Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 8
Vikublað 1.–3. nóvember 20168 Fréttir Guðrúnartúni 4, 105 reykjavík Sími: 533 3999 www.betraGrip.iS Opið virka daga frá kl. 8–17 gæða dekk á góðu verði B iðlaunaréttur þeirra þing­ manna og ráðherra sem hætta á þingi að afloknum þessum kosningum nemur tæpri 131 milljón króna. Alls víkja 32 þingmenn af Alþingi nú að loknum kosningum. 23 þingmenn gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og 9 þingmenn náðu ekki endurkjöri. Meðal þessara 32 þingmanna eru þrír ráðherrar og forseti Alþingis en biðlaunaréttur þeirra er hærri en al­ mennra þingmanna. Samkvæmt lögum um þingfarar­ kaup alþingismanna og þingfarar­ kostnað eiga þingmenn sem setið hafa í eitt kjörtímabil á Alþingi rétt á biðlaunum í þrjá mánuði. Hafi þing­ maður setið í meira en eitt kjörtímabil á hann rétt á biðlaunum í sex mánuði. Ráðherrar sem láta af embætti eiga rétt á þriggja mánaða biðlaunum en hafi þeir setið í ráðherrastól í sam­ fellt eitt ár eða lengur eiga þeir rétt á biðlaunum í sex mánuði. Forseti Al­ þingis nýtur sömu kjara og ráðherrar. Þingfararkaup er nú 762.940 krónur á mánuði og grunnlaun ráðherra eru 1.347.330 á mánuði. Samkvæmt fyrrgreindum lög­ um skulu biðlaunagreiðslur til þing­ manna eða ráðherra falla niður taki þeir við starfi þar sem launagreiðslur eru jafn háar eða hærri en biðlauna­ greiðslur sem þeir njóta. Séu launin í nýja starfinu hins vegar lægri en biðlaunaréttur skal greiða launa­ mismuninn til loka tímabilsins. Biðlaunaréttur þeirra þing­ manna og ráðherra sem ekki gáfu kost á sér til endurkjörs nemur 98.711.700 krónum. Biðlaunaréttur þeirra þingmanna sem féllu í kosn­ ingunum nemur 32.888.200 krón­ um. Það fer síðan eftir því hvernig skipast í ráðherrastóla hvort upp­ hæðin muni enn hækka. Víki sitj­ andi ráðherrar, sem kjörnir voru á þing síðastliðinn laugardag, úr ráð­ herrastól eiga þeir rétt á biðlaunum sem nema mismuni milli þingfarar­ kaups og ráðherralauna. Ríkissjóð­ ur greiðir öll umrædd biðlaun. Eftir alþingiskosningarnar 2013 hurfu 27 þingmenn af þingi. Bið­ launagreiðslur það ár námu ríflega 90 milljónum króna, um 10 prósent­ um af launagreiðslum Alþingis. n 130 milljónir í biðlaun til þing anna Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is 8.083.980 kr. Einar K. Guðfinnsson 8.083.980 kr. Illugi Gunnarsson 8.083.980 kr. Ragnheiður E. Árnadóttir 8.083.980 kr. Sigrún Magnúsdóttir 4.577.640 kr. Össur Skarphéðinsson 2.288.820 kr. Haraldur Einarsson 2.288.820 kr. Þorsteinn Sæmundsson 2.288.820 kr. Brynhildur Pétursdóttir 4.577.640 kr. Róbert Marshall 4.577.640 kr. Katrín Júlíusdóttir 2.288.820 kr. Páll Jóhann Pálsson 4.577.640 kr. Valgerður Bjarnadóttir 2.288.820 kr. Willum Þór Þórsson 2.288.820 kr. Elín Hirst 2.288.820 kr. Karl Garðarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.