Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 8
Vikublað 11.–13. október 20168 Fréttir
Við tökum upp söngvara,
hljóðfæraleikara, hljómsveitir,
hljóðbækur, og margt fleira
Stúdíó
NORN
Síðumúla 17, 108 Reykjavík • Sími 561 7200 • studionorn.is • facebook.com/studionorn
avis.is
591 4000
Frá
1.650 kr.
á dag
Vissir þú að meðal heimilisbíll er
notaður í eina klukkustund á dag
Langtímaleiga er
þægilegur, sveigjanlegur
og skynsamlegur kostur
Á
R
N
A
S
Y
N
IR NOTAÐU ÞITT FÉ
SKYNSAMLEGA
200 milljónir í arð úr Subway-veldi
n Hagnaður rekstrarfélags Subway dregst saman n Fasteignafélag Skúla hífir enn upp hagnaðinn
H
agnaður Stjörnunnar ehf.,
rekstrarfélags Subway-
skyndibitastaðanna á Ís-
landi, nam 142,6 milljónum
króna í fyrra og dróst saman
um tæplega 31,6 milljónir króna
milli ára. Félagið, sem á og rekur 23
Subway-staði hér á landi, er í eigu
Skúla Gunnars Sigfússonar í gegnum
Leiti eignarhaldsfélags ehf.
Subway stendur í stað
Líkt og DV greindi frá í fyrra helg-
ast hagnaður ársins 2015, líkt og
ársins 2014, fyrst og fremst af áhrif-
um frá fasteignafélagi Skúla, Sjö-
stjarnan ehf., sem er dótturfélag
Stjörnunnar. Af 174 milljóna króna
hagnaði ársins 2014 nam hlutdeild
Stjörnunnar í afkomu Sjöstjörnunn-
ar 168 milljónum króna. Af 142 millj-
óna króna hagnaði ársins 2015 nam
hlutdeild Stjörnunnar í afkomu fast-
eignafélagsins tæpum 125 milljón-
um króna. Af þessu má því ráða að
hreinn hagnaður af Subway-stöð-
unum sé óverulegur, en jókst þó um
rúmar 11 milljónir milli ára.
Rekstrartekjur Stjörnunnar
námu rúmlega 1.884 milljónum
króna árið 2015 samanborið við
1.896 milljónir 2014. Subway-veldi
Skúla stendur því nokkuð í stað
og litlar sveiflur virðast á afkomu
Stjörnunnar milli ára.
Tók sér 200 milljónir í arð
Samkvæmt ársreikningi Stjörnunnar
fyrir árið 2015 kemur fram að arð-
greiðslur eigandans námu 200 millj-
ónum króna vegna rekstrarársins
2015. Tiltekið er í skýrslu stjórnar
að lögð verði fram tillaga um arð-
greiðslu vegna ársins 2016 á næsta
aðalfundi og er upphæðin því ekki
tilgreind í nýjasta ársreikningi.
Staða félagsins er með ágætum.
Eignir eru metnar á 1,5 milljarða á
móti 807 milljónum í skuldir en eigið
fé nemur 748 milljónum.
Fimm bátar á hvert mannsbarn
Samkvæmt ársreikningi má út frá
sölutekjum ráða að Íslendingar hafi
keypt sér Subway-báta og aðrar
veitingar fyrir 1.782 milljónir króna
í fyrra. Til að setja það í samhengi er
það á við að Íslendingar hafi keypt
sér um 1,78 milljónir stóra Báta
dagsins hjá Subway á 999 krónur.
Það gerir um fimm stóra Subway-
báta á hvert mannsbarn á Íslandi í
fyrra. n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Subway siglir lygnan sjó
Hagnaður rekstrarfélags Subway-
veitingastaðanna á Íslandi dróst
talsvert saman milli ára. Hagnaður
Stjörnunnar ehf. er þó að mestu leyti
vegna afkomu fasteignafélagsins
Sjöstjarnan ehf.
Edda Heiðrún jarðsungin
E
dda Heiðrún Backman, leik-
kona, söngkona, leikstjóri og
myndlistarmaður, var jarð-
sungin í Hallgrímskirkju í gær.
Edda var mikil baráttukona sem
snerti marga Íslendinga. Einn þeirra
sem minnast þessarar merku lista-
konu er Ómar Ragnarsson. Hann
skrifar í minningagrein í Morgun-
blaðinu að það hafi verið ein hans
mesta gjæfa að njóta eldmóðs Eddu
og leiftrandi persónutöfra, djúprar
speki, glettni og kímnigáfu.
„Djúp þökk, Edda mín, er drúpi
ég höfði og hneigi mig fyrir þér,
þegar tjaldið er dregið fyrir í lok
þeirrar einstæðu sýningar, sem fólst
í jarðvist þinni.“ n
ritstjorn@dv.is
Mynd SigTryggur Ari
Edda Heiðrún
fædd: 27. nóvember, 1957 – Látin: 1. október, 2016