Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 10
Vikublað 11.–13. október 201610 Fréttir Þ etta var tilraun sem náði ekki alla leið en olli því að fólk lítur jákvætt á rafbíla í dag,“ segir athafnamaðurinn Gísli Gíslason, eigandi raf- bílasölunnar Even hf., sem úrskurðuð var gjaldþrota þann 21. september síðastliðinn. Gísli og Even voru frum- kvöðlar á sviði innflutnings og sölu á rafbílum hér á landi og höfðu frá upphafi það háleita markmið að raf- bílavæða Ísland. Gjaldþrot Even má að sögn Gísla rekja til 50 bíla sem pantaðir höfðu verið, en aldrei skiluðu sér til Evrópu og Íslands til afhendingar á réttum tíma. Fyrirtækið hafi ekki haft bol- magn til að lifa af slíkar tafir. Hann segir margt hafa breyst síðan Even hóf rafbílabyltinguna fyrir alvöru á Íslandi, sem nú er komin á fulla ferð, og kveðst líta svo á að hann eigi smá þátt í þeim árangri sem náðst hefur á undanförnum árum. Tafir reyndust banabitinn Það var í lok árs í fyrra sem Even hætti starfsemi að sögn Gísla vegna erfið leikanna, en fyrirtækið hafði þá meðal annars verið með sýningarsal í Smáralind í Kópavogi og Gísli um árabil barist fyrir því að vekja athygli á kostum rafbíla hér á landi. „Þá höfðum við átt von á bílum sem komu ekki, það var m.a. mikil töf á Model X hjá Teslu þannig að við lifðum það ekki af. Við erum auðvit- að bara að gera þetta sjálfir fyrir eig- in pening þannig að við höfðum ekki þol í bið. Við áttum 50 bíla í pöntun sem komu ekki. Þetta voru bílar sem áttu að koma fyrir ári þannig að vænt- anlegir kaupendur bara afpöntuðu, skiljanlega, því fólk getur ekki beðið endalaust eftir bílunum sínum. Menn keyptu sér bara aðra bíla. Það fór mik- ið púður í að selja þessa bíla, það er dýrt að selja bíl en þegar þú færð þá ekki og getur ekki afhent þá, þá er það vesen. En þetta er eins og gengur og það þýðir ekkert að væla.“ Selt fyrir hálfan milljarð Even hafði meðal annars flutt inn og selt Tesla Model S-lúxusrafbílana sem gátu kostað á bilinu 12–18 milljónir króna stykkið. Gísli segir að Even hafi náð að selja 50 Tesla-rafbíla á fyrstu árunum sem þeir voru til sölu hér á landi þar til fyrirtækið hætti starfsemi. Áætla má því að hér á landi hafi Ís- lendingar keypt Tesla-rafbíla fyrir að minnsta kosti hálfan milljarð og ljóst að markaður og eftirspurn var fyrir öðru eins til viðbótar. Gjörbreytt viðhorf Þrátt fyrir að Even- rafbílaævintýrið hafi endað með þessum hætti þá er ljóst að sem frumkvöðlar á mark- aði hafi Gísli og félagar átt sinn þátt í þeirri vitundarvakningu sem orðið hefur meðal Íslendinga um ágæti raf- bíla. „Þetta eru fyrstu mánuðirnir sem ég sé að allir eru orðnir mjög jákvæð- ir í garð rafbíla. Þegar við byrjuðum þá var litið á okkur sem skrýtna að vera að standa í þessu. Ég er allavega mjög ánægður með að þetta hafi skil- að því að Ísland verður rafbílavætt. Nú tók ég eftir því að Orkusalan er að gefa öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla, sem er frá- bært. Fyrir tveimur árum vildu menn ekki einu sinni setja upp staura. Það hefur margt breyst og ég er ánægður með það. Þegar við byrjuðum fluttum við inn rafbíl númer 10 til Íslands, og ætli þeir séu ekki orðnir um þúsund í dag. Það þarf ekki lengur að segja að rafbílar séu umhverfisvænni. Rafbílar eru einfaldlega betri en bensínbílar,“ segir Gísli og bendir á að Þjóðverj- ar hafi á dögunum stigið mikilvægt skref með pólitískri ákvörðun um að samþykkja að banna bensín- og dísilbílaframleiðslu frá og með árinu 2030. Ákvörðun sem gæti haft víðtæk áhrif um allt Evrópusambandið, sem og víðar. „Þannig að ef einhver er að hugsa um framtíðina þá er hann ekki að fara að setja peninga í að þróa bens- ínbílinn betur. Allt svona tekur tíma og er erfitt og ég hefði svo sannar- lega viljað að öll plönin hefðu geng- ið upp, en það eru aðrir sem taka við keflinu. Það er orðið ljóst að nær öll bílaumboðin leggja áherslu á þetta í dag, sem var ekki þegar við byrjuðum, þannig að það er mjög jákvætt,“ segir Gísli og bendir á að Even hafi komið því af stað að umboðin fóru að flytja inn rafbíla líka, enda hafi Even flutt inn fjölmargar tegundir rafbíla aðrar en Tesla. Mun áfram berjast fyrir rafbílnum Rafbílum hefur fjölgað talsvert í um- ferð hér á landi á umliðnum árum. Aðspurður hvort hann eigni sér ein- hvern þann árangur sem náðst hef- ur segir Gísli að hann geti ekki neitað því. „Ég held ég eigi smá þátt í þessu. Þó að við höfum ekki náð að lifa af til að sjá þetta fara á fulla ferð þá áttum við allavega þátt í því.“ En hefur hann, sem einn helsti talsmaður rafbíla á Íslandi, þá lokið leik á þessum vettvangi í ljósi gjald- þrots Even? „Nei, ég ætla áfram að fylgjast með að þetta haldi áfram hér á Íslandi og reyna að stuðla að því með öllum hætti.“ Rafbílaæði með Model 3 Nýverið kynnti Tesla fyrir umheim- inum áform sín um Model 3, raf- bílinn sem beðið er með mikilli eft- irvæntingu og hundruð þúsunda pantana voru gerðar fyrir þennan Sími: 562 5900 www.fotomax.is Yfirfærum yfir 30 gerðir myndbanda, slides og fleira Björgum minningum Persónulegar gjafir við öll tækifæri Allt til að merkja vinnustaðinn „Þó að við höf- um ekki náð að lifa af til að sjá þetta fara á fulla ferð þá áttum við alla- vega þátt í því Draumur um rafbílavæðingu Gísli Gíslason átti sér þann draum að rafbílavæða Ísland með rafbílasölunni Even hf. Fyrir tækið hefur nú verið úrskurðað gjaldþrota en rafbíll- inn en kominn til að vera. MynD SiGTRyGGuR ARi Tesla-bílar sem aldrei komu bundu enda á rafbílaævintýrið n Dreymdi um að rafbílavæða Ísland n Even hf. í þrotn Breyttu hugarfari Íslendinga til rafbíla Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.