Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 24
Vikublað 1.–3. nóvember 201620 Sport
Í fremstu röð sjö
árum eftir stofnun
n RB Leipzig enn taplaust við topp deildarinnar í Þýskalandi n Klúbburinn var stofnaður 2009
Á
ður en tímabilið hófst í þýsku
Bundesligunni í knattspyrnu
bjuggust flestir við að nýliðar
RB Leipzig yrðu í basli í neðri
hluta deildarinnar. Einhverjir
áttu þó von á að liðið gæti komið á
óvart og blandað sér í baráttuna um
sæti í Evrópudeildinni, en jafnvel þeir
allra bjartsýnustu áttu ekki von á því
að í nóvember yrði liðið enn taplaust
og í harðri baráttu við FC Bayern á
toppi deildarinnar. Eftir níu umferðir
eru nýliðarnir í 2. sæti, tveimur stig-
um frá Bayern.
Stofnað 2009
Öskubuskuævintýri RB Leipzig hefur
verið lyginni líkast enda var félagið
stofnað fyrir sjö árum, árið 2009. Ár-
angurinn þarf þó ekki að koma á
óvart sé litið til fjárhagslegra bak-
hjarla félagsins. RB Leipzig, sem heit-
ir fullu nafni RasenBallsport Leipzig,
var stofnað að frumkvæði Red Bull
GmbH, fyrirtækis sem er líklega best
þekkt fyrir samnefnda orkudrykki.
Red Bull sterkur bakhjarl
Á undanförnum árum hefur Red Bull
gert sig gildandi í íþróttum og á fyr-
irtækið nokkur knattspyrnu félög.
Má þar nefna Red Bull Salzburg í
Austurríki og New York Red Bulls í
Bandaríkjunum. Þá á fyrirtækið lið
í Formúlu 1, Red Bull Racing, sem
heimsmeistarinn Sebastian Vettel ók
fyrir í mörg ár.
Fyrirtækið veltir milljörðum á
milljarða ofan á hverju ári og frá
stofnun hafa djúpir vasar eigendanna
komið félaginu að gagni. Þó að pen-
ingar séu til staðar hefur félagið ekki
varið mörgum milljörðum í nýja leik-
menn á hverju sumri og því hefur ár-
angurinn í haust komið á óvart. Tve-
ir dýrustu leikmennirnir sem félagið
hefur keypt eru Skotinn Oliver Burke
og Gíneumaðurinn Naby Keita sem
hvor um sig kostaði fimmtán milljón-
ir evra í sumar. Naby kom frá Red Bull
Salzburg sem, eins og áður greinir,
er einnig í eigu Red Bull. Annar leik-
maður sem kom í sumar, brasilíski
bakvörðurinn Bernardo, var einnig í
eigu Red Bull Salzburg.
Stóru klúbbarnir eyða meira
Í sumar keypti félagið leikmenn fyrir
50 milljónir evra, í fyrrasumar fyrir 26
milljónir evra og sumarið 2014 voru
keyptir leikmenn fyrir 23,3 milljónir
evra. Síðastliðin þrjú ár hefur félagið
því eytt tæpum 100 milljónum evra í
nýja leikmenn. Til samanburðar hef-
ur stórlið FC Bayern keypt leikmenn
fyrir 211 milljónir evra, Dortmund
194 milljónir evra, Wolfsburg 159
milljónir evra og Bayer Lever kusen
Örugg hýsing
gagna
Traustur rekstur
tölvukerfa
Sérhannaðar
hugbúnaðarlausnir
Hádegismóum 4 · 110 Reykjavík · 547 0000 · premis.is Við erum alltaf með lausnir
Við sérhæfum okkur í uppsetningu og þjónustu
við fyrirtæki sem vilja nýta sér kosti Office 365.
Við erum svo sannarlega á heimavelli þar enda
höfum við aðstoðað á annað hundrað fyrirtæki
og sveitarfélög í vegferð þeirra í Office 365.
SharePoint
OneDrive
CRM
Office 2016
Yammer
Exchange
Skype
for businessDelve
Power BI ÞETTA ER OKKAR
HEIMAVÖLLUR
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Marki fagnað Leikmenn RB Leipzig
fagna hér marki í sigurleik gegn Werder
Bremen á dögunum. Markið skoraði
Naby Keita sem er annar af dýrustu
leikmönnum félagsins frá upphafi.
Staðan í Þýsku deildinni
L U J T Mörk Mun. Stig
1 Bayern 9 7 2 0 23 - 5 +18 23
2 RB Leipzig 9 6 3 0 17 - 6 +11 21
3 Hoffenheim 9 5 4 0 17 - 10 +7 19
4 Cologne 9 5 3 1 16 - 6 +10 18
5 Hertha 9 5 2 2 14 - 10 +4 17
6 Dortmund 9 4 3 2 20 - 10 +10 15
7 Eintracht Frankfurt 9 4 3 2 13 - 8 +5 15
8 Freiburg 9 5 0 4 13 - 13 0 15
9 Mainz 9 4 2 3 16 - 15 +1 14
10 Bayer 9 4 1 4 13 - 13 0 13
11 Borussia M. 9 3 3 3 10 - 12 -2 12
12 Schalke 04 9 2 2 5 10 - 11 -1 8
13 Augsburg 9 2 2 5 8 - 14 -6 8
14 Darmstadt 9 2 2 5 8 - 17 -9 8
15 Werder 9 2 1 6 11 - 24 -13 7
16 Wolfsburg 9 1 3 5 6 - 13 -7 6
17 Ingolstadt 9 0 2 7 7 - 19 -12 2
18 Hamburger 9 0 2 7 2 - 18 -16 2