Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 14
Vikublað 11.–13. október 201614 Fréttir Erlent Hitler skrifaði sjálfur áhrifamikla ævisögu n Nasistaleiðtoginn Adolf Hitler var höfundur eigin ævisögu sem kom út 1923 A dolf Hitler skrifaði ævisögu sína sem kom út árið 1923 og átti stóran þátt í að lyfta honum upp metorðastiga þýskra stjórnmála. Hitler laug því að þýskur aðalsmaður og stríðshetja hefði skrifað bókina en í henni er dregin upp mynd af Hitler sem bjargvætti Þýskalands og hon- um líkt við sjálfan Jesú Krist. Þetta fullyrðir skoski sagnfræði- prófessorinn Thomas Weber sem kennir við Háskólann í Aberdeen. Hefur hann fundið sönnunargögn fyrir því að bókin, Adolf Hitler: Líf hans og ræður, hafi ekki verið skrifuð af þýsku stríðshetjunni, aðalsmann- inum og rithöfundinum Victor von Koerber. Fór til Suður-Afríku Ævisagan kom út tveimur árum á undan einu frægasta ritverki síðari tíma, Mein Kampf, sjálfsævisögu Hitlers. Að sögn Webers, sem hefur rætt uppgötvun sína við erlenda fjöl- miðla á borð við CNN og BBC, tryggði fyrri bókin Hitler mikilvæg völd og var fyrsta vísbending um að hann ætlaði sér að koma af stað byltingu í Þýskalandi. Weber komst að sann- leika málsins þegar hann skrifaði bók um það hvernig alræðisherrann fyrr- verandi varð nasisti. „Ég rakst á tilvísun í einkaskjöl Koerbers í Háskólanum í Jóhannesar- borg. Þegar ég hafði flogið til Suður- Afríku kom það í ljós að skjölin höfðu ekki áður verið rannsökuð í þessu samhengi. Þegar ég svo fór í gegnum þau kom í ljós að von Koerber var sagður höfundur án þess að hann hefði skrifað bókina,“ sagði Thomas Weber í yfirlýsingu sem hann sendi breskum fjölmiðlum á föstudag. Biblía nútímans Að sögn Webers mátti í einkaskjölum þýska aðalsmannsins finna bréf skrif- uð af honum sem taka af allan vafa um að Hitler hafi haldið á pennanum. Uppgötvunin sýni hversu langt hann var tilbúinn að ganga til að draga upp mynd af sjálfum sér sem eina mann- inum sem gæti leitt Þýskaland út úr ógöngum þess tíma. Þegar ævisagan kom út var Hitler 34 ára gamall og fullyrti hann þá að hún yrði „Biblía nútímans“. „Þegar allt er tekið saman þá sýna þessi gögn að þetta var í raun sjálfsævisaga sem átti að styrkja ímynd Hitlers sem bjargvættar Þýska- lands og að jafnvel á þessu stigi var hann orðinn að slyngum og undir- förulum stjórnmálamanni,“ segir Weber. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Bókin Ævisagan Adolf Hitler: Líf hans og ræður kom út árið 1923. Skoskur sagn- fræðingur fullyrðir að nasistaleiðtoginn sálugi hafi skrifað hana. Sagnfræðingurinn Thomas Weber ferðaðist til Suður-Afríku til að skoða gömul einkaskjöl þýsks aðalsmanns sem sagður var höfundur ævisögu Hitlers. Hélt á penna Adolf Hitler skrifaði bókina sem kom út árið sem hann varð 34 ára gamall. „… átti að styrkja ímynd Hitlers sem bjargvættar Þýskalands. Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á steinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.