Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 12
Vikublað 11.–13. október 201612 Fréttir V ið erum þannig fólk að við höfum unnið mikið og alltaf átt fyrir því sem okkur hefur langað til. Við höfum ekki lifað hátt né skuldsett okkur umfram efni. Þegar hins vegar kom að fæðingarorlofinu þá reyndi á allar lánalínur sem til eru. Við reyndum að frysta lán en það gekk ekki, á endan­ um neitaði bankinn okkur um frekari yfirdrátt og við stóðum frammi fyrir því að þurfa að velja og forgangsraða á þann hátt sem enginn á að þurfa að gera í þessari stöðu,“ segja þau Oddný Arnarsdóttir og Rögnvaldur Bjarna­ son sem eignuðust sitt fyrsta barn fyrir þremur árum en rétt eins og svo margir aðrir, segja þau farir sínar ekki sléttar af íslenska fæðingarorlofskerf­ inu. Ef ekki hefði verið fyrir arf sem þeim hlotnaðist telja þau fullvíst að þau væru enn föst í viðjum skulda. Fimmtungur feðra nýtir ekki réttinn Fjölmargir foreldrar hafa gripið tæki­ færið undanfarnar vikur og deilt neikvæðri reynslu sinni af íslenska fæðingarorlofskerfinu í tengslum við átakið Betra Fæðingarorlof á vegum ASÍ og BSRB. Með átakinu eru stjórnvöld krafin um breytingar á fæðingarorlofskerf­ inu en kröfurnar eru þær að greiðslur verði óskertar upp að 300.000 krón­ um, hámarksgreiðslur verði 600.000 krónur og fæðingarorlof verði 12 mánuðir. Meðal þess sem kemur fram í tilkynningu samtakanna er að þátttaka feðra í fæðingarorlofi hafi minnkað um 40 prósent frá því fyrir hrun og þá sé fæðingartíðni í sögu­ legu lágmarki núna. Það sé því for­ gangsmál að endurbætur eigi sér stað og horft sé til framtíðar. Fram kemur í færslu á síðu átaks­ ins að hámarks greiðslur í fæð ing­ ar or lofi séu nú 370 þús und krón ur. Núverandi réttur til fæðingarorlofs er samtals níu mánuðir fyrir foreldra sem skiptist þannig að hvort foreldri um sig á sjálfstæðan rétt til þriggja mánaða og sameiginlega eiga þau þrjá mánuði. Greiðslur í fæðingar­ orlofi eru svo 80 prósent af meðal­ launum foreldra ár aftur í tímann miðað við dagsetningu sem er sex mánuðum fyrir settan fæðingardag. Þá kemur fram að um einn fimmti feðra nýtir ekkert af rétti sínum til fæðingarorlofs. Ítrekað hefur kom­ ið fram að feður vilja taka fæðingar­ orlof en hafa ekki efni á því. Þá séu það mun frekar mæður en feður sem dreifa fæðingarorlofinu yfir á lengri tíma, minnka starfshlutfall sitt eða krefjast aukins sveigjanleika vegna ungbarnsins með tilheyrandi tekju­ tapi og lækka þar með enn meira tekjur sínar. Það hefur áhrif á jafnrétti á vinnumarkaði. Nýleg hækkun ágætis byrjun Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi þann 7. október síðastliðinn, að til­ lögu Eyglóar Harð ar dóttur, félags­ og hús næð is mála ráð herra, að fæð­ ing ar or lofs greiðslur yrðu hækk aðar í 500 þús und krónur frá og með 15. októ ber næst kom andi, og þá muni fæðingarstyrkur og lágmarksgreiðsl­ ur í fæðingarorlofi hækka sömuleiðis. „Kröfur okkar eru óbreyttar þrátt fyrir að ráðherra hafi boðað hækkun upp í 500 þúsund á hámarksgreiðsl­ um í fæðingarorlofi,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, í samtali við blaðamann en bætir við að hækkunin sé ágætis byrjun sem beri að fagna. „Þetta kemur ekki nema að hluta til móts við kröfur BSRB og ASÍ.