Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 13
Vikublað 11.–13. október 2016 Fréttir 13 www.avaxtabillinn.is avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 VETRAR- Tilboð Til VinnuVEiTEndA Gómsætir veislubakkar sem lífga upp á allar uppákomur Það er líka hægt að panta stöku sinnum hjá Ávaxtabílnum utan áskriftar. T.d. þennan ávaxtapakka með 7 kg af blönduðum ávöxtum á 5.000 kr. Eða bara hvaða blöndu sem er, en lágmarkspöntun er 4.000 kr. Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin. Við komum með ávexti og þið uppskerið hressara starfsfólk Áhrif ávaxtakörfunnar eru göldrótt á sálarlíf og heilsufar starfsfólks. Fyrir óverulega upphæð er því hægt að hafa afar góð áhrif á mannskapinn. Togstreitan mikil Þau Oddný Arnarsdóttir og Rögnvald- ur Bjarnason sem minnst var á í upp- hafi greinar, segja það vera furðulegt að vera fullorðin manneskja og þurfa að treysta á hjálp annarra til að reka heimili sitt. Eftir fæðingu dóttur þeirra fyrir þremur árum lækkaði Oddný um nær helming í tekjum við að fara í fæðingarorlof og Rögnvaldur enn meira þar sem hann hafði verið í námi hluta af viðmiðunartímabilinu sem hafði áhrif á útreikning réttinda hjá fæðingarorlofssjóði. „Eftirleiðis ein- kennist upplifunin af fæðingar orlofi af þessu tvennu og togast að miklu leyti á, hamingjan og áhyggjurnar af fjárhag heimilisins. Það er ekki eins og skuldir lækki á meðan við njótum lífs- ins með barninu okkar eða tekið sé til- lit til þess að foreldrar séu í fæðingar- orlofi þegar kemur að greiðslu meðlags,“ rita þau. „Sem betur fer búum við svo vel að eiga mjög gott bakland. Það er samt furðulegt að vera orðin fullorðin manneskja og þurfa að óska eftir hjálp frá foreldrum við að kaupa í matinn. Ekki af því einhver stór áföll komu upp á. Heldur af því að við eignuðu- mst barn. Löngun okkar í annað barn litast mjög af þessari reynslu. Við værum ekki ennþá búin að koma okkur út úr þeim skuldum sem við settum okkur í þegar við vorum í fæðingar- orlofi ef við hefðum ekki fengið arf. Arfurinn hjálpaði okkur líka að kom- ast inn á húsnæðismarkað en það er ekki til neinn varasjóður eins og stað- an er í dag. Okkur langar að eignast fleiri börn en fjárhagslega hliðin hef- ur veruleg áhrif á þá ákvörðunartöku. Það sem hefur ekki síður áhrif er að það er engin framtíðarsýn á þetta kerfi. Þegar illa árar þá eru réttindin hjá Fæðingarorlofssjóði verulega skert en núna þegar aðstæður hafa batn- að þá eru engar sýnilegar breytingar. Þannig að fyrir okkur er spurningin sú hvort við séum tilbúin að eignast annað barn og byrja að safna skuld- um aftur. Það er raunveruleiki sem við eigum mjög erfitt með að sætta okkur við.“ Vonar innilega að kerfið verði betrumbætt Stefanía Dröfn Egilsdóttir segir marg- vísleg plön hafa raskast þegar þriðja barn hennar og manns hennar kom óvænt undir. Mikil óvissa hafi tekið við. „Í lok árs 2014 sáum við loksins fram á að geta leyft okkur meira eftir að hafa tekið tvö fæðingarorlof með stuttu millibil. Við vorum nýbúin að kaupa okkar fyrstu íbúð og dætur okk- ar voru báðar komnar á leikskóla þá fjögurra og tveggja ára. Ég hafði skrif- að undir ráðningarsamning og mér leist mjög vel á nýju vinnuna og það var ljúft að eiga pening í lok mánaðar. Við vorum byrjuð að plana sumarfrí, mögulegar framkvæmdir heima fyrir og fleira þegar kom óvænt í ljós að ég var ólétt. Þegar það kom í ljós að við ætt- um von á þriðja barninu breyttu- st þessi plön gríðarlega mikið. Við tók mikil óvissa um hvernig næstu mánuðir og ár myndu vera. Hvernig færum við að þessu? Þurfum við aftur að leita að dagmömmu? Höfum við tök á að lengja fæðingarorlofið? Eig- um við inni eitthvað sumarfrí til að lengja það? Getur maðurinn minn tekið fæðingarorlof? Hvað með nýju vinnuna? Ég fór að vinna þegar strákurinn okkar var 7 mánaða og maðurinn minn var heima. Tekjutapið af því var þó nokkuð þar sem þakið er allt of lágt en við ákváðum að þrauka. Maðurinn minn vildi einnig njóta þess að vera heima með strákinn. Sonur okkar byrjaði svo hjá dagmömmu 9 mánaða (enda engin niðurgreiðsla í boði fyrir þann aldur hjá fólki í sambúð). Okkur fannst svekkjandi að þurfa enn og aft- ur að fara með svo ungt barn til dag- mömmu en það var ekkert annað í boði. Við vonum innilega að kerfið verði betrumbætt.“ Missti vinnuna Ónefndur faðir tjáir sig einnig um reynslu sína á síðunni en hann missti vinnuna í bæði skiptin sem hann fór í fæðingarorlof. „Í fyrra skiptið var ég að vinna í bakaríi og þegar ég bað um að fara í fæðingarorlof var ekki vilji til að hafa mig áfram. Í seinna skiptið þá veiktist konan mín fljótlega eftir fæðinguna. Hún gat ekki séð um nýfædda barnið okkar svo ég varð að vera heima. Þá var ég að vinna á hárgreiðslustofu og eigandinn sagði að ef ég vildi vinna þarna áfram gæti ég ekki far- ið í fæðingarorlof. Ég þurfti bara að velja, velja milli þess að vera heima eða vinnuna. Það var ekki mikill skilningur og ég var oft spurður af hverju ég þyrfti að vera heima fyrst mamman væri heima. Ég valdi að vera heima og missti vinnuna í annað sinn.“ Ekki möguleiki að eignast annað barn á Íslandi Á meðan segist Þorbjörg Una Þorgilsdóttir ekki sjá fram á það á næstunni að geta eignast eitt barn í viðbót, allavega ekki á Ís- landi. „Ég er ekki tilbúin að fara í það. Við eigum vini sem búa í miklu barnvænna umhverfi bara hérna rétt hjá okkur. Það virð- ist vera ótrúlega mikill munur á þjónustu og aðbúnaði hér miðað við Svíþjóð, Noreg og Danmörku. Ef ég kæmi með eitt barn í viðbót þá væri það ekki á Íslandi. Mér finnst það sorglegt því það eru algjör forréttindi að ala upp börn hérna en einhvern veginn er allt að klikka í aðbúnaðinum.“ Fleirir frásagnir má finna á fésbókarsíðu átaksins Betra fæðingarorlof. n „Ég var oft spurð- ur af hverju ég þyrfti að vera heima fyrst mamman væri heima. Stefanía Dröfn Egilsdóttir Mikil óvissa tók við þegar hún varð óvænt ólétt að sínu þriðja barni. Sorgleg staða „Ef ég kæmi með eitt barn í viðbót þá væri það ekki á Íslandi. Mér finnst það sorglegt því það eru algjör forréttindi að ala upp börn hérna en einhvern veginn er allt að klikka í aðbúnaðinum,“ segir Þorbjörg Una.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.