Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 2
Vikublað 1.–3. nóvember 20162 Fréttir Vinnum fyrir öll tryggingafélög Skútuvogi 12h, Reykjavík S: 568-9620 - bilaretting.is Útvegum bifreið meðan á viðgerð stendur Bitinn í höndina Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina vegna gruns um ölvun við akstur beit lögreglumann í höndina. Í dagbók lögreglu kemur fram að ökumaðurinn hafi brugðist ókvæða við þegar lögreglumenn höfðu af honum afskipti. Maðurinn var handtekinn og hann færður á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla. Lögreglumaðurinn fór á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Þá var lögreglu tilkynnt um bifreið utan vegar skammt frá hringtorginu við Grænás. Öku- maður var sjáanlega ölvaður og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem frekari rannsókn fór fram. A nnþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson er komn- ir á Vernd eftir að hafa dval- ið um hríð á Kvíabryggju. Vernd er opið úrræði í höf- uðborginni. Þar greiða fangar um 70 þúsund í leigu til fangelsismálastofn- unar. Fangar mega fara út klukkan sjö á morgnana en eiga að vera á Vernd á milli klukkan sex og sjö á kvöldin. Þeir mega svo fara aftur út og vera úti til klukkan 23.00. Fyrir helgi var Birki Kristinssyni, fyrrverandi lands- liðsmarkverði í knattspyrnu, úthlut- að herbergi á Vernd. Pláss losnaði á Vernd eftir að Magnús Guðmunds- son, Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson, sem hlutu þunga dóma í Al-Thani-málinu, fóru á ökklaband. Annþór Kristján og Börkur fengu þunga fangelsisdóma árið 2012. Var Annþór dæmdur í sjö ára fangelsi og Börkur í sex ára fangelsi í desember 2012 og staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Þá var Annþór ásamt Berki Birgissyni ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Sigurð Hólm Sigurðsson en hann fannst látinn í fangaklefa sínum. Héraðsdómur sýknaði Ann- þór og Börk þann 23. mars síðast- liðinn af málinu. Ríkissaksóknari áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar. Niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir. Birkir Kristinsson var við- skiptastjóri hjá Glitni. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2014 fyrir umboðssvik og markaðsmisnotk- un sem og brotum á lögum um árs- reikninga sem sneru að 3,8 milljarða króna láni Glitnis árið 2007 til félags sem var í eigu Birkis. Stundin greindi frá því í desember í fyrra að Birkir væri kominn á Kvíabryggju. Í síðustu viku var hann svo fluttur á Vernd. Ég sé hann sem pabba, ekki sem glæpamann Mál Annþórs og Barkar hafa velkst um í kerfinu í á fjórða ár. Upptökur úr öryggismyndavélum sýndu að Annþór og Börkur fóru inn í klefa Sigurðar áður en hann lést. Annþór og Börkur þvertóku fyrir að hafa orðið Sigurði að bana. Réttarmeina- fræðingurinn Þóra Stephensen sagði fyrir dómi að líklegast hefði Sigurður látist vegna höggs sem hefði leitt af sér rifu á milta. Verjendur létu hins vegar að því liggja að Sigurður hafi hlotið áverka vegna lífgunartilrauna sem stóðu yfir í 45 mínútur. Fór sak- sóknari fram á að Annþór og Börkur yrðu dæmdir í 12 ára fangelsi. Rannsókn lög- reglu var umfangsmikil en ekki tókst að sanna að Annþór og Börkur ættu hlut að máli. Dóttir Annþórs, Sara Lind Annþórs- dóttir, sagði í samtali við DV fyrr á árinu að málið hefði tekið mjög á fjölskylduna. Hefur hún í gegnum tíðina þurft að sitja undir aðdróttunum og fordómum frá fólki. Hún kveðst vera orðin nánast ónæm fyrir kjaftasögum sem dynji á henni svo gott sem daglega, ókunnugir kalla á eftir henni niðri í bæ og senda henni skilaboð á Facebook þar sem inni- haldið er ekki fallegt. „Ég er bæði að gjalda fyrir það sem hann hefur gert og líka það sem er ekki víst að hann hafi gert. Fólk má hafa í huga að hver og einn er saklaus uns sekt sannast,“ sagði Sara Lind og bætti við á öðrum stað: „Ég tek þetta allt rosalega nærri mér. Ég fer ekki að gráta, ekki leng- ur, en ég er þannig gerð að ég þarf alltaf að standa upp fyrir mig og mína. […] Ég sé hann sem pabba, ekki sem glæpamann. Ég þekki ekki ann- að en að pabbi minn sé svona og ég tek honum eins og hann er. Sambandið okkar er afskaplega gott og ég tala við pabba eins og ég tala við bestu vinkonur mínar.“ n Annþór, Börkur og Birkir á Vernd n Rými losnaði eftir að Magnús, Sigurður og Ólafur fóru á ökklaband Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Opið úrræði Birkir var dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2014. Komnir á Vernd Annþór og Börkur hlutu þunga dóma árið 2012. Þeir eru nú komnir á Vernd. Lést af slysförum Pilturinn sem lést í umferðar- slysi skammt frá Fagurhólsmýri í Öræfum á sunnudag hét Sverrir Ketill Gunnarsson. Hann var sautján ára og bjó á Höfn í Hornafirði. Slysið varð með þeim hætti að bifreið piltsins fór út af veginum og valt. Sverrir var úrskurðaður látinn á vettvangi. Talið er að hann hafi farið frá Höfn áleiðis vestur Suðurlandsveg um mið- næturbil og eitthvað hafi verið umliðið frá því slysið varð þar til það uppgötvaðist. Þeir sem telja sig hafa orðið vara við bifreiðina eða kunna að hafa upplýsingar um ferðir henn- ar eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi á net- fanginu sudurland@logreglan.is, á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi, eða í síma 444-2000 G reiðsluafkoma ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins var 400 milljörðum króna betri en gert hafði verið ráð fyrir. Því var spáð að hún yrði neikvæð um 18,5 milljarða en afkoman var aftur á móti jákvæð um 394 milljónir. Mun- ar þar mestu um stöðugleikafram- lög frá þrotabúum fjármálastofnana sem námu 394 milljörðum. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Ríkisendurskoðun. Í henni gagnrýnir stofnunin þó að einung- is hluti stöðugleikaframlaganna, um 68 milljarðar króna, sé talinn með í flestum yfirlitum mánaðaruppgjöra ríkissjóðs. „Stofnunin telur eðlilegra að taka framlögin með að fullu eða halda þeim alfarið utan við saman- burðinn. Væri þessum framlögum haldið utan við greiðsluuppgjörið væri afkoma ríkissjóðs á fyrri hluta ársins svipuð og á sama tíma árið 2015,“ segir í tilkynningunni. n Betri afkoma ríkissjóðs Stöðugleikaframlögin ekki talin með að fullu Starfandi fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, starfandi fjármála- og efna- hagsráðherra. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.