Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 14
Vikublað 1.–3. nóvember 201614 Fréttir V ið verðum að reyna eins og við getum að ná fram einhverju réttlæti. Það er augljóst að ef Sandra yrði dæmd á sínum forsendum þá myndi þetta líta allt öðruvísi út,“ segir Margrét Fenton, Magga eins og hún er yfirleitt kölluð, móðir Söndru Sigrúnar Fenton, en Sandra afplánar nú 37 ára fangelsisdóm í Bandaríkj- unum vegna tveggja bankarána sem hún framdi í Virginíufylki árið 2013. Um er að ræða þyngsta dóm sem Ís- lendingur hefur hlotið, svo vitað sé, en sögu Söndru verður best lýst sem miklum harmleik. Í ítarlegu viðtali við DV í ágúst síðastliðnum lýsti Magga þeim raun- um sem Sandra og fjölskyldan hafa gengið í gegnum undanfarin ár. Meðferð máls Söndru fyrir banda- rískum dómstólum þykir að mörgu leyti afar furðuleg en Sandra var meðal annars dæmd fyrir vopna- burð án þess að nokkuð vopn hefði verið til staðar. Þá telur fjölskyldan að litið hafi verið fram hjá fjölmörg- um veigamiklum atriðum þegar dæmt var í málinu auk þess sem það flækti málið umtalsvert að um var að ræða tvö rán hvort í sinni sýslunni í Virginíu, annars vegar Norfolk og hins vegar Chesapeake. Reynslulausn var afnumin í Virginíuríki árið 1995 og eiga fangar því ekki möguleika á að losna fyrr út vegna góðrar hegðunar. Sandra og fjölskylda hennar hyggjast nú fara fram endurupptöku málsins og knýja fram réttlæti. Ef allt fer að ósk- um mun Sandra eiga möguleika á að sjá Rylan, fimm ára gamlan son sinn, vaxa úr grasi, og fá jafnframt tækifæri til að nýta reynslu sína til góðs, en hana dreymir um að hjálpa öðrum sem villst hafa af beinu brautinni. Fékk aldrei að tjá sig Líkt og fram kom í viðtali DV við Möggu í ágúst er Sandra fædd á Ís- landi þar sem hún bjó fyrstu tvö ár ævinnar, en hún hefur ætíð litið á sig sem Íslending. Hún þótti efnilegur námsmaður áður en hún varð háð sterkum verkjalyfjum í kjölfar slyss á unglingsárum, auk þess sem hún varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi. Sökk hún í kjölfarið djúpt í neyslu fíkniefna. Bandarískir fréttamiðlar greindu frá því þann 13. ágúst 2013 að ung kona hefði gengið inn í útibú banka í hafnarborginni Norfolk í Virginíu, krafið gjaldkerann um peninga og gefið í skyn að hún væri með vopn – með því að hafa aðra höndina ofan í tösku. Hún hafi flúið út með pening- ana þar sem 33 ára karlmaður beið á flóttabíl. Þau hefðu síðan keyrt yfir til Chesapeake-borgar og rænt þar annan banka á sama hátt. Um- rædd kona var Sandra en bílstjórinn var heróínsalinn hennar, maður að nafni Duane P. Goodson, en sá hafði miðað að henni byssu og hótað henni og fjölskyldu hennar dauða ef hún hlýddi ekki fyrirmælum hans. Sandra var handtekin samdægurs og var samvinnuþýð við lögreglu en það var fyrir hennar tilstilli að Goodson náðist tveimur sólarhringum seinna – með tvær byssur og allan ráns- fenginn. Sandra var ekki með neitt á sér við handtökuna. Mál Söndru og Goodson voru að- skilin fyrir dómi og voru þau dæmd hvort í sínu lagi, án þess að fjallað hafi verið um sameiginlega aðild þeirra í hvoru máli fyrir sig. Var Sandra ákærð – og sakfelld – fyrir rán, sam- ráð um að fremja rán, notkun skot- vopns í glæpsamlegum tilgangi og skotvopnaeign í ólöglegum tilgangi – þó svo að hún hefði hvergi notast við skotvopn eða verið með það á sér. Dæmt var síðar í máli Goodson, sem játaði á sig alla ákæruliðina, og hlaut hann styttri dóm en Sandra. Söndru var skipaður lögfræðingur sem að sögn Möggu hafði lítinn áhuga á málinu og taldi það aug- ljóslega tapað frá upphafi. „Hann sagði henni að játa allt umsvifalaust