Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 22
Vikublað 11.–13. október 20166 Allt fyrir bílinn - Kynningarblað Bílvogur, Auðbrekku 17, Kópavogi B ílaverkstæðið Bílvogur er rótgróið og traust verkstæði sem hóf starfsemi vorið 1987. Fyrirtækið hefur því verið starfandi í hartnær 30 ár og hefur frá upphafi verið í Auð- brekku 17, í Kópavoginum. Bílvogur er löggilt endur- skoðunarverkstæði og er jafnframt gæðavottað af Bílgreinasambandi Íslands (BGS). Gæðakerfið tek- ur á öllum þáttum rekstrarins með eftir fylgni. Allt frá ritun verkbeiðni, vinnu á verkstæði og til útskriftar reiknings. Eigendur verkstæðisins eru félagarnir Björn og Ómar sem hafa starfað í faginu um áratuga- skeið. „Hjá okkur starfa fagmenn með áralanga reynslu og þekkingu. Reglulega sækja starfsmenn okkar viðurkennd námskeið til að læra um nýjungar og tækni í greininni. Við erum um sjö sem vinnum hér saman á verkstæðinu allt árið um kring,“ segja þeir Björn og Ómar. Reglubundin þjónustuskoðun og smurþjónusta er lykilatriði „Heimilisbíllinn hefur fyrir margt löngu tekið við hlutverkinu sem þarfasti þjónninn og gegnir mikil- vægu hlutverki í okkar daglega lífi. Til þess að fyrirbyggja bilun á bíln- um er best að fylgja reglubundinni þjónustuskoðun og smurþjónustu sem tilgreind er í þjónustubók bíls- ins. Sem dæmi um fyrirbyggjandi aðgerð má nefna skoðun á ástandi tímareimar, en mikill kostnaður get- ur hlotist af ef tímareim slitnar í bíl,“ segja Björn og Ómar. Þeir félagar segja tækniframfarir hafa breytt miklu í bílaviðgerðum. Samhliða aukinni tækni er bilana- leit mun nákvæmari en áður og er því nauðsynlegt að vera með réttu græjurnar. „Allt frá upphafi höfum við sérhæft okkur í viðgerðum á Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsu- bishi. Þessir bílar eru okkar sérfag,“ segja Björn og Ómar að lokum. Hjá Bílvogi er hægt að fá allar al- mennar bílaviðgerðir á fólksbílum eins og þjónustuskoðanir, bremsu- viðgerðir, pústviðgerðir, smurþjón- ustu, tímareimaskipti, aflestur í tölvu vegna bilanaleitar og endur- skoðun. Strákarnir í Bílvogi eru alltaf til- búnir að þjónusta alla sína við- skiptavini og hjálpa þeim að halda bílnum í sínu besta ásigkomulagi. n Hægt er að hafa sambandi í síma 564-1180 eða bara að koma á stað- inn í Auðbrekku 17, Kópavogi. Reglubundin þjónustuskoðun kemur í veg fyrir bilanir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.