Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Blaðsíða 24
Helgarblað 7.–10. október 20162 Skemmtanalífið - Kynningarblað
Amerísk upplifun í
hjarta borgarinnar
American Bar, Austurstræti 8
A
merican Bar, Austurstræti
8, er einn flottasti sportbar
landsins, þar sem hægt er
að fylgjast með spennandi
íþróttaviðburðum á flat-
skjáum og breiðtjaldi, borða frá-
bæran mat og njóta sín í lifandi
umhverfi. Reglulega troða upp
reyndir og flinkir trúbadorar sem
koma öllum í rétta stemningu með
spennandi lagavali og kraftmiklum
flutningi. Eftir miðnætti um helgar
mæta síðan plötusnúðar til leiks og
tryggja dúndrandi stemningu fram
eftir nóttu. Enski boltinn er fyrir-
ferðarmikill á skjáum á American
Bar en þar eru líka sýndir leikir í
amerísku NFL-deildinni og ýmsir
aðrir íþróttaviðburðir.
Umhverfi á American Bar er sér-
lega skemmtilegt en þar má sjá ýmsa
forvitnilega ameríska hluti, til dæm-
is bandaríska fánann frá árinu 1930,
sem hangir á vegg, 70 ára gamlan
uppstoppaðan svartbjörn og NFL-
hjálma frá öllum liðunum í deildinni,
en þeir prýða veggi staðarins.
Maturinn á American Bar er afar
girnilegar. Meðal annars er boðið
upp á hamborgara, barbecue-rif,
kjúklingavængi og Cesar-salat.
Úrval af drykkjum á barnum er
síðan framúrskarandi en „drekku-
tíminn“ – Happy Hour – er alla daga
frá kl. 16 til 19.
Á Facebook-síðu American Bar
er gott að fylgjast með því sem er í
gangi á staðnum. Þar eru reglulega
uppfærðar upplýsingar um dagskrá
framundan, íþróttaviðburði á skján-
um og tónlistaratriði á staðnum.
Auk þess er þar að finna reglulega
spennandi tilboð í mat og drykk. n
American Bar er opinn mánu-
daga til fimmtudaga frá 11 til 01 eftir
miðnætti, föstudaga og laugardaga
frá 11 til 04.30, og loks sunnudaga frá
11 til 01.