Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 28
Vikublað 11.–13. október 201620 Menning B réf Jóns Thoroddsen er bók sem Sögufélagið gefur út í ritstjórn Más Jónssonar. Jón Thoroddsen (1818– 1868) er þekktastur fyrir skáldsögur sínar Pilt og stúlku frá 1850 og Mann og konu, sem kom út að honum látnum árið 1876. Mörg ljóða hans njóta einnig vin- sælda. Hann var lengi sýslumaður í Barðastrandarsýslu og Borgarfirði. Í bókinni eru einkabréf til Jóns og frá honum ásamt úrvali embættis- bréfa hans. Ritstjóri verksins, Már Jónsson sagnfræðingur, segist lengi haft áhuga á Jóni Thoroddsen, sem var langalangafi hans. „Afkomendur Elínar, dóttur Jóns, höfðu sam- band við mig rétt fyrir jólin 2013 eft- ir að hafa fundið nokkur bréfa hans í skókassa og báðu mig að líta á þau. Þarna leyndust meðal annars bréf sem Jón skrifaði Elínu dóttur sinni. Hann hafði ungur maður eignast Elínu með Ólöfu Hallgríms- dóttur Thorlacius, sem hann ætlaði að kvænast. Hún giftist seinna öðr- um manni. Þarna var líka eitt bréf sem Jón hafði skrifað Ólöfu. Þetta eru hjartnæm og áhugaverð bréf og mér fannst að þau yrðu að komast á prent. Ég fór líka að skoða hvað væri til af bréfum Jóns, fór á handrita- og skjalasöfn og leitaði og fann að ég held allt sem til er frá honum, þótt auðvitað sé ekki útilokað að eitthvað eigi eftir að finnast. Jón hafði ekki haldið til haga bréfasafni sínu, eins og algengt var að menn gerðu á hans tíma, það eru bara til slitrur af hans gögnum. Til að bæta þetta upp fór ég í embættisbæk- ur hans sem eru á Þjóðskjalasafni og fann bréf sem hann skrifaði sem sýslumaður í sextán ár. Flest fjalla um tekjur og skatta en það tíndist til slatti bréfa sem sýna karakter hans, eins og reiðilestur um hundahald og skammir hans til hreppstjóra sem ekki sýndu honum nægilega auð- mýkt. Ég fann líka pappíra frá móð- ur hans og á héraðsskjalasafninu í Borgarnesi voru áhugaverð bréf frá Elínu dóttur hans sem ég birti í bók- inni. Á endanum urðu þetta tæp 150 bréf og úr varð 300 síðna bók.“ Hvað er merkilegast í þessum bréf- um? „Þetta eru alls konar bréf. Bréfin til Elínar eru sérlega áhugaverð og mjög hjartnæm. Hún fæddist 9. ágúst 1841 og Jón er kominn til Kaupmannahafnar í október sama ár og fer að lesa lög við háskólann þar, þannig að alls óvíst er að hann hafi séð dóttur sína. Hann hefur síðan samband við Elínu þegar hún er 19 ára og skrifar mjög fallega til hennar. Honum er annt um velferð hennar, afsakar vanrækslu sína og reynir að bæta hana upp. Það fór reyndar svo að Elín bjó hjá honum á Leirá síð- ustu árin sem hann lifði. Jón kvæntist Kristínu Ólínu Þor- valdsdóttur Sívertsen frá Hrappsey árið 1854 og þau hjón eignuðust átta börn á tíu árum og fjögur þeirra dóu. Hann skrifar stundum um börnin og hefur áhyggjur af konu sinni sem glímdi við erfið veikindi.“ Hvernig maður var Jón Thoroddsen? „Honum er lýst sem skemmti- legum, fyndnum og hrifnæmum manni. Hann var hins vegar frekur og gat verið harður í horn að taka, leit stórt á sig og samtímamenn töl- uðu um embættishroka. Hann var fyrirferðarmikill í embætti en ekki atkvæðamikill í landsmálum, reyndi þó að komast á þing en tókst ekki. Það er talað um það að hann hafi verið drykkfelldur og líklega verður að viðurkennast að svo var. Á Þjóð- skjalasafni eru til dæmis reikningar sem sýna að hann var daglegur gestur á öldurhúsi einu þegar hann kom til Reykjavíkur og fékk sér þar toddí, snafs og púrtvín. Fjárhagurinn var erfiður og hann dó gjaldþrota, 49 ára gamall, slitinn og þreyttur.“ Skrifaði hann mikið um skáld- skap sinn í bréfum til fólks? „Nei, sáralítið. Hann hélt dagbæk- ur í ein tíu ár og skrifar bara einu sinni um ritstörf. Það var 1. mars 1854 og var hann þá í Kaupmannahöfn til að ljúka laganámi: „Byrja ég að skrifa Roman“. Strax daginn eftir skrifar hann: „Hætti við aftur“. Þegar önn- ur útgáfa á Pilti og stúlku kom út árið 1867 skrifar hann nokkuð um það í bréfum. Haustið 1867 nefnir hann líka í bréfum að hann sé að vinna í Manni og konu, sem hann ýmist kall- aði Hlíðarfólkið eða Karl og kerlingu, en sú saga var tilbúin að tveimur þriðju hlutum þegar hann dó.“ Af hverju skrifar hann svona lítið um skáldskapinn? „Hann var aðallega í bréfaskrift- um við karla sem höfðu engan áhuga á skáldskap. Hann sinnti ritstörfum í hjáverkum, en var þá alltaf að, eins og varðveitt handrit að ljóðum hans bera vitni. Í einu bréfinu til Elínar kemur fram að hann sé á kafi í emb- ættisönnum og búskap á daginn, auk þess sem hann þurfti að sinna gest- um, „en á nóttinni verð ég að hugsa,“ segir hann. n „Á nóttinni verð ég að hugsa“ n Bréf Jóns Thoroddsen eru komin út á bók n Már Jónsson er ritstjóri verksins Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Þetta eru hjart- næm og áhugaverð bréf og mér fannst að þau yrðu að komast á prent. Jón Thoroddsen Honum er lýst sem skemmti- legum, fyndnum og hrifnæmum manni. Már Jónsson „Á endanum urðu þetta tæp 150 bréf og úr varð 300 síðna bók.“ Mynd SigTryggur Ari ( 893 5888 Persónuleg og skjót þjónusta þú finnur okkur á facebook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.