Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 4
Vikublað 11.–13. október 20164 Fréttir LUDVIKSSON EHF - LEDLJÓS www.ledljos.com * www.ledljós.is * ludviksson@ludviksson.com S; 565 8911 - 867 8911 V I Ð E R U M Ó D Ý R A R I E N Þ I G G R U N A R INNFELLD LEDLJÓS UTANÁLIGGJANDI LEDLJÓS FLURLAMPAR - GÖTULÝSING - KASTARAR - TURNAR - SKIPAKASTARAR LED ljós - spara 80-92% orku LED ljós spara 80-92% orku LUDVIKSSON EHF - LEDLJÓS www.ledljos.com * www.ledljós.is * ludviksson@ludviksson.com S; 565 8911 - 867 8911 V I Ð E R U M Ó D Ý R A R I E N Þ I G G R U N A R INNFELLD LEDLJÓS UTANÁLIGGJANDI LEDLJÓS FLURLAMPAR - GÖTULÝSING - KASTARAR - TURNAR - SKIPAKASTARAR LED ljós - spara 80-92% orku Réðust á mann í verslun Olís Skömmu eftir miðnætti aðfara- nótt mánudags réðust þrír menn vopnaðir bareflum á viðskiptavin Olís við Gullinbrú í Grafarvogi. Mennirnir hurfu síðan á brott en voru handteknir skömmu síðar. Í dagbók lögreglu kemur fram að fórnarlambið hafi lítið viljað tjá sig um málið og taldi sig ekki hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum. Starfsfólki á staðnum var mjög brugðið, að sögn lögreglu. Maðurinn sem féll í hver enn á gjörgæslu Brenndist alvarlega á höndum, fótum og bringu. Erlendur ferðamaður sem slasaðist alvarlega þegar hann féll í hver á Flúðum um helgina var á mánudag enn á gjörgæslu- deild Landspítalans. Maðurinn sem er á sjötugs- aldri brenndist alvarlega á hönd- um, fótum og bringu. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar sótti manninn á slysstað lenti við Landspítalann klukkan 22.15 síðastliðið laugardagskvöld. Slysið varð með þeim hætti að maðurinn fór inn á svæði við Gömlu laugina þar sem hverir eru. Varað er við vatninu á skiltum sem þar eru en virðist sem þær viðvaranir hafi farið fram hjá manninum. Svæðið sem mað- urinn fór inn á var ekki afgirt að öðru leyti. Íslenskir fjárfestar með þriðjungshlut í Nova n Einkafjárfestar og lífeyrissjóðir með Pt Capital n Leggi til um 2,5 milljarða í hlutafé Í slenskir einkafjárfestar og lífeyris sjóðir munu eign- ast um þriðjungshlut í Nova þegar ríflega fimmtán milljarða króna sala fjárfestingafélags- ins Novator á fjarskiptafyrirtækinu Nova gengur að fullu í gegn á allra næsta mánuðum. Fjármálafyrir- tækið Íslensk verðbréf (ÍV), ráðgjafi kaupanda í viðskiptunum, vinn- ur nú að því að ljúka samningum við innlenda fjárfesta sem ætla að leggja til, samkvæmt heimildum DV, samtals um 2,5 milljarða króna í hlutafé en stór hluti þeirrar fjár- mögnunar verður í gegnum fram- takssjóð á vegum ÍV. Gert er ráð fyrir að þeirri fjármögnun verði lok- ið fyrir áramót. Íslenskir fjárfestar, meðal annars lífeyrissjóðir, munu þá eiga fjarskiptafyrirtækið ásamt bandaríska eignastýringarfyrirtæk- inu Pt Capital Advisors sem verður með stóran meirihluta í Nova. Tilkynnt var um kaup Pt Capital Advisors, dótturfélagi Pt Capital, á Nova síðastliðinn föstudag og sagt að samningar hefðu náðst við Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, um kaup á öllu hlutafé í fjarskipta fyrirtækinu. Samningarnir væru hins vegar háð- ir hefðbundnum fyrirvörum en að kaupendur og seljendur væru bjart- sýnir á að eigendaskiptin myndu klárast endanlega á næstu mánuð- um. Þeir fyrirvarar lúta meðal annars að því, samkvæmt heim- ildum DV, að Íslensk verðbréf eiga eftir að safna því hlutafé sem ýms- ir íslenskir fjárfestar ætla að koma með við kaupin og mun að óbreyttu tryggja þeim um þriðjungshlut í Nova. