítal
anum yfir nótt og safnaði kröftum.
Hún var fljót að braggast. Þegar
Sylvana hafði jafnað sig eftir flog
kastið hófst íbúðarleit hennar á
fullu. Hún varð að yfirgefa herberg
ið í iðnaðarhúsnæðinu hið fyrsta.
„Eftir mikla leit fann ég loks litla
stúdíóíbúð í Fossvogi og skrifaði
undir leigusamning. Við fluttum
inn í byrjun ágúst. Það var var mik
ill léttir og ég hlakkaði til þess að
byggja upp líf okkar í örygginu
„Mín upplifun er sú að
íbúðareigendur eru ekki
spenntir fyrir því að leigja
ungri, einstæðri móður og svo
hjálpar ekki til að bera pólskt
nafn. Það er vesen á Íslandi
„Eigandi
íbúðar-
innar fór fram
á að mamma
borgaði 50
þúsund krónur
aukalega því
fleiri deildu
íbúðinni
M
y
N
D
S
ig
tr
y
g
g
u
r
A
r
i