Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 4
Vikublað 13.–15. desember 20164 Fréttir
O
f langt er á milli málefna
áherslna Vinstri grænna og
Viðreisnar til að flokkarnir
geti starfað saman í ríkis
stjórn. Það þykir áhrifafólki
í báðum flokkum orðið ljóst eftir
viðræður síðustu daga um myndun
nýrrar ríkisstjórnar, sem upp úr
slitnaði í gær. Gjörólíkar áherslur
þessara tveggja flokka í ríkisfjármál
um urðu fyrst og fremst til þess að
ekki varð lengra haldið með viðræð
ur um myndun fimm flokka ríkis
stjórnar. Ekki var eining um sjávar
útvegsmál en það er mat þeirra sem
DV ræddi við að hægt hefði verið að
ná lendingu í þeim málaflokki, hefði
náðst samstaða um fjármál ríkisins.
Upp úr ríkisstjórnarviðræðum
Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar,
Samfylkingar og Vinstri grænna
slitnaði í gær, mánudag. Birgitta
Jónsdóttir, formaður Pírata, sem
leiddi viðræðurnar sagði í samtali
við DV að allt fram á formannafund
inn í gærdag hafi hún haft von um að
saman gæti gengið með flokkunum
fimm. „Markmiðið með fundinum
var að fá fram hvað flokkarnir væru
tilbúnir að gera málamiðlanir um,
það er að segja hvort það gæti náðst
niðurstaða á þann veg að flokkur
sem gæfi eftir í einu máli fengi þá
meiru framgengt í öðru máli. Við
komumst hins vegar bara ekkert
lengra með það. Ég er alveg sann
færð um og stend við að við vorum
komin með níutíu prósent. Við vor
um meira að segja komin að niður
stöðu með landbúnaðarmál.“
Eina stjórnarmynstrið sem
skila mynd framförum
Hins vegar braut á ríkisfjármálum og
sjávarútvegsmálum að sögn Birgittu
og í því ljósi hafi hún ákveðið að
skila stjórnarmyndunarumboðinu
en hún sé þeirrar skoðunar að flokk
arnir fimm ættu að halda áfram að
tala saman og meta stöðuna í ljósi
þess sem fram vindur í fjárlaga
vinnu Alþingis. „Mér finnst þetta
stjórnarmynstur vera eina mögulega
stjórnarmynstrið sem myndi skila
einhverjum framförum í þessu sam
félagi. Ég gat heldur ekki heyrt á full
trúum annarra flokka að þeir sæju
fyrir sér að geta náð slíku fram með
öðrum flokkum.“
Birgitta segir að miklu skipti að
ráðist verði í aðgerðir til að endur
reisa heilbrigðiskerfið hér á landi,
sem og menntakerfið, auk annars.
„Ég skil alveg Vinstri græn hvað það
varðar. En það kostar. Þá þarf mað
ur að spyrja hvaða leiðir eru bestar
til þess og það þýðir ákveðnar fórnir.
Það verður þá að fá fólk með í slíka
vegferð.“
Benedikt ekki lengur spenntur
fyrir umboðinu
Benedikt Jóhannesson, formaður
Viðreisnar, segir að breitt bil hafi
verið á milli flokka í viðræðunum,
ekki endilega bara milli Viðreisnar og
Vinstri grænna. Ágætur samhljómur
hafi verið orðinn í ýmsum málum
en steytt hafi á sjávarútvegsmálum
og ríkisfjármálum. Vinstri græn
hefðu staðið nokkuð ein í sjávar
útvegsmálum en nokkur samstaða
milli hinna flokkanna fjögurra. Sam
fylkingin og Vinstri græn hafi síð
an verið nokkuð á svipuðum slóð
um í ríkisfjármálum. „Það er ekki
hægt að segja að almennt hafi
þarna pólar verið að takast á
þegar horft er á sviðið allt.“
Spurður hvort að
hann myndi vilja fá um
boð til stjórnarmynd
unar svarar Bene
dikt því til að hann
sé ekki viss um það
að sinni. Búið sé að
reyna ýmiss konar
útfærslu en fátt
gengið og hann
sé því ekki
neitt sérstak
lega bjart
sýnn á að
slíkt myndi
skila ár
angri, að
sinni.
Telur línur
geta skýrst
í fjárlaga-
vinnu
Katrín Jakobs
dóttir, formað
ur Vinstri
grænna, seg
ir að það
hafi ein
faldlega
komið í
ljós að
nýju
að
flokk
arnir
væru ólíkir og of langt væri milli
þeirra í málefnum til að saman gæti
náðst. Einkum hafi steytt á ríkisfjár
málum, hvað varðar Vinstri græn.
Ekki sé hins vegar hægt að kenna
einum flokki um að ekki náðist
niðurstaða. „Þetta eru ólíkir flokkar,
við erum lengst til vinstri og það
eru þarna flokkar sem eru lengst til
hægri. Það er því ekki skrýtið að ekki
hafi náðst samkomulag.“
Katrín segist telja að næstu skref
ættu að vera þau að fjallað verði um
fjárlögin í þinginu. Með því muni
hugsanlega nást fram skýrari póli
tískar línur en nú hafi komið fram
og þá sé mögulega hægt að byggja
eitthvað frekar á því í komandi
viðræðum.
Ekki einum um að kenna
Eftir því sem heimildir DV herma var
það niðurstaða bæði Vinstri grænna
og Viðreisnar að flokkarnir gætu ekki
náð saman. Það hafi því ekki verið
annar þessara flokka sem olli við
ræðuslitum heldur báðir. Þá hafi
orð Bjartar Ólafsdóttur, þing
konu Bjartrar framtíðar, í
viðtölum í fjölmiðlum í
gær ekki hjálpað til en þar
sagði hún fjóra af fimm
flokkum vera mjög sam
stíga og framsýna í við
ræðunum. Var augljóst
að Björt var þarna að
vísa til Vinstri grænna
sem hins eina flokks
sem ekki væri fram
sýnn og sam
stíga. Þetta mun
hafa hleypt
illu blóði í
þingmenn
Vinstri
grænna
og enn
frekar
valdið því
að þeir sáu
ekki ástæðu
til að halda
áfram
samninga
viðræðum. n
SamStarf milli VG oG
ViðreiSnar fullreynt
n Ríkisfjármálin það sem braut á n Yfirlýsingar Bjartar hleyptu illu blóði í VG
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is „Ég er alveg sann-
færð um og stend
við að við vorum komin
með níutíu prósent.
Katrín
Jakobsdóttir
Benedikt
Jóhannesson
Gekk ekki Stjórnar-
myndunarviðræðum
undir forystu Birgittu
Jónsdóttur og Pírata
var slitið í gær.
Mynd SiGTRyGGuR ARi
Atvinna í boði á einum
skemmtilegasta
vinnustað landsins
Á markaðsdeild DV er í
boði starf fyrir góðan og
harðduglegan starfsmann.
Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera
skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur,
samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur,
úrlausnamiðaður, hafa áhuga á
sölumennsku og markaðsmálum.
Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði
fyrir góðan og duglegan sölumann.
Umsóknir sendist á steinn@dv.is