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig sá hluthafahópur mun líta út en áætlað er að einka- fjárfestar verði þar að líkindum umsvifameiri en lífeyrissjóðir. Ekki er útilokað að sú fjárfesting muni í einhverjum tilfellum vera gerð í gegnum Pt Capital Advisors. Guggenheim fjárfestir Gísli Valur Guðjónsson, forstöðu- maður sérhæfðra fjárfestinga hjá ÍV, vildi í samtali við DV ekki tjá sig mikið um málið umfram það sem fram hefði komið í fréttatilkynn- ingu. Verið væri að ganga frá ýms- um lausum endum, sem fylgir jafn- an slíkum kaupum, og sú vinna ætti að klárast á næstu mánuðum. „Nova er gríðarsterkt fyrirtæki og Pt Capital er spennt að starfa með stjórnendum fyrirtækisins og styðja við vöxt þess,“ segir Gísli Valur. Pt Capital, sem er með aðsetur í Anchorage, Alaska, leggur áherslu á fjárfestingar á norðurslóðum og er Nova fyrsta fjárfesting félags- ins hér á landi. Á meðal þeirra sem hafa sett fjármagn í framtakssjóði á vegum Pt Capital er bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Guggen- heim Partners en Scott Minerd, for- stjóri sjóðsins, var á meðal þeirra sem sóttu alþjóðaþing Arctic Circle sem var haldið í Reykjavík í fyrra. Þá voru stjórnendur frá Pt Capital þátttakendur á þingi Arctic Circle sem lauk núna um síðastliðna helgi. Átta milljarða eiginfjárframlag Gert er ráð fyrir því að kaupendur að Nova muni leggja til samtals um átta milljarða króna í eigið fé en afgangurinn – um sjö millj- arðar króna – verði fjármagnaður með lánsfé sem er búið að tryggja að stærstum hluta frá erlendum banka. Nova hefur alla tíð verið fjármagnað frá grunni með eigin fé og eru kaupin á öllu hlutafé félags- ins núna því að hluta til fjármögn- uð með skuldsettri yfirtöku. Áætl- að er að EBITDA-hagnaður NOVA á þessu ári – afkoma fyrir fjár- magnsliði og afskriftir – verði um 2,4 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum DV, sem er um 20% aukning frá fyrra ári. Heildarkaup- verðið er sem fyrr segir ríflega 15 milljarðar króna sem þýðir að hlutafé Nova er verðmetið miðað við tæplega sjöfalda-EBITDU í við- skiptunum. Í tilkynningu var haft eftir Björgólfi Thor að hann sé „afar stoltur“ af uppbyggingu og þeim störfum sem Nova hefur skapað frá því að það tók til starfa í árslok 2007 en félagið er með mestu markaðs- hlutdeild fyrirtækja á íslenskum farsímamarkaði. „Sú samkeppni, sem fyrirtækið veitti þeim sem fyrir voru á markaði, hefur leitt til lægri farsímakostnaðar og betri þjón- ustu hér á landi. Það er sérstaklega ánægjulegt að erlendir fjárfestar með reynslu af farsímamarkaði telji góðan kost að taka þátt í íslensku viðskiptalífi. Slík innspýting í ís- lenskan efnahag er afar mikilvæg.“ Skoða fleiri fjárfestingar Söluferli Nova hófst síðastliðið vor en fyrirtækjaráðgjöf Kviku fjárfestingabanka var ráðgjafi seljenda í viðskiptunum. Áhugi fjárfesta á félaginu var afar mikill og á síðari stigum söluferlisins voru, samkvæmt heimildum DV, á bilinu þrír til fimm hópar að bítast um fyrirtækið, að stærstum hluta erlendir fjárfestar. Kaupin marka talsverð tímamót í íslensku viðskiptalífi þar sem erlendur fjárfestir leiðir kaup á stóru óskráðu íslensku fyrirtæki, sem er með tekjur í krónum, í stað þess að kaupendahópurinn samanstandi að mestu af íslenskum lífeyrissjóðum, eins og venjan hefur verið á undanförnum árum. Ekki er ólíklegt að fjárfesting Pt Capital í Nova sé aðeins fyrsta fjárfesting félagsins af mörgum hér á landi, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa á undanförnum mánuðum og misserum meðal annars fundað með öllum helstu lífeyrissjóðum landsins og lýst yfir áhuga sínum á að koma að fjárfestingum með þeim í íslensku viðskiptalífi. Fjárfestingafélagið Novator er stærsti hluthafinn í Nova með tæplega 94% hlut en aðrir hluthafar eru stjórnendur hjá félaginu. Þar munar mestu um Líf Bergþórsdóttur, forstjóra félagsins, og Jóakim Hlyn Reynisson, framkvæmdastjóra tæknisviðs, en þau fara með samtals um 4,6% hlut sem þau eignuðust á sínum tíma á grundvelli kaupréttarsamkomulags. Þau selja hluta af sínum bréfum í viðskiptunum, og innleysa þar með talsverðan hagnað, en munu eftir sem áður vera áfram í hluthafahópnum. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Björgólfur Thor Björgólfsson Fjárfestingafélagið Novator á tæplega 94% hlut í Nova. Und ir rit un samn ings ins Björgólf ur Thor Björgólfs son, stofn andi Nova, Liv Bergþórs dótt ir, for stjóri Nova, og Hugh S. Short, stofn andi og stjórn ar formaður Pt Capital.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.