Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 12
Vikublað 1.–3. nóvember 201612 Fréttir Gæði í merkingum www.graf.is • Sandblástursfilmur • Skilti úr málmi, plasti og tré • Merkingar á bíla Hjallahraun 2, Hfj. - S: 663-0790 É g fyllist oft vonleysi, sérstak- lega þegar að ég hugsa til þess hvað ég á eftir að vera hérna lengi. Ég verð afskap- lega hrædd þegar ég hugsa um hvernig allt verður þegar að ég losna. Það er ekki einu sinni víst að mamma og pabbi verði á lífi,“ segir Sandra Sigrún Fenton sem afplán- ar 37 ára fangelsisdóm í Bandaríkj- unum vegna tveggja bankarána sem hún tók þátt í árið 2013 í Virginíuríki. Lífið innan veggja fangelsisins, eins og Sandra lýsir því, snýst um það eitt að lifa af. Fangaverðir hika ekki við að beita líkamlegu ofbeldi og slags- mál og kúgun á meðal fanga eru tíð. Þá er allt annað en sjálfsagt að föngunum sé veitt læknisþjónusta, og jafnvel nauðsynleg lyf. Því hefur Sandra sjálf fengið að kynnast. Viðtal DV við móður Söndru, Möggu Fenton vakti gríðarlega athygli í ágúst síðastliðnum, þá ekki síst hvernig mál Söndru var með- höndlað fyrir bandarískum dóm- stólum. Hún hafði um árabil barist við fíkniefnaneyslu þegar ránin voru framin og ekki var tekið til greina að samverkamaður Söndru í ránunum, heróínsalinn hennar, hótaði henni og barni hennar lífláti ef hún tæki ekki þátt. Þá voru mál þeirra aðskilin fyrir dómi með þeim afleiðingum að Sandra var dæmd á þeim forsend- um að hún hefði sjálf skipulagt og framið vopnað rán, þó svo að hún hefði hvergi notast við skotvopn eða verið með það á sér. Sandra bindur nú allar vonir við að mál hennar verði tekið upp á ný og nýr dómur falli sem verði í samræmi við hennar þátt í mál- inu en líkt og fram kemur í viðtali við Möggu, móður hennar í DV í dag, hefur fjölskyldan nú hrundið af stað söfnun fyrir þeim lögfræði- kostnaði sem hlýst af því að sækja um svokallaða náðun hjá ríkisstjóra Virginíufylkis. Ef Sandra situr af sér allan dóminn verður hún rúmlega sextug þegar hún getur um frjálst höfuð strokið. Sandra hefur búið í Bandaríkjunum frá þriggja ára aldri með móður sinni en hún heimsótti Ísland á hverju ári þegar hún var yngri og hefur því sterk tengsl við land og þjóð. „Ég er hræddust um að þurfa að vera án sonar míns og foreldra minna í áratugi,“ segir hún en sonur hennar Rylan er fimm ára gamall og hefur búið hjá ömmu sinni og afa frá fæðingu. „Ef málið verður ekki tekið upp og dómurinn styttur þá hef ég ekki mikið til að lifa fyrir. Ég get ekki séð sjálfa mig hér í 35 ár til viðbótar.“ Er bara númer Aðstæðunum í Fluvanna Correct- ional Center for Women, þar sem Sandra afplánar dóm sinn, var lýst í fyrrnefndu viðtali í DV. Í fangels- inu eru hýstir á bilinu 3.500 til 5.000 „lífið er frekar tilgangs- laust“ n sandra sigrún lýsir lífinu í kvennafangelsi í Bandaríkjunum n Dagarnir langir og erfiðir n Ofbeldi og misbeiting valds af hálfu fangavarða„Við erum ekki barðar á hverjum degi en það kemur fyrir Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Hann er það besta sem ég á í lífinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.