Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 6
Vikublað 11.–13. október 20166 Fréttir
36 á annarri
32 á hinni
IP Dreifing | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408
Farðu nýjar leiðir og prófaðu gómsætar
hrefnulundir á grillið eða á pönnuna
snöggsteiktar að hætti meistarakokka
Frosið hrefnukjöt
komið í verslanir
Taka höndum
saman um
nýjan völl
Mennta- og menningarmála-
ráðuneytið, Reykjavíkurborg og
Knattspyrnusamband Íslands
munu samtals veita 21 milljón
króna til að fullkanna rekstrar-
grundvöll fjölnota íþróttaleik-
vangs í Laugardalnum. Á
fimmtudag í liðinni viku var
Degi. B Eggertssyni borgarstjóra
veitt umboð til að skrifa viljayfir-
lýsingu fyrir borgina. KSÍ hefur
nú þegar unnið hagkvæmnis-
athugun um uppbyggingu fjöl-
nota leikvangs þar sem mark-
miðið er að bæta völlinn sem
þjóðarleikvang í knattspyrnu,
auka nýtingu hans, ásamt því
að styrkja nærumhverfi. Illugi
Gunnarsson, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, Dagur og
Geir Þorsteinsson, formaður
KSÍ, hafa því ákveðið að veita
styrk til undirbúnings á verkefn-
inu. KSÍ hefur skuldbundið sig
til að bera ábyrgð á framvindu
verkefnisins og leggja fram verk-
efnisáætlun til samþykktar fyrir
aðila samkomulagsins. Verkefn-
isáætlun skal gera ráð fyrir að
næsta verkþætti verði lokið eigi
síðar en 15. janúar 2017. Þegar
niðurstöður liggja fyrir munu
aðilar samkomulagsins taka af-
stöðu til framhalds verkefnisins
og raunhæfni.
A
ldurshópurinn undir
tuttugu og fjögurra ára
hefur notið minnstrar kaup-
máttaraukningar ef litið er
til áranna 2000 til 2015. Kaupmátt-
araukningin hjá þessum hópi nam
fjórum prósentum en til saman-
burðar nam aukningin hjá fólki
í aldurshópnum 60 til 66 ára 140
prósentum.
Þetta kemur fram í Hagsjá
Landsbankans en vísað er í tölur
Hagstofunnar um ráðstöfunartekj-
ur einstaklinga milli áranna 2000
og 2015. Ráðstöfunartekjur hækk-
uðu á tímabilinu um 208 prósent,
eða um 4,7 prósent að jafnaði á ári.
Sé kaupmáttur ráðstöfunartekna
miðað við vísitölu neysluverðs tek-
inn inn í dæmið nemur hækkunin
49 prósentum, eða 2,5 prósentum á
ári að jafnaði.
Í Hagsjá er þó bent á að þess-
ar tölur segi lítið þegar litið er á
nokkra aldurshópa. Sem fyrr segir
eru það ungmenni þjóðarinnar
sem njóta minnstrar kaupmáttar-
aukningar.
Í Hagsjá kemur fram að þegar
litið er á þróun aldurshópanna
yfir tíma komi í ljós að yngri helm-
ingurinn hefur upplifað mun óhag-
stæðari þróun en eldri hlutinn.
Þannig hafi sex af tíu aldurshóp-
um lækkað miðað við meðaltal á
þessum tíma og fjórir hækkað. Allir
undir fimmtugu hafi lækkað og allir
yfir fimmtugu hafi hækkað.
„Það eru engin ný sannindi
að tekjur fólks hækka yfirleitt á
lífsleiðinni og verða hæstar eft-
ir miðjan aldur. Þessar tölur sýna
hins vegar að á tímabilinu frá alda-
mótum hefur þróun ráðstöfunar-
tekna verið eldri hópunum veru-
lega í hag. Hvort það passar við
umræðuna eins og hún fer fram
í samfélaginu er svo annað mál,“
segir í umfjöllun Hagsjár. n
einar@dv.is
Minnst aukning
hjá þeim yngstu
Athyglisverðar tölur um kaupmáttaraukningu
Á
tök geisa meðal leigutaka
Norðurturnsins við Smára-
lind um sýnileika vörumerkja
fyrirtækjanna utan á hús-
inu sem og opinbert heiti
byggingarinnar. Eins og tilkynnt var
um þann 16. apríl er ráðgert að Ís-
landsbanki flytji höfuðstöðvar sínar
frá Kirkjusandi í turninn í lok árs.
