Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 10
Vikublað 1.–3. nóvember 201610 Fréttir Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp, í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku. Tannhirðuvörur fyrir börn veita ekki nægilega vörn Munnskol og tannkrem markaðssett fyrir börn en innihalda ekki ráðlagt magn af flúor til að vernda tennur þeirra M unnskol og tannkrem sem sérstaklega er markaðs­ sett fyrir börn eru oft langt frá því að standast þau við­ mið sem Landlæknisemb­ ættið gerir til flúormagns í slíkum vör­ um. Dæmi eru um að tannlæknar hafi varað foreldra við að nota munnskol eftir tannburstun þar sem flúormagnið í barnamunnskolinu sé of lítið og með því sé í raun verið að skola burt flúorið frá tannkreminu og auka þannig í raun hættuna á tannskemmdum. Mikilvæg vörn Notkun flúors er best þekkta vörnin gegn tannskemmdum en flúor herðir glerunginn og getur unnið gegn tann­ skemmd á byrjunarstigi. Mælt er með að tennurnar séu burstaðar tvisvar á dag með flúortannkremi að flúor­ styrkleika á bilinu 1000–1500 ppm F. (e. parts per million eða einn milljón­ asti) Það viðheldur lágmarksflúorstyrk í munnholi og er því afar áhrifamik­ ill þáttur í daglegri vörn gegn tann­ skemmdum, samkvæmt ráðlegging­ um yfirtannlæknis Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu til foreldra á vef stofnunarinnar. Ráðlagt magn tann­ krems og styrkur flúors í tannkremi (ppm F) fer eftir aldri barns og sjá má í meðfylgjandi töflu. „Þar sem tannskemmdir hjá ís­ lenskum börnum og unglingum eru algengar er einnig mælt með reglu­ legri flúorskolun tanna með 0,2% NaF munnskoli frá 6 ára aldri,“ segir enn fremur um munnskol. Eins og sjá má á töflunni er ráð­ lagt magn fyrir börn sex ára og eldri í hvert skipti einn sentimetri af flúor­ tannkremi með flúorstyrk 1350­1500 ppm F. Skrautlegar umbúðir Blaðamaður DV gerði sér ferð í Hag­ kaup til að finna tannhirðuvörur sem augljóslega er beint sérstaklega að börnum. Blaðamaður keypti tvær tegundir af barnatannkremi og tvær flöskur af barnamunnskoli – Hello Kitty og Star Wars frá framleiðandan­ um SmileGuard – auk einnar flösku af hinu þekkta Colgate­Multi Protect­ ion munnskoli, sem margir fullorðnir kannast við og nota. Flestar þessar vörur áttu það sam­ eiginlegt, fyrir utan að vera skraut­ legar og skreyttar teiknimynda­ fígúrum sem höfða til barna, að vera nokkuð frá þeim viðmiðum um flú­ orstyrk sem Landlæknisembættið mælir með fyrir börn. Þó ber að taka fram að margar aðrar vörur voru einnig í boði, jafnvel frá sömu fram­ leiðendum, sem uppfylltu þessar kröfur. Fjórðungi minni styrkur en mælt er með Uppgefinn styrkur flúors í Hello Kitty­ og Star Wars­munnskolinu reyndist 0,05% (eða 225 ppm F). Athugið að styrkleikinn sem Landlæknisemb­ ættið mælir með er 0,2%, eða fjórð­ ungi meira en finna má í þessum flöskum. Nákvæmlega sama lága gildi var að finna í Colgate­munnskolinu og í barnamunnskolinu. Einn tann­ læknir sem DV bar flöskurnar undir rak sömuleiðis augun í að í innihalds­ efnum þess barnamunnskols sem um ræðir væri að finna sítrónusýru, sem hann vissi ekki betur en að hefði skaðleg áhrif á tennur. Tannkrem sem ætti að forðast Þegar kom að barnatannkreminu var ástandið litlu skárra. Þar hafði orðið fyrir valinu Hello Kitty­tann­ krem frá framleiðandanum Firefly og barnatannkrem frá hinum þekkta framleiðanda Crest. Síðarnefnda tannkremið var langt frá því að stand­ ast kröfur. Crest­tannkremið er með flúorstyrk upp á aðeins 500 ppm F. Í áðurnefndri grein yfirtannlækn­ is Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis­ ins segir orðrétt: „Barnatannkrem með minni flúorstyrk en 1000 ppm F, ætti aldrei að nota.“ Hello Kitty­tannkremið státar af flúormagni 1000 ppm F, sem rétt nær lágmarkinu sem ætlast er til fyrir börn 3 ára og yngri og börn 3–5 ára. Hins vegar er ljóst að tannkremið sem skartar þessari vinsælu teikni­ myndafígúru ætti ekki að notast af börnum 6 ára og eldri. Athugun DV sýnir mikilvægi þess að foreldrar séu meðvitaðir um þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til flúor tannkrems og munnskols og vandi valið þegar í verslanir er kom­ ið. Mikilvægt er að lesa innihaldslýs­ ingar á umbúðum og vera upplýst um þau viðmið sem sérfræðingar á þessu sviði setja. n Ráðlagður styrkur og magn af flúortannkremi/munnskoli Tannkrem: n Yngri en 3 ára: ¼ af nögl litlafingurs (1000–1350 ppm F) n 3–5 ára: Nögl af litlafingri (1000–1350 ppm F) n 6 ára og eldri: 1 sentimetri af flúortannkremi (1350–1500 ppm F) Munnskol: n 6–9 ára: 5 ml. af 0,2% NaF munnskoli, einu sinni í viku. n 10–16 ára: 10 ml af 0,5% NaF munnskoli, einu sinni í viku. UpplýSingar aF veF landlækniSeMbæTTiSinS og HeilSUgæSlU HöFUðborgarSvæðiSinS. Hello kitty- munnskol: Flúor: 0,05% (225 ppm F) Star Wars- munnskol: Flúor: 0,05% (225 ppm F) Colgate Multi- protection: Flúor: 0,05% (225 ppm F) Crest for kids-tannkrem: Flúor: 500 ppm F) aðlaðandi vörur Ófullnægj- andi innihald. Þessar vörur eiga það sameiginlegt að vera með minna magn flúors en mælt er með. Mynd SigTryggUr ari Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Laun hækkað um 10,5 prósent Mikil kaupmáttaraukning undanfarin misseri Á síðustu tólf mánuðum hafa regluleg laun landsmanna hækkað um 10,5 prósent sem gaf að meðaltali 8,5 prósenta kaupmáttaraukningu. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að kaupmáttur launa sé nú meiri en hann hefur verið nokkurn tíma áður. Hann var mestur í ágúst 2007, náði svo sama stigi í nóvember 2014 og síðan þá hefur hann aukist um 13,9 prósent. Launa­ hækkanir hafa verið miklar síðustu mánuði og fór tólf mánaða launa­ hækkunartaktur upp í 13,4 prósent í apríl í ár. Þá segir að regluleg laun hafi að meðaltali verið 2,8 prósentum hærri á öðrum ársfjórðungi 2016 en á fjórðungnum á undan og jó­ kst kaupmátturinn um 1,8 prósent á þessu tímabili. Árshækkun launa frá öðrum ársfjórðungi 2015 var 13 prósent sem gaf 11,2 prósenta kaup­ máttaraukningu. n ritstjorn@dv.is Hello kitty-tannkrem: Flúor: 0,22% (1000 ppm F)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.