Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 30
Vikublað 1.–3. nóvember 201626 Menning Við tökum upp söngvara, hljóðfæraleikara, hljómsveitir, hljóðbækur, og margt fleira Stúdíó NORN Síðumúla 17, 108 Reykjavík • Sími 561 7200 • studionorn.is • facebook.com/studionorn Íslensk samtímaorðræða í biblíuskotnum stíl Ólafur Guðsteinn tekst á við hvunndags-Frankenstein F jöldinn allur af áhugaverðum sjálf- útgefnum ritverk- um kemur út fyrir jólin en flýgur lágt und- ir radarinn hjá fjölmiðl- um og á bóksölulistum. Eitt þeirra er Bréf, áeggj- anir og hugleiðingar um lífsbrandarann, önnur bók Ólafs Guðsteins Kristjánssonar, sem er meðal annars þekktur sem söngvari pönksveit- arinnar Örkuml og til- raunarokksveitarinnar Skátar. Ólafur Guðsteinn segir að bók- in sé í raun nokkuð rökrétt fram- hald af tónlistarsköpuninni, þar sem áherslan hafi verið á að gera einfald- lega það sem menn vildu og líkaði burtséð frá því hvað öðrum fannst. „Ég vil meina að heilmikið pönk og heilmikið helvíti sé í henni að finna, þannig að maður notist við þennan þekkta Húsavíkur-frasa, allavega í fyrri hlutanum, en verkið skiptist í tvo hluta á ótölusettum síðum,“ segir hann. Bókin er samansafn dagsettra tækifærisræða, auglýsinga, bréfa og ýmiss konar áeggjana sem virð- ast endurspegla íslenska samtíma- orðræðu en í ólíkt uppskrúfaðri og biblíu skotnari stíl en gengur og ger- ist í heitum pottum og í kommenta- kerfum landsmanna. „Samnefnari fyrir ræðumann, ef við notumst við það heiti, er svo að segja hvunndags-Jói eða ef til vill minn hvunndags-Franken- stein, enda eru persónurnar ótta- leg skrímsli, kannski marghöfða skrímsli,“ útskýrir Ólafur. „Útgangspunkturinn var sá að ég fylgist, eins og gengur og gerist, með samfélagsumræðunni og þar er sannarlega ekki allt sem látið er frá sér fara löðrandi í vitsmunum og því síður sýnir fólk færni á ritvellinum, Níu listamenn sem DV mælir með á Iceland Airwaves 2016 H in árlega tónlistarveisla Iceland Airwaves hefst á miðvikudag og stendur í fimm daga víðs vegar um Reykjavík. Yfir tvö hundruð listamenn munu koma fram á fimmtán tónleikastöðum sem hluti af opinberri dagskrá hátíðarinnar. Þá munu fjölmargir aðrir koma fram á off-venue tónleikum sem fara fram í nánast hverri einastu kytru og knæpu miðbæjarins í hátíðarvikunni. Það er því hægara sagt en gert að ákveða hvað skal sjá og heyra, og því auð- veldar DV lesendum valið með því að kynna feyrir þeim níu áhugaverða listamenn sem koma fram á hátíð- inni. Hægt er að heyra lög með lista- mönnunum á dv.is. n Frankie Cosmos Föstudagur 23.30, Gamla Bíó. Frankie Cosmos er listamannsnafn hinnar 22 ára gömlu Gretu Kline (dóttur leikaranna Kevins Kline og Phoebe Cates) sem spilar lágstemmt, glaðlegt indípopp þar sem misbrestir og tæknilegur ófullkomleiki í tækni og færni er notaður tónlistinni til framdráttar. Eðal krúttpopptónlist fyrir velmegunarkrakka sem kunna ekki að meta glansfagurfræði kapítalismans. Dizzee Rascal Miðvikudagur kl. 00.10, Harpa Silfurberg. og Kano Laugardagur kl. 01.00, Valshöllin. Tveir af frumkvöðlum bresku grime-tónlistarinnar mæta á Iceland Airwaves – en hvor í sínu lagi þó – Dizzee Rascal og Kano. Grime er hljóðheimur, rappstíll og fagurfræði sem þróaðist á sjóræningjaútvarpsstöðum í innhverfum og fjölmenningarlegum félagsíbúðum Lundúna í upphafi árþúsundarins. Taktarnir eru harðir, rappið hratt, og uppfullt af agressjón og breskum húmor. Dizzee Rascal var ekki orðinn tvítugur þegar hann sló í gegn með plötunni Boy in da Corner árið 2003, og varð þar með fyrsta stjarna grime-sins og fyrsti breski rapparinn til að ná alheimshylli. Kano hefur einnig verið viðloðandi senuna frá aldamótum og notið nokkurra vinsælda í Bretlandi en er fyrst núna að fá almennilega athygli utan heimalandsins. Hann hlaut meðal annars tilnefningu til Mercury-verðlaunanna fyrir nýjustu plötuna sína. Julia Holter Fimmtudagur kl. 21.00, Hafnarhúsið. Tónlist Juliu Holter er einstak- lega hlý og alúðleg, það hefur verið nostrað við hvert smáatriði til að skapa leiðslu- kennda indípopptónlist þar sem einkennandi viðmótsþýð rödd Holter og grípandi melódíur eru í aðalhlutverki. Þetta er „feel-good“ tónlist fyrir myrk haustkvöld. Amnesia Scanner Fimmtudagur kl. 00.20, Harpa Kaldalón. Tilraunakennd raftónlist úr myrkustu húsasundum Berlínar- borgar verður á boðstólum í Kaldalóni eftir að ljóðakvöldi hátíðarinnar, Airwords, lýkur. Hér er tónlist uppfull af ónotakennd, framtíðarsýnum og dansvænum töktum frá mönnum sem hafa unnið með Holly Herndon og Mykki Blanco. Þetta er „must-hear“ fyrir framsækna frændann. Kate Tempest Laugardagur kl. 23.30, Gamla Bíó. Kate Tempest er bresk skáldkona, leikskáld og rappari sem hefur vakið athygli fyrir ljóð sín sem hún hefur ýmist flutt með eða án tónlistar. Smám saman færði hún sig úr ljóðaslammsenunni og yfir í rappheiminn. Nýjasta platan hennar er 48 mínútna ljóðverk í rappstíl um örvilnaða og arðrænda íbúa fátækrar götu í Suður- London. Tónlistin er hrá bassadrifin raftónlist sem fer vel við tilfinningaþrunginn flutninginn. Kano Dizzee RascalRapparar, skáldkonur og þroskahamlaðir pönkarar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.