Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 16
Vikublað 1.–3. nóvember 201618 Fréttir Erlent
Atvinna í boði á einum
skemmtilegasta
vinnustað landsins
Á markaðsdeild DV er í
boði starf fyrir góðan og
harðduglegan starfsmann.
Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera
skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur,
samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur,
úrlausnamiðaður, hafa áhuga á
sölumennsku og markaðsmálum.
Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði
fyrir góðan og duglegan sölumann.
Umsóknir sendist á steinn@dv.is
Níu gaNga eNN lausir
Afdrif þeirra 22 sem George Bush lagði áherslu á að ná eftir árásirnar 11. september 2001
Þ
að verður að finna þá, þeir
verða stoppaðir og þeim
verður refsað. Það er ekki
til sá staður í heiminum
þar sem þeir geta falið sig,“
sagði George W. Bush, fyrrverandi
forseti Bandaríkjanna, eftir hryðju-
verkaárásirnar í Bandaríkjunum
þann 11. september 2001. Bush
vísaði þarna til 22 einstaklinga
sem bandarísk stjórnvöld töldu að
bæru ábyrgð á ódæðisverkunum
og öðrum voðaverkum á árunum á
undan sem beindust gegn Banda-
ríkjunum. Efstur á blaði var Osama
bin Laden sem bandarísk yfirvöld
náðu loks að fella árið 2011. En
hvað varð um alla hina? ABC tók á
dögunum saman upplýsingar um
afdrif þeirra. n
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
n Osama Bin Laden: Bin Laden var
talinn hafa borið höfuðábyrgð á hryðju-
verkaárásunum 11. september en hann var
einnig talinn bera ábyrgð á sprengjuárás-
um á bandarísk sendiráð í Austur-Afríku,
Tansaníu og Keníu, árið 1998. Yfir 200
manns féllu í þeim árásum. Bin Laden var
sem kunnugt er felldur af bandarískum
sérsveitarmönnum í Pakistan í maí 2011.
n Muhammed Atef: Atef, sem var einn
æðsti leiðtogi al-Kaída, var einnig eftir-
lýstur vegna árásanna á sendiráðin. Atef
var drepinn í áhlaupi Bandaríkjamanna
á bækistöðvar al-Kaída í Afganistan í
nóvember 2001.
n Fazul Abdullah Mohammed: Fazul
var æðsti koppur í búri innan al-Kaída í
Austur-Afríku. Líkt og í tilfellum Atefs og
bin Ladens var Fazul eftirlýstur vegna
árásanna árið 1998. Hann var skotinn til
bana í Sómalíu í júní 2011.
n Mustafa Mohamed Fadhil: Mustafa
var talinn hafa skipulagt árásirnar á
sendiráð Bandaríkjanna árið 1998. Ekki
liggur fyrir hvenær Mustafa var drepinn
en það gerðist einhvern tímann eftir árás-
irnar 2001. Fadhil var talinn hafa útvegað
sprengiefnið sem notað var í árásinni í
Tansaníu. Í gögnum sem Wikileaks lak árið
2011, svonefndum Guantanamo-skjölum,
kom fram að hann væri látinn. Al-Kaída
staðfesti það 2013.
n Fahid Mohammed Ally Msalam:
Msalam var talinn hafa útvegað ökutækin
sem notuð voru til að sprengja sendiráðin
árið 1998. Hann var drepinn í drónaárás
Bandaríkjamanna í Pakistan árið 2009.
n Sheikh Amhed Salim Swedan:
Sweden var, líkt og Msalam, drepinn í
Pakistan í drónaárás árið 2011. Þeir dvöldu
á sama stað þegar árásin var gerð.
n Ahmed Mohammed Hamed Ali:
Ahmed var drepinn af CIA í Pakistan árið
2011 líkt og Msalam og Swedan.
n Imad Mughniyah: Imad var eftirlýstur
vegna ráns á flugvél Trans World Alirlines
árið 1985. Vélinni var rænt þegar hún
var á leið frá Kaíró til San Diego og einn
bandarískur hermaður sem var um borð,
Robert Stetham, var pyntaður og myrtur.
Imad var drepinn þegar bílsprengja sprakk
í Damaskus í Sýrlandi árið 2008.
n Khalid Shaikh Mohammed:
Mohammed var einn af aðalmönnunum
á bak við árásirnar 2001. Hann var hand-
tekinn í Pakistan árið 2003. Allar götur
síðan hefur hann verið í Guantanamo-
fangabúðunum á Kúbu.
n Ahmed Ibrahim al-Mughassil: Mug-
hassil var eftirlýstur vegna aðildar að
sprengjuárás í Khobar í Sádi-Arabíu árið
1996 þar sem 19 Bandaríkjamenn féllu.
