Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Blaðsíða 14
Helgarblað 7.–10. október 201614 Fréttir Smálánafyrirtæki keyrt í þrot af kröfuhöfum n Óljóst hvort eitthvað fáist upp í stjórnvaldssekt Smálána ehf. A ðeins fimm dögum eftir að úrskurðarnefnd neyt- endamála staðfesti lög- brot og stjórnvaldssekt sem Neytendastofa hafði lagt á smálánafyrirtækið Smálán ehf. var félagið úrskurðað gjaldþrota í Héraðs dómi Reykjavíkur. Félagið er í eigu Mario Megela, fjárfestis frá Slóvakíu, sem keypti það í desember 2013. Félagið hefur ekki skilað árs- reikningi síðan þá. Samkvæmt tilkynningu um gjald- þrotið í Lögbirtingablaðinu á föstudag skorar skiptastjóri á alla þá sem telja sig eiga kröfu í búið að lýsa þeim inn- an tveggja mánaða. Samkvæmt upp- lýsingum DV átti gjaldþrotaúrskurður- inn sér nokkurn aðdraganda, þar sem erlent eignarhald félagsins mun með- al annars hafa flækt málin. Skiptastjór- inn telur líklegt að mikil vinna sé framundan við að gera upp búið. Keyrt í þrot Megela á einnig smálánafyrirtækið Kredia sem, líkt og Smálán, var sektað með úrskurði Neytendastofu sem úrskurðarnefnd neytendamála staðfesti þann 16. desember síðast- liðinn. Þar var fyrirtækjunum, hvoru um sig, gert að greiða 750 þúsund í stjórnvaldssekt. Þann 21. september hafði héraðsdómur úrskurðað Smá- lán ehf. gjaldþrota. Í fyrra varð breyting á fyrirtækjun- um sem vakti nokkra athygli þegar því var lýst yfir að þau væru orðin rafbóka- búðir á netinu sem jafnframt veittu lán. Algengt fyrirkomulag var þannig að viðskiptavinir keyptu tvær bækur á 5.500 krónur sem veitti þeim heimild til að fá 20 þúsund króna smálán. Í úrskurði sínum staðfesti áfrýj- unarnefndin meðal annars þá ákvörðun Neytendastofu að reikna skyldi kaupverð þessara rafbóka sem hluta af kostnaði við lán og þar sem það væri ekki gert væri brotið gegn ákvæði laga um hámark árlegr- ar hlutfallstölu kostnaðar. Einnig að brotið hafi verið gegn upplýsinga- skylduákvæðum um upplýsingar sem veita skal áður en lánssamning- ur er gerður og hvaða upplýsingar skulu koma fram í lánssamningi. Athygli vekur að þrátt fyrir gjald- þrotið er vefsíða Smálána enn virk og enn hægt að nýskrá notendur inn í kerfið á vefsvæðinu. Ekki liggur fyr- ir hvort enn sé hægt að sækja um lán í gegnum vefinn. Óvíst með endurheimtur En þegar ljóst varð að Smálán- um yrði gert að greiða þessa 750 þúsund króna stjórnvaldssekt, sem að auki hefði sett umdeildan rekstur félagsins í óbreyttri mynd í uppnám, var þegar hafin vinna við að keyra það í þrot. Björgvin Þórðarson, lögmaður og skipað- ur skiptastjóri þrotabúsins, segir að krafan um gjaldþrotaskipti hafi ekki verið frá eigendum komin. Það er því ljóst að kröfuhafar félagsins hafa sótt að því og farið fram á að það yrði keyrt í þrot. Það hafi hins vegar tekið sinn tíma. „Það má segja eins og er að það spilar inn í að þarna er forsvars- maður skráður erlendis þannig að það er búið að taka langan tíma að klára það,“ segir Björgvin. Hann segir vinnu sína við að gera upp búið á frumstigi en telur lík- legt að mikil vinna sé framundan við að greina það sem greina þurfi í tengslum við slitin. Enn er óljóst hverjir helstu kröfuhafar félagsins eru en upplýst verður við skiptalok hversu háar lýstar kröfur verða. En þegar stjórnvaldssekt hefur verið lögð á fyrirtæki er hún send fjársýslu ríkisins til innheimtu. Í tilfelli Smálána, sem nú hefur ver- ið lýst gjaldþrota, er líklegt að 750 þúsund króna sekt ríkisins endi sem ein af þeim kröfum sem lýst verður í þrotabúið. Hvort eitthvað fáist upp í hana þegar upp er stað- ið, er svo aftur annað mál. Hætti að skila ársreikningum Það var í desember 2013 sem Mario Megela kom inn í stjórn Smálána ehf., auk viðskiptafélaga síns Ján Lucan- ský. En úr stjórn fóru Leifur Alexand- er Haraldsson, stofnandi Smálána ehf. og Haraldur Leifsson. Megela tók einnig við framkvæmdastjórn og prókúru af Leifi og virðist því sem eigendaskipti hafi átt sér stað. En þar sem einu