Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 18
Vikublað 1.–3. nóvember 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Hvað kom fyrir Samfylkinguna? J afnaðarmenn hljóta að spyrja sig að því hvernig það gat gerst að flokkur sem í allnokkurn tíma hafði fjöldafylgi og skilgreindi sig sem turn í íslenskum stjórnmál- um skuli hafa hrunið og orðið rústir einar. Samfylkingin er nú örflokkur, með þrjá þingmenn, þar af einn kjör- dæmakjörinn. Niðurlægingin er al- gjör. Eftir skelfilega útreið stóð for- maður flokksins, Oddný G. Harðar- dóttir, yfir rústum síns eigin flokks og sagðist ekki ætla að leita skýringa heldur horfa fram á veginn. Það voru furðuleg viðbrögð en sennilega var áfallið svo mikið að formaðurinn gat ekki hugsað skýrt eftir mesta áfall í sögu flokksins. Vitaskuld þarf flokk- urinn að rýna í mistök sín og læra af þeim – en hugsanlega er það orðið of seint. Kjósendur eru á braut. Trúverðugleiki Samfylkingar- innar er enginn. Mistökin eru svo mörg og margvísleg og sum þeirra nokkurra ára gömul. Því verður ekki neitað að ríkisstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur glataði trausti stórs hóps kjósenda sem upplifðu sig svikna þegar þeirri ríkisstjórn tókst ekki að uppfylla hið margtuggna loforð sitt um skjaldborg fyrir heimilin. Það er alveg sama hversu vel Samfylk- ingunni finnst sér hafa tekist upp í þeirri ríkisstjórn, kjósendur gáfu henni falleinkunn. Síðustu misserin hafa hörð innan flokksátök markað flokkinn. Í þingflokknum virtust menn hrein- lega ekki þola hver annan og lengi vel virtist sem helsta baráttumál flokks- ins væri að losa sig við formanninn, Árna Pál Árnason. Atlaga að honum úr launsátri var ekki til að auka trú al- mennings á flokki, sem virtist iðnari við bræðravíg en því að koma sér upp sómasamlegri stefnu sem væri landi og þjóð til hagsbóta. Samflokks- menn Árna Páls sáu til þess að hann hrökklaðist frá og nýr formaður, Oddný G. Harðardóttir, var kosinn til að auka fylgi Samfylkingar. Eftir kjör sitt boðaði hún 130 daga áætlun sem átti að auka fylgið. Lítt fréttist síðan af þeirri áætlun en því meir af fjölda- flótta frá flokknum. Kosningabarátta Samfylkingar- innar var ómarkviss og fálmkennd. Það er ekki nóg að mæta í Kringluna og Smáralind og gefa rauðar rósir. Það þarf að mæta til leiks með stefnu- mál sem skipta kjósendur máli. Það mistókst. Kjósendur á vinstri væng sáu enga ástæðu til að kjósa Samfylk- inguna því þeir höfðu Vinstri græn og hina öflugu Katrínu Jakobsdóttur. Kjósendur á miðjunni hafa enga þörf fyrir Samfylkinguna sem þeim finnst of langt til vinstri og gátu hall- að sér að Bjartri framtíð eða Pírötum. Hægri kratar áttu ekki í vandræðum og tóku Viðreisn fagnandi, flokki sem formaður Samfylkingar hafði sagt að enginn jafnaðarmaður myndi kjósa. Eftir stendur samfylking þriggja þingmanna. Einn þeirra var formaður flokksins og hefur nú sagt af sér. Annað var ekki í boði. Formað- urinn gat ekki vikið sér undan ábyrgð á skelfilegri stöðu flokksins. Enginn veit hvað verður um Samfylkinguna, eða réttara sagt, það sem eftir er af henni. n Það eru geim- verur þarna úti Sævar Helgi Bragason um himingeiminn. – DV Óttarr sem mennta- málaráðherra? Miklar líkur eru á að Björt fram- tíð verði í næstu ríkisstjórn, hvernig sem hún verður annars samsett. Þótt alls ekki sé tíma- bært að raða fólki í ráðherraemb- ætti horfa margir í menningar- geiranum vongóðir til þess að Óttarr Proppé taki sæti í mennta- málaráðuneytinu. Óttarr er lista- maður og þekkir menningarlífið út og inn og nýtur þar virðingar og trausts. Með þessa reynslu ætti hann að geta orðið afbragðs menntamálaráðherra. Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. kjúklinga vefjur og borgarar Skráðu þig í Bed&Breakfast klúbbinn okkar og fáðu betri kjör s: 426 5000 — booking@bbkefairport.is — bbkeflavik.com Ertu á leið í flug? Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu Af hverju eru allir að gefa ránfuglinum að borða? Óboðinn gestur á kosningavöku Sjálfstæðismanna. – RÚV Þetta er ekki góð niðurstaða Sigmundur Davíð um niðurstöður kosninga. – Fréttablaðið „Formaðurinn gat ekki vikið sér undan ábyrgð á skelfilegri stöðu flokksins. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is MynD Bragi ÞÓr JÓSefSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.