Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 38
Vikublað 1.–3. nóvember 201632 Fólk Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Súrdeigsbrauðin okkar eru alvöru u Heilkorna u 100% spelt u Sykurlaus u Gerlaus u Olíulaus Þ að fór ekki fram- hjá nokkrum manni að kosið var til Alþingis á laugardag. Eins og venja er skiptust á skin og skúrir hjá frambjóð- endum enda er eins manns dauði annars brauð. Stemningin var þó almennt góð á kosningavökum flokk- anna, að minnsta kosti hjá Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum en þar leit ljósmyndari DV við á laugardagskvöld. Sjálf- stæðisflokkur var ótví- ræður sigurvegari kosn- inganna en árangur VG var einnig góður. Gleðin við völd Fyrstu tölur Hér má sjá forystusveit Vinstri grænna sem fagnaði fyrstu tölum ákaft. Fyrir miðri mynd stendur formaðurinn, Katrín Jakobsdóttir, og henni á vinstri hönd stendur Kol- beinn Óttarsson Proppé, nýr þingmaður. Svandís Svavarsdóttir stendur henni á hægri hönd og fyrir aftan þau má sjá Ara Trausta Guðmundsson, sem einnig var kjörinn á þing á laugardag. Fimma Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir laganemi skipaði 2. sætið á lista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavíkurkjör- dæmi norður. Áslaug Arna mun því setjast á þing í fyrsta sinn. Brosmild Söngkonan Sigríður Thorlacius var brosmild á kosninga- vöku VG. Hún skipaði 19. sætið á lista VG í Reykjavík norður. Rýnt í tölur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, hafði ástæðu til að gleðjast á laugardags- kvöld. Flokkur hans vann stórsigur í kosningunum. Hér rýnir Bjarni í nýjustu tölur á laugardagskvöld. Vinkonur Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benediktssonar, stendur hér við hlið Svanhildar Hólm Valsdóttur, sem er að- stoðarkona Bjarna. Svanhildur er sem kunnugt er eiginkona fjölmiðlamannsins Loga Bergmanns. Bræðurnir saman Gústaf og Brynjar Níelssynir voru temmilega hressir á kosningavöku Sjálfstæðismanna á Grand Hótel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.