upplýsingarnar um eignarhald félagsins eru úr ársreikn- ingi fyrir árið 2013 er DCG ehf., félag sem skráð er í eigu Leifs Alexanders, enn sagt fara með 100% eignarhlut í Smálánum. Megela virðist hins vegar samkvæmt gögnum félagsins og til- kynningum síðan þá sannarlega hafa tekið við stjórn félagsins. Þar sem félagið skilaði ekki árs- reikningum fyrir árin 2014 og 2015 er óljóst hversu hallað hafi und- an fæti í rekstri þess frá árslokum 2013. Það ár nam hagnaður Smá- lána nefnilega rúmum 54 milljónum króna og greiddu eigendur þess sér 19 milljónir króna í arð. Hagnaður- inn hafði þá nærri þrefaldast frá ár- inu 2012 þegar hann nam tæpum 22 milljónum. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Mario Megela Maðurinn sem eignaðist Smá- lán og Kredia í desember 2013, er með starfsemi í bæði Tékklandi og heimalandi sínu Slóvakíu. Sprungið dekk og þýfi Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hafði afskipti af ungri konu aðfaranótt fimmtudags eftir að tilkynning barst um bifreið við Skarðshólabraut á Vestur- landsvegi. Tilkynnandi sagði að eitt dekk væri sprungið á bif- reiðinni sem auk þess væri bens- ínlaus. Taldi sá sem hafði sam- band við lögreglu að ökumaður væri undir einhverjum áhrifum. Þegar lögreglumenn komu á vettvang sat konan undir stýri og reyndist hún vera í mjög annar- legu ástandi. Að sögn lögreglu var talsvert að dóti í bifreiðinni og telur lögregla að eitthvað af því sé þýfi. Eftir að búið var að taka blóð úr konunni var hún vistuð í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Tvö þúsund manns í Hörpu Talið er að um tvö þúsund þátt- takendur frá yfir 40 löndum muni taka þátt í þingi Arctic Circle - Hringborðs Norðurslóða, sem verður sett í Hörpu í dag, föstu- dag. Alls verða rúmlega 90 mál- stofur á þingi Arctic Circle þar sem um 400 ræðumenn og fyrir- lesarar halda erindi. Í tilkynningu segir að heims- þekktir vísindamenn og forystu- menn alþjóðlegra umhverfis- samtaka verði á þinginu auk stjórnenda alþjóðlegra stórfyrir- tækja, ráðherra og fulltrúa al- þjóðastofnana. Helstu stefnuræð- ur þingsins flytja Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar. Á laugardag verða Arctic Circle- verðlaunin veitt í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. Valdimar ákærður Eyðilagði friðað hús í Bolungarvík H éraðssaksóknari hefur ákært Valdimar Lúðvík Gíslason fyrir skemmdarverk á frið- uðu húsi í Bolungarvík sum- arið 2014. DV greindi frá málinu á sínum tíma og í viðtali sagðist Valdi- mar hafa skemmt húsið á þeim forsendum að það væri ónýtt og auk þess slysagildra. Í frétt Vísis á fimmtudag kom fram að Valdimar sé ákærður fyrir stórfelld eignaspjöll, brot gegn hagsmunum almennings og brot á lögum um menningarminjar. Bol- ungarvíkurkaupstaður gerir þá kröfu að hann verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð 5,5 milljónir króna. Atvikið átti sér stað aðfaranótt mánudagsins 7. júlí 2014 og notaði Valdimar vinnuvél til að brjóta nið- ur þak og veggi hússins að hluta. Húsið var byggt árið 1909 og var friðað árið 2010. „Þetta er ónýtt hús, sem stend- ur einn metra út á götuna. Hús- ið stendur í leið að ráðhúsi bæjar- ins, þar sem alla þjónustu fyrir eldra fólk í Hvíta Húsinu í Bolungarvík er að finna. Það eru hér stór íbúðar- hús sem eldri borgarar búa í og þeir verða að fara alltaf út á götuna til að komast á þessa stofnun. Krækja fyr- ir þetta hús sem búið er að standa autt núna í nokkur ár. Og það hef- ur aldrei verið hægt að ganga í þetta mál,“ sagði Valdimar í viðtali við DV skömmu eftir atvikið 2014. Í viðtali við DV.is á fimmtudag sagðist Valdimar hvergi banginn þrátt fyrir ákæruna og sagði gott að málið færi sína leið í kerfinu. n Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is BT rafma gnstjakk ar - auðveld a verkin ! • 1300 kg. lyftigeta • 24V viðhaldsfrír rafgeymir • Innbyggt hleðslutæki (beint í 220V) • Aðeins 250 kg. að þyngd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.