Samkvæmt heimildum DV fór
bankinn fram á að opinbert heiti
byggingarinnar yrði „Íslandsbanka-
turninn“ og að eingöngu vöru-
merki bankans yrði sýnilegt utan á
byggingu. Við þá ráðstöfun eru aðr-
ir leigutakar byggingarinnar ósátt-
ir. „Það var búið að ákveða þetta án
þess að ráðfæra sig við okkur. Okk-
ur finnst þetta alls ekki viðeigandi
þar sem við erum ekki í eigu Íslands-
banka, erum ekki í vinnu hjá Ís-
landsbanka né erum að leigja af
bankanum,“ segir Magnús Norð-
dahl, forstjóri LS Retail. Fyrir-
tækið, sem leigir fimm efstu
hæðir byggingarinnar, var
fyrsta fyrirtækið til þess að
skrifa undir leigusamning um
rými í byggingunni. Samkvæmt
heimildum DV eru líkur á því að
málið fari fyrir dómstóla.
Íslandsbanki beggja vegna borðs
Norðurturninn er fimmtán hæða
glæsihýsi í eigu Nýs Norðurturns hf.
Íslandsbanki er einn af eigendum fé-
lagsins, með 22,85% hlut, og situr því
beggja vegna borðsins í deilunum.
Aðrir hluthafar eru Glitnir, Trygginga-
miðstöðin, Lífsverk lífeyrissjóður,
Bilskirnir ehf., Grænistekkur ehf. og
Hjúpur ehf. (dótturfélag Bygginga-
félags Gylfa og Gunnars). Byggingin
er samtengd Smáralind og því gerði
móðurfélag Smáralindar, Reginn,
samning um leigu á tveimur neðstu
hæðum hússins þaðan sem inn-
gengt er inn í verslunarmiðstöðina.
Í lok febrúar var tilkynnt með pomp
og prakt að hugbúnaðarfyrirtækin
LS Retail og Annata hefðu skrifað
undir leigusamninga um rými í
byggingunni. LS Retail festi sér 11–15.
hæð hússins og Annata leigði 10. hæð
turnsins. Um miðjan apríl
tilkynnti Íslandsbanki að
ákveðið hefði verið að
flytja höfuðstöðvar
bankans í Norður-
turn og myndi bank-
inn verða starfræktur
á 3–9. hæð húsnæð-
isins.
„Alltaf mjög opin
fyrir málamiðlun“
„Við höfum ávallt sagt
réttast að annaðhvort
verði engin lógó
á byggingunni
eða lógó allra
þriggja leigu-
takanna, Ís-
landsbanka,
LS Retail og
Annata. Við
höfum lagt
fram sátta-
tillögu sem
er á þá leið að Íslandsbanki verði með
sitt lógó efst á byggingunni, á grund-
velli þess að bankinn er stærsti leigu-
takinn, en síðan fyrir neðan yrðu lógó
annarra leigutaka. Við hjá LS Reta-
il höfum alltaf verið mjög opin fyrir
málamiðlun í þessu máli og erum
ekki í neinum vígahug. Aftur á móti
getum við ekki sætt okkur við þá kröfu
Íslandsbanka að einungis hans lógó
blasi við á turninum,“ segir Magnús.
Afstaða LS Retail mótast af því að
fyrirtækið er að þróa og markaðs-
setja hugbúnað úti um allan heim og
því er mikilvægt að lógó fyrirtækisins
og ímynd sé sterk og áberandi. „Við
erum með 4.000 viðskiptavini í 120
löndum. Samstarfsaðilar okkar koma
ávallt með núverandi og tilvonandi
viðskiptavini í heimsókn til Íslands til
þess að kynnast fyrirtækinu og öðlast
traust á okkur sem alþjóðlegum fram-
leiðanda á hugbúnaði,“ segir Magnús.
Engar fyrirætlanir
uppi um nafnbreytingu
DV hafði samband við Íslandsbanka
vegna málsins en var vísað á Ríkharð
Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóra
Nýja Norðurturns ehf. „Við erum sem
stendur að vinna að lausnum varð-
andi sýnileika vörumerkja leigutaka
í Norðurturninum sem eru í takt við
þarfir og starfsemi hvers og eins og
vænti ég þess að niðurstaða þeirrar
vinnu liggi fyrir fljótlega,“ sagði
Ríkharð Ottó. Að hans sögn heitir
byggingin Norðurturn og engar fyrir-
ætlanir eru uppi um að breyta því,
þrátt fyrir heimildir DV um annað. n
Leigutakar deiLa um
Lógó á NorðurturNi
n Íslandsbanki vill að aðeins lógó bankans sjáist n Aðrir taka það ekki í mál
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Magnús Norð-
dahl Forstjóri
LS Retail segir
að ekki komi
til greina að
aðeins lógó
Íslands-
banka
verði
sýnilegt á
Norður-
turni.
Norðurturninn
Um er að ræða fimmtán
hæða hús við Smáralind.
Átökin snúast um
sýnileika vörumerkja á
húsinu.