Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 28
Vikublað 1.–3. nóvember 201624 Lífsstíll K veikjan að þessu var loka- verkefni í margmiðlunar- hönnun í Borgarholtsskóla. Lokaverkefnið var sumsé að gera bók en þar sem ég hef mikinn áhuga á matreiðslu ákvað ég að gera matreiðslubók,“ segir Hildur Rut Ingimarsdóttir, 28 ára, sem á dögunum gaf út bókina Avocado. Hollur og góður Eins og nafnið gefur til kynna inni- heldur bókin uppskriftir sem inni- halda avókadó á einn eða annan hátt. Hildur hefur lengi haft mikinn áhuga á hollri og einfaldri matargerð og í bókinni má finna margar girni- legar, hollar og auðveldar uppskrift- ir. Aðspurð hvers vegna hún hafi ákveðið að tileinka heila bók þessum tiltekna ávexti segir Hildur: „Ég nota sjálf mikið avókadó og hef í gegnum árin safnað að mér uppskriftum. Svo bætti ég við nýjum uppskriftum og bjó til uppskriftir fyrir bókina.“ Hún bætir við að ávöxturinn sé ekki bara góður og henti vel í margar uppskriftir heldur sé hann líka einstaklega hollur. „Sonur minn, sem er fjögurra ára, elskar avókadó og það er sniðugt að nota hann sem ungbarnamat. Það eru margir sem þekkja ekki þá möguleika sem ávöxturinn býður upp á og hugsa að hann sé fyrst og fremst notaður í gvakamole eða sem álegg ofan á brauð,“ segir Hildur. Fékk hæstu einkunn Sem fyrr segir var bókin liður í loka- verkefni hennar í margmiðlunar- hönnun við Borgarholtsskóla. Hildur segist í fyrstu ekki hafa ætlað að gefa bókina út, en kennarar hennar hafi hvatt hana eindregið til þess. „Ég hef mikinn áhuga á grafískri hönnun, það var aðalatriðið með verkefninu,“ segir Hildur og bætir við að hún hafi sjálf séð um hönnun bókarinnar, tekið myndir og meira að segja séð sjálf um útgáfuna með aðstoð föður síns. Hildur vinnur í Pennanum Ey- mundsson og fékk hún góð ráð frá þaulreyndum starfsmönnum þar. Afraksturinn kom í bókaverslanir í síðustu viku og var glæsilegt útgáfuhóf haldið á fimmtudagskvöld. Það þarf svo vart að taka það fram að Hildur fékk hæstu einkunn fyrir verkefnið og kúrsinn. Aðspurð hvort útgáfa bókarinnar hafi kveikt einhvern neista um frekari bókarskrif, segir Hildur að það sé aldrei að vita nema hún gefi út fleiri bækur. „Þetta er allavega gaman og ef þetta gengur vel, sem það hefur sannarlega gert, gæti ég hugsað mér að gera eitthvað meira,“ segir Hildur að lokum. Hún féllst á að deila með lesendum einni gómsætri uppskrift úr bókinni og má sjá hana hér fyrir ofan. n S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953 Opnunartími Mán - fim 9:00 -18:00 Föstudaga 9:00 - 17:00 Laugardaga 10:00 -14:00 Sími: 557 6677 Netfang: shelgason@shelgason.is www.shelgason.is Lokaverkefnið varð að matreiðslubók n Hildur skrifaði uppskriftabók um avókadó n Fékk að sjálfsögðu hæstu einkunn Avókadó og feta- kartöflusalat Þetta er ferskt og gott kartöflusalat sem passar sérlega vel með fiski eða kjöti. Það er upplagt að leika sér aðeins með uppskriftina og bæta við sólþurrk- uðum tómötum, agúrku eða því sem ykkur dettur í hug. Fyrir tvo til þrjá n 300 g parísarkartöflur n 1–2 avókadó n 2 dl fetakubbur n 3 msk. blaðlaukur n 1 msk. ólífuolía n 1 msk. steinselja n salt og pipar Skerið parísarkartöflurnar í tvennt og avókadó, blaðlauk og fetaost í smáa bita. Blandið öllu hráefninu varlega saman í skál. Einnig er sjálfsagt að nota soðnar kartöflur sem eru þá afhýddar og skornar í bita. Flott bók Bókin Avocado kom í verslanir í síðustu viku. Hildur ætlaði sér í raun aldrei að gefa bókina út. Það breyttist þegar kennarar hennar hvöttu hana til þess. Hér er hún með syni sínum í eldhúsinu. Gerði allt sjálf Hildur tók myndir, vann upp- skriftirnar og gaf bókina út. ÞITT BESTA VAL Í LITUM HANNAH NOTAR LIT 3-65 PALETTE DELUXE NÚ MEÐ LÚXUS OLEO-GOLD ELIXIR GERÐU LIT AÐ LÚXUS FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI GLJÁ* NR. 1 Í EVRÓPU NÝTT Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.