“ Í tengslum við átakið Betra fæðingarorlof hefur verið komið á laggirnar Facebook­síðu þar sem einstaklingar eiga þess kost á að deila frásögn­ um af reynslu sinni af fæðingarorlofskerfinu. Verður hér gripið niður í nokkrar þeirra. Engin úrræði Linda Heiðarsdóttir lýsir því þannig að þegar níu mánaða fæðingarorlofi hennar lauk hafi engin úrræði verið til staðar varðandi dagvistun fyrir dóttur hennar. Ekki sé hlaupið að því að fá pláss hjá dagmömmu. „Ég talaði við dag­ mömmuna um leið og ég varð ólétt. Ég fer að vinna aftur í desember þegar stelpan mín verð­ ur sex mánaða og satt best að segja veit ég ekk­ ert hvernig þetta verður þá. Við eig­ um ennþá eftir að redda pössun fyrir hádegi. Við eigum vinafólk sem er í sama pakka og við höfum rætt það að hjálpast að. Maðurinn minn væri þá með börnin eftir hádegi og vinur okkar fyrir hádegi. Svo hafa ömmur og langömmur hennar boðist til að hlaupa undir bagga til að redda mál­ um þangað til að hún kemst að hjá dagmömmunni. Börn komast alltaf bara til dagmömmu að hausti því þá fara elstu börnin þar yfir á leik­ skóla og þá verður til pláss fyrir fyrir fleiri börn. Þá verður stelpan orðin 16 mánaða,“ segir Linda. Geta nýtt orlof þar til barnið verður 12 ára Bergþóra Rúnarsdóttir og Gunnar Sveinsson fluttust búferlum til Sví­ þjóðar fyrir nokkrum misserum. Lýsa þau því þannig að þar sé möguleiki á mun betri lífsgæðum fyrir foreldra í fæðingarorlofi. „Dóttir okkar fæddist í mars 2015 þegar sonur okkar var fjögurra ára. Áður en hún fæddist vorum við hjónin búin að ákveða að flytja til Svíþjóðar. Ein af meginástæð­ unum fyrir flutningnum er sú stað­ reynd að betur er hlúð að barnafjöl­ skyldum í Svíþjóð en á Íslandi. Þegar við fluttum var dóttir okkar þriggja mánaða og við kláruðum íslenska réttinn til fæðingarorlofs hér úti. Við það að flytja lengdist réttur okk­ ar til fæðingarorlofs um nær helm­ ing. Þegar við kláruðum íslenska fæðingarorlofið, 260 daga áttum við enn eftir 210 daga í sænska kerfinu. Þessa daga má nýta að vild þar til barn verður 12 ára. Ástæðan fyrir því hve lengi er hægt að nýta fæðingarorlofið er m.a. til að gera foreldrum auðveldara fyrir að vera með börnum sínum og taka frí frá vinnu vegna starfsdaga og vetrarfrís í skólum. Þessu aldurstak­ marki var breytt fyrir börn fædd fyrir 2014, þannig að við verðum að full­ nýta réttinn okkar fyrir strákinn áður en hann verður átta ára. Við höfum þess vegna tvö ár til að nýta þessa 210 daga sem eftir eru með honum.“ „Við eigum vinafólk sem er í sama pakka. Fluttu til Svíþjóðar Bergþóra Rúnarsdóttir og Gunnar Sveinsson segja að mun betur sé hlúð að barnafjölskyldum í Svíþjóð. Linda Heiðarsdóttir Með fjölskyldunni. Þurfa að velja á milli barns og skuldasöfnunar n Fjölmargir skrifa reynslusögur í tengslum við átakið Betra fæðingarorlof n Nýbakaður faðir missti vinnuna þegar hann valdi að vera heima Treysta á aðra Oddný Arnarsdóttir og Rögnvaldur Bjarnason eignuðust sitt fyrsta barn fyrir þremur árum. Þau segja furðulegt vera fullorðin manneskja og þurfa að treysta á hjálp annarra til að reka heimili sitt. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Fjarlægir tannstein. Vinnur gegn sýkingu í tannholdi. Berst gegn andfýlu. Náttúrulegt gæludýrafóður og umhirða Pantanir og fyrirspurnir: 8626969 | 8996555 platinum@platinum.is | platinum.is Ekki láta þetta ganga svona langt. OralClean+Care 100 % náttúrulegt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.