og ekki koma með neinar mótbárur; þá myndi hún fá eins stuttan dóm og mögulegt væri. Ef hún myndi neita eða þræta fyrir eitthvað myndi hún reita dómarann til reiði og fá mun þyngri dóm. Þar að auki myndi enginn trúa frásögn hennar. Þetta var auðvitað bara haugalygi. Hún fékk aldrei tækifæri til þess að segja sína hlið, hún fékk aldrei neina almenni- lega vörn,“ segir Magga og bætir við að þar af leiðandi hafi aldrei verið tekið til greina að Sandra hafi verið þvinguð til verknaðarins. „Það kemur fram í dómskjölunum að hún sagði við lögmanninn sinn að hún hefði verið logandi hrædd um líf sitt á þessum tímapunkti, enda vissi hún að maðurinn væri hættu- legur og til alls vís,“ segir hún jafn- framt, þess má geta að Goodson bíð- ur dóms fyrir morð sem framið var árið 2007. Þar sem um var að ræða tvö rán hvort í sinni sýslunni kom ekki ann- að til greina en að Sandra fengi tvo dóma, einn fyrir ránið í Norfolk og annan fyrir ránið í Chesapeake. Fyr- ir ránið í Norfolk var hún dæmd í 18,7 ára fangelsi. Dómarinn í Chesa- peake neitaði að leyfa Söndru sitja báða dómana af sér á sama tíma og gaf henni því önnur 18,7 ár, samtals 37 ár. Sá dómari hefur nú verið leyst frá störfum en að sögn Möggu er hún þekkt fyrir gríðarlega og ósanngjarna dómhörku og þótti ekki hæf í starfi. Er það annað atriði sem þau vonast til að muni hjálpa við endurupptöku málsins. Sandra situr nú inni í Fluvanna Correctional Center for Women – ríkisreknu kvennafangelsi í Troy, í rúmlega 90 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Richmond. Þar er líf- ið erfitt og snýst um það eitt að lifa af; sjálfsögð réttindi fanga eru ítrek- að hunsuð og aðstæður bágbornar. Sandra er engu að síður vel liðin af starfsmönnum fangelsisins að sögn Möggu; hún hefur stundað nám í rafmagnsfræðum og liðsinnt ungri konu í hjólastól við daglegar athafn- ir. Þá vonast hún til að verða innan tíðar flutt í þá álmu fangelsisins sem hýsir „góða“ fanga, sem ekki hafa sýnt af sér hættulega eða ógnandi hegðun. „Þau skilja ekki hvað hún er að gera þarna, og finnst ótrúlegt að hún sitji inni fyrir vopnað rán. Hún er svo frábrugðin öllum hinum föngunum, þeim finnst hún svo róleg og þægi- leg.“ Óska eftir hjálp Fjölskyldan hefur sett nú sett sig í samband við lögfræðing sem kann- að hefur möguleika þess að sækja um svokallaða náðun, eða „clem- ency“, hjá ríkisstjóra Virginíufylkis. Sá er vongóður að sögn Möggu, og telur allar líkur á að hægt sé að fá dóminn styttan til muna. Magga seg- ir ekkert annað koma til greina en að berjast fyrir réttlæti í málinu. Í Bandaríkjunum hafa almennir þegnar ekki alltaf efni á réttlæti. Fjöl- skyldan hefur þegar varið nokkrum hundruðum þúsunda í undirbún- ingsvinnu lögfræðingsins en þarf nú að reiða fram rúmlega tvær milljónir íslenskra króna í lögfræðikostnað svo hægt sé að halda vinnunni áfram og taka málið alla leið. Til þess þurfa þau hjálp og hafa því komið á lagg- irnar söfnun undir nafninu Réttlæti fyrir Söndru. n Hægt er að leggja Söndru og fjöl- skyldu hennar lið með því að leggja inn á söfnunarreikning 0565-26- 130260, kt. 081062-5879. PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler 2/1 Tveir fyrir einn MARGSKIPT SJÓNGLER Tilboð: tveir fyrir einn www.plusminus.is Ætla að ná fram réttlæti Margrét Fenton, móðir Söndru, vonast til að dómurinn yfir dóttur sinni verði styttur Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Hún er svo frá- brugðin öllum hinum föngunum, þeim finnst hún svo róleg og þægileg. Mæðgur Margrét og Sandra þegar lífið var betra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.