Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Blaðsíða 26
Vikublað 11.–13. október 201618 Sport viltu upplifa!? Hafðu samband ( 899 7748 info@HotelvatnsHolt.is Nýr veitingastaður þar sem allir sitja í myrkri að snæðingi og þjónað til borðs með nætursjónauka. Þetta er óvissuferð frá upphafi til enda! Enginn áhugi á fótbolta n Björn Bergmann er ekki sá eini n Batistuta vildi ekki heyra minnst á fótbolta n Akotto vildi bara peningana n Vieiri var hrifnari af krikket Gabriel Batistuta Þjóðerni: Argentískur Aldur: 47 ára Þessi frábæri framherji hafði á sínum tíma meiri áhuga á því sem gerðist úti í þjóðfélaginu en inni á vellinum. Sá sem skráði ævisögu Argentínumannsins sagði að þegar hann stigi út af vellinum vildi hann ekkert um knattspyrnu vita. Hún hafi ekki mátt hafa áhrif á aðra þætti lífs hans. „Hann er mjög við- kvæmur en greindur maður. Hann talaði dögum saman um fjölskyldu sína og lífið í Argentínu, þegar við skrifuðum bókina, en ég reyndi að ræða við hann um ferilinn þá missti hann allan áhuga og sagði mér að fletta því upp.“ David Bentley Þjóðerni: Enskur Aldur: 32 ára David Bentley hóf feril sinn hjá Arsenal og var hann talinn einn líklegasti arftaki Davids Beckham hjá enska landsliðinu. Honum tókst þó aldrei að brjóta sér leið inn í aðallið Arsenal en fann sig einkar vel hjá Blackburn þar sem hann skoraði meðal annars eftir- minnilega þrennu gegn Manchester United. Árið 2008 var hann seldur til Tottenham fyrir 15 milljónir punda. En eftir það lá leiðin niður á við og eftir að hafa verið sendur á láni til nokkurra félaga ákvað Bentley að leggja skóna á hilluna árið 2013, 29 ára gamall. Bentley viðurkenndi síðar í viðtölum að hann hefði lengi efast um að hann væri á réttri hillu í lífinu. Fótbolti væri ekki fyrir hann og hann hefði ekki gaman af því að æfa og spila. „Ég man að ég varð fyrir vonbrigðum með sjálfan mig og hugsaði: „Hvað er að þér? Þú ættir að hafa gaman af þessu.“ En svo fékk ég nóg af því að þykjast vera eitthvað sem ég er ekki.“ Þess má geta að Bentley er í dag farsæll kaupsýslumaður og rekur veitingahús á Spáni og Englandi. E inn leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, Björn Bergmann Sigurðar- son, hefur viðurkennt að hann fylgist ekki með fót- bolta. „Ég fylgist ekkert með fót- bolta,“ sagði hann í aðdraganda leiks Íslands og Finnlands í síðustu viku. Hann hefur áður komið inn á þennan punkt í viðtölum. Þá hefur annar landsliðsmaður, Ragnar Sig- urðsson, sagt að hann fylgist ekki mikið með fótbolta. Hann sagði til dæmis fyrir leik Íslands og Tyrk- lands í undankeppni EM, að hann þekkti ekki leikmenn Tyrkja. Það er ekki sjálfgefið að at- vinnumenn í knattspyrnu séu mikli knattspyrnuáhugamenn. Hér eru sjö frægir atvinnumenn sem eiga það sameiginlegt að hafa talað um að þeir fylgist lítið eða ekkert með fótbolta. n Baldur Guðmundsson Einar Þór Sigurðsson baldur@dv.is / einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.