Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 16
Vikublað 11.–13. október 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Nýr liðsmaður Viðreisnar Það þykir styrkur fyrir Viðreisn að fá til liðs við sig Heiðu Kristínu Helgadóttur og að sama skapi er skaði fyrir Bjarta framtíð að hún skuli hafa kosið að yfirgefa flokk­ inn. Pólitískir andstæðingar Við­ reisnar hafa sagt Viðreisn vera útibú frá Sjálfstæðisflokknum. Viðreisn þarf nauðsynlega að má af sér þann stimpil og innkoma Heiðu Kristínar er því allnokkur happafengur fyrir flokkinn. Eins prósents fylgi Niðurstöður fylgiskönnunar Fé­ lagsvísindastofnunar eru áfall fyrir Samfylkinguna. Samkvæmt henni er flokkurinn einungis með 6 prósenta fylgi. Enn verri er niður­ staðan þegar litið er á aldurshópinn 18–29 ára, en þar er Samfylkingin einungis með 1 prósents fylgi. Samfylkingin skipti eins og kunnugt er um formann og ætlaði þar með að hífa upp fallandi fylgi. Samkvæmt þessari niðurstöðu hefur það ekki gerst og unga fólkið hefur alls engan áhuga á flokknum. Nístir inn að beini að geta ekki veitt henni heimili. Sylvana Sylvíudóttir er með 13 mánaða dóttur á götunni. – DV Pingpong.is - Síðumúli 35 (að neðanverðu) , Reykjavík - S: 568 3920 & 897 1715 Borðtennis er fyrir alla! BorðtennisBorð Ég hálf missti andann Elísabet Ósk Magnúsdóttir er ósátt við Barnaspítalann. – DV Í dag erum við að kveðja sanna hetju. Kjartan Ragnarsson minnist Eddu Heiðrúnar Backman.– Morgunblaðið Maður sem hatar konur Þ að hefur lengi verið ljóst að Donald Trump er ekki í húsum hæfur. Samt tók hann stefnuna á Hvíta húsið og nýtur hvatn­ ingar og stuðnings fjölmargra landa sinna sem telja að þar sé réttur mað­ ur á réttum stað. Í Hvíta húsið mun Trump ekki ná og því ber að fagna. En um leið sætir það endalausri furðu að maður af hans tagi skuli hafa náð því að verða raunverulegur valkostur í eitt valdamesta embætti í heimi. Menn eins og Trump fella sig fyrr eða síðar með orðum sín­ um og gjörðum. Nú er svo komið að áhrifamenn í Repúblikanaflokknum sjá sér ekki fært að horfa aðgerðarlausir á, eins og margir þeirra gerðu of lengi. Þeir hafa stigið fram og fordæmt Trump og lýst því yfir að þeir muni ekki kjósa hann. Ástæðan er birting á gömlum hljóð­ upptökum þar sem Trump talar fjálglega um sjálfan sig sem óbilandi kvennamann sem klípi í og káfi á konum þegar honum sýnist svo. Hin­ ir háttsettu flokksfélagar Trumps hefðu átt að bindast samtökum mun fyrr. Það er ekki eins og upptakan sýni Trump í nýju ljósi. Ekkert sem þar er sagt ætti að koma á óvart. Þetta er dæmi­ gert karlagrobb að hætti Trumps. Hann er við­ skiptajöfur sem lengi hefur haft vont orð á sér og viðhorf hans til kvenna hafa ætíð verið forkastanleg. Þeir sem studdu Trump áttu að vita að hverju þeir gengu og það er einkennilegt ef þeir eru fyrst nú þrumu lostnir og hneykslaðir. Trump hefur í kosningabaráttunni verið óspar á að tala niður til kvenna og verður þá tíðrætt um útlit þeirra, enda á þeirri skoðun að konur eigi að vera upp á punt. Hann lítur á múslima sem gangandi tímasprengjur og er í nöp við innflytjendur sem hann ótt­ ast að fylli landið. Hann er fordóma­ fullur, grófur í tali og rausar endalaust og samhengislaust um eigið ágæti. Mannasiði kann hann enga. Það er sitthvað að þegar maður af þessu tagi eygir möguleika á því að verða for­ seti Bandaríkjanna og er klappaður upp af stórum hópi fólks sem deilir skoðunum með honum. Í þeim hópi eru konur, sem vonandi fara nú að líta goð sitt öðrum augum en áður. Engin kona með sjálfsvirðingu ætti að styðja Donald Trump. Menn eins og Trump ýta undir ótta fólks og skapa hjá því öryggis­ leysi. Þeir ítreka stöðugt að varast eigi útlendinga sem komi frá fjarlægum svæðum eða játi aðra trú en kristni. Þessir menn líta konur hornauga, og dæma þær eingöngu út frá útliti og telja þær alls ekki gjaldgengar hafi þær náð ákveðnum aldri. Þeir hafa fyrst og fremst trú á sjálfum sér og lof­ sama stöðugt eigið ágæti. Heimurinn er vissulega hættulegur staður og verður enn hættulegri þegar maður eins og Donald Trump mætir á sviðið og básúnar mannfjandsam­ legar skoðanir sínar við gríðarlegan fögnuð stuðningsmanna sinna. n Myndin Á ferðinni Ungur hjólreiðamaður þeysist eftir stíg í Laugardalnum og lætur ekkert koma sér úr jafnvægi. MyNd SigtRygguR ARi „Engin kona með sjálfsvirðingu ætti að styðja Donald Trump. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.