Tvenn samtök lýstu ábyrgð á ódæðun-
um, Hezbollah-samtökin í Sádi-Arabíu
og al-Kaída. Mughassil var hershöfðingi
innan raða Hezbollah í landinu. Hann
var að sögn handtekinn árið 2015 þó
að hann sé enn á lista FBI yfir eftirlýsta
hryðjuverkamenn.
n Ahmed Khalfan Ghailani: Ghailani
bar ábyrgð á skipulagningu árásanna í
Tansaníu og Keníu árið 1998. Hann var
handtekinn í Pakistan árið 2004 og
framseldur til Bandaríkjanna. Hann af-
plánar lífstíðarfangelsisdóm í Supermax-
fangelsinu í Florence í Colorado.
n Anas al-Liby: Eins og svo margir var
Liby eftirlýstur vegna árásanna árið 1998.
Fimmtán ár liðu þar til hann var hand-
tekinn en það gerðist á götum Tripoli í
Líbíu árið 2013. Hann var framseldur til
Bandaríkjanna þar sem hans biðu réttar-
höld en hann lést nokkrum dögum áður
en þau áttu að hefjast, að sögn vegna
krabbameins í lifur.
n Ayman al-Zawahiri: Eftir dauða
Osama bin Laden árið 2011 tók al-Zawahiri
við völdum innan al-Kaída þar sem hann
hefur meðal annars talað gegn ISIS. Hann
er tæknilega séð enn eftirlýstur vegna
árásanna á sendiráð Bandaríkjanna árið
1998.
n Abdullah Ahmed Abdullah: Abdullah
er eftirlýstur vegna árásanna árið 1998 og
er í dag talinn meðal efstu manna í valda-
stiga al-Kaída. Hann var í stofufangelsi
í Íran í um áratug, en honum var sleppt
úr haldi í fyrra. Talið er að hann haldi til í
Sýrlandi.
n Saif al-Adel: Saif er fyrrverandi
hershöfðingi í egypska hernum en líkt og
Abdullah var hann í stofufangelsi í Íran í
nokkur ár. Honum var sleppt árið 2010 eða
2013. Talið er að hann sé í Sýrlandi þar sem
hann vinnur með liðsmönnum al-Kaída
þar í landi. Hann er talinn hafa tekið þátt í
árásunum 1998.
n Hasan Izz al-Din: Hassan er talinn
hafa skipulagt ránið á flugvél Trans World
Airlines árið 1985. Að sögn FBI er hann
talinn halda til í Líbanon.
n Ali Atwa: Atwa er talinn hafa skipulagt
ránið á vél Trans World Airlines eins og
Hassan og Imad. Hann er talinn halda til í
Líbanon eins og Hassan.
n Abdul Rahman Yasin: Yasin er talinn
bera ábyrgð á sprengjuárásinni í World
Trade Center árið 1993. Abdul, sem
fæddist í Bandaríkjunum, er talinn hafa
flúið til Íraks en síðan þá hefur ekkert
spurst til hans.
n Ibrahim Salih Mohammed al-
Yacoub: Ibrahim er eftirlýstur vegna
aðildar að árásunum í Khobar í Sádi-Arab-
íu árið 1996 þar sem 19 Bandaríkjamenn
féllu. Óvíst er hvar hann heldur sig í dag en
hann er þó enn talinn hafa náin tengsl við
Hezbollah-samtökin í Sádi-Arabíu.
n Ali Saed Bin Ali El-Hoorie: El-Hoorie
er eftirlýstur vegna aðildar að sprengju-
árásinni í Khobar. Hann gengur enn laus,
20 árum eftir voðaverkin þar sem 20 féllu
og tæplega 500 særðust. Hann var meðal
annarra í bifreiðinni, sem sprengd var í loft
upp, en flúði af vettvangi skömmu áður en
hún sprakk.
Þeir sem eru á flótta
Hinir handteknu Hinir látnu
Hinir eftirlýstu Þessir
einstaklingar voru efstir á blaði
hjá FBI eftir árásirnar 2001. Níu
ganga enn lausir, níu eru látnir
og fjórir hafa verið handteknir.
Osama Bin Laden Ayman al-Zawahiri
Abdelkarim Hussein
Mohamed Al-Nasser
Abdullah Ahmed
Abdullah
Mushin Musa
Matwalli Atwah
Ali Atwa Anas al-Liby
Ahmed Khalfan
Ghailani
Hasan Izz al-Din
Ahmed Mohammed
Hamed Ali
Fazul Abdullah
Mohammed
Imad Mughniyah
Mustafa Mohamed
Fadhil
Sheikh Ahmed
Salim Swedan
Saif al-Adel
Fahid Mohammed
Ally Msalam
Ahmed Ibrahim
al-Mughassil
Khalid Shaikh
Mohammed
Muhammed Atef
Ali Saed Bin Ali
El-Hoorie
Ibrahim Salih Mo-
hammed al-Yacoub
Abdul Rahman
Yasin