Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 36
Vikublað 1.–3. nóvember 201632 Menning Sjónvarp Sjónvarpsdagskrá Fimmtudagur 3. nóvember RÚV Stöð 2 17.10 Sjöundi áratugur- inn – Kapphlaup í geimnum (10:10) (The Sixties) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar (4:26) 18.26 Eðlukrúttin (39:52) (Dinopaws) 18.37 Vinabær Danna tígurs (10:12) 18.50 Krakkafréttir 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.35 Kastljós 20.10 Reimleikar (1:6) Ný þáttaröð þar sem draugatrú Íslendinga tekin til skoðunar ásamt annarri þjóðtrú, á borð við hjátrú og trú á álfa. Rætt er við ýmsa sérfræðinga og þá sem hafa haft persónuleg kynni af afturgöngum, álfum eða framliðnum. Rýnt er í hvernig draugatrú endur- speglar samfélagið, menninguna og síðast en ekki síst, sálarlíf og samvisku mannsins. Umsjón: Bryndís Björgvins- dóttir. Dagskrárgerð: Rakel Garðarsdóttir. 20.45 Best í Brooklyn (9:23) (Brooklyn Nine-Nine III) Lög- reglustjóri ákveður að breyta afslöppuðum undirmönnum sínum í þá bestu í borginni. Aðalhlutverk: Andy Samberg, Stephanie Beatriz, Terry Crews og Melissa Fumero. 21.10 Vammlaus (8:8) (No Offence) 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.25 Lögregluvaktin (5:23) (Chicago PD III) Þriðja þáttaröðin af þessu sívinsæla lögregludrama. Þættirnir fjalla um líf og störf lögreglu- manna í Chicago. Meðal leikenda eru Sophia Bush, Jason Beghe og Jon Seda. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.10 Dicte II (10:10) 23.55 Kastljós 00.25 Dagskrárlok 07:00 Simpson-fjöl- skyldan (9:25) 07:25 Kalli kanína og félagar 07:50 Tommi og Jenni 08:10 The Middle (24:24) 08:35 Ellen 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 The Doctors (17:50) 10:20 Jamie's 30 Minute Meals (21:40) 10:45 The World's Strict- est Parents (2:9) 11:45 Marry Me (14:18) 12:10 Léttir sprettir (2:0) 12:35 Nágrannar 13:00 Ivory Tower 14:30 Ingenious 16:00 Ég og 70 mínútur (5:6) 16:30 The Detour (6:10) 16:55 Bold and the Beautiful 17:20 Nágrannar 17:45 Ellen 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Íþróttir 19:05 Fréttir Stöðvar 2 19:20 The New Girl (20:22) Fimmta þáttaröðin um Jess og sambýlinga hennar. Jess er söm við sig, en sambýl- ingar hennar og vinir eru smám saman að átta sig á þessarri undarlegu stúlku, sem hefur nú öðlast vináttu þeirra allra. Með aðalhlutverk fara Zooey Deschan- el, Jake Johnson og Damon Wayans Jr. 19:45 Masterchef USA (11:19) 20:30 NCIS (10:24) 21:15 The Blacklist (6:23) 22:00 StartUp (7:10) 22:45 High Maintenance (1:6) 23:15 Borgarstjórinn (3:10) Ný gaman- þáttasería sem skarta einvala liði leikara og fjalla um daglegt líf Borgar- stjórans í Reykjavík og fólksins í Ráðhús- inu sem er ekki alltaf á eitt sátt með störf Borgarstjórans. 23:45 Rizzoli & Isles (10:13) 00:30 The Young Pope (1:10) 01:25 The Young Pope (2:10) 02:25 Gåsmamman (3:8) 03:10 I Origins 04:55 Ingenious 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 The Millers (16:23) 08:20 Dr. Phil 09:00 The Biggest Loser (3:27) 09:45 The Biggest Loser (4:27) 10:35 Pepsi MAX tónlist 13:20 Dr. Phil 14:00 Odd Mom Out (7:10) 14:20 Survivor (4:15) 15:05 The Voice Ísland (2:12) 16:35 The Tonight Show starring Jimmy Fallon 17:15 The Late Late Show with James Corden 17:55 Dr. Phil 18:35 Everybody Loves Raymond (24:26) 19:00 King of Queens (3:23) 19:25 How I Met Your Mother (10:24) 19:50 Speechless (3:13) 20:15 Girlfriends' Guide to Divorce (12:13) Bandarísk þáttaröð um konu sem ákveður að skilja við eiginmann sinn og hefja nýtt líf. Aðalhlutverkið leikur Lisa Edelstein. 21:00 This is Us (4:13) 21:45 MacGyver (3:22) Spennuþáttur um hinn unga og úrræðagóða Angus 'Mac' MacGyver sem starfar fyrir banda- rísk yfirvöld og notar óhefðbundnar aðferðir og víðtæka þekkingu til að bjarga mannslífum. 22:30 The Tonight Show starring Jimmy Fallon 23:10 The Late Late Show with James Corden 23:50 24 (8:24) 00:35 Sex & the City (10:18) 01:00 Law & Order: Special Victims Unit (6:23) 01:45 Secrets and Lies (4:10) 02:30 This is Us (4:13) 03:15 MacGyver (3:22) 04:00 The Tonight Show starring Jimmy Fallon 04:40 The Late Late Show with James Corden 05:20 Pepsi MAX tónlist Sjónvarp Símans K osningasjónvarp RÚV var ágætlega heppnað. Lífleg­ asta augnablikið var þegar Bogi Ágústsson og Ólafur Þ. Harðarson rýndu í úrslit krakkakosninganna þar sem Sjálf­ stæðisflokkur og Alþýðufylkingin sópuðu að sér fylgi. Þeir töluðu um niðurstöðuna eins og um raunveru­ legar kosningar væri að ræða, en um leið sá maður glettnisblikið í augum þeirra. Það var skemmtileg hug­ mynd að láta krakka velja sér flokka og úrslitin voru óvænt, allavega sig­ ur Alþýðufylkingarinnar. Mennta­ skólanemar voru einnig með sínar kosningar og þar naut Sjálfstæðis­ flokkurinn mikillar hylli, eins og hjá stórum hluta þjóðarinnar. Bogi Ágústsson og Ólafur Þ. Harðarson eru góðir saman. Bogi er þaulreyndur fjölmiðlamaður, yfir­ vegaður og skipulagður. Ólafur er afslappaður og mikill húmoristi og hefur þægilega nærveru. Báðir ná þeir einstaklega vel til áhorfenda. Það er næstum því eins og þeir séu heima í stofunni hjá manni og séu að tala við mann persónulega. Sennilega er það þess vegna sem maður stendur sig að því að kinka kolli í átt að sjónvarpinu þegar þeir eru á skjánum. Ekki man ég hversu margar kosn­ ingar þeir félagar hafa leitt mann í gegnum, en allnokkrar eru þær. Báð­ ir eru þeir nánast ómissandi í kosn­ ingasjónvarpi. Mér finnst að Bogi og Ólafur eigi að fá að vera eins og fréttamennirnir í 60 mínútum, sem fá að vera á skjánum í áratugi, alveg fram í andlátið. Maður fylgist með þeim eldast og hrörna líkamlega um leið og ekkert virðist fá unnið á and­ anum. Ég vona að þannig verði með Boga og Ólaf. Á ákveðnum sviðum þurfum við reglufestu og það þýðir ekki að vera stöðugt að skipta fólki út og fá ný andlit bara vegna þess að þau gömlu hafa verið þarna lengi. Þannig að ég vil fá að eldast með Boga og Ólafi í gegnum kosningar og alls kyns pólitískar sviptingar. Það er ekki hægt að vera í betri fé­ lagsskap á kosninganótt. n Gott tvíeyKi Bogi Ágústsson og Ólafur Þ. virka vel saman „Mér finnst að Bogi og Ólafur eigi að fá að vera eins og fréttamennirnir í 60 mínútum, sem fá að vera á skjánum í áratugi, alveg fram í andlátið. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Við tækið Ólafur Þ. Afslappaður og mikill húmoristi. MYND SIGTRYGGUR ARI Bogi Ágústsson Yfirvegaður og skipulagður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.