Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 31
Vikublað 13.–15. desember 2016 Menning 27 Hreinsun á kjólum 1.600 kr. Opið Virka daga 08:30-18:00 laugardaga 11:00-13:00 Hringbraut 119 - Einnig móttaka á 3.hæð í Kringlunni hjá Listasaum - Sími: 562 7740 - Erum á Facebook Þ að er mikið fagnaðarefni fyrir fjölmarga aðdáendur hins undur snjalla ljós- myndara Jóns Kaldals að fá í hendur vandaða og fallega bók með úrvali mynda hans. Kaldal fangaði listilega karakter þeirra sem hann myndaði. Þegar maður horfir á portrettmyndir hans finnst manni að maður þekki manneskjurnar sem þar eru. Það er eins og líf þeirra og lífsreynsla endurspeglist í andlitun- um. Dæmi um þetta er kápumyndin af Arnóri Árnasyni, presti og héraðs- höfðingja. Andlit og augnaráð þessa gamla lífsreynda manns geta ekki annað heillað okkur. Bókin Svart og hvítt - Kaldal er í stóru broti og myndirnar fá því sannarlega að njóta sín. Þarna eru frægar myndir sem kalla á athygli okkar. Sú sem þetta ritar heillaðist af þeim strax sem barn og hefur aldrei gleymt þeim. Þannig er líklega flest- um farið sem líta þessar myndir á unga aldri. Þetta eru myndir sem fylgja okkur. Þarna er til dæmis hin þekkta mynd af Ástu Sigurðardóttur, þar sem hún, glæsileg og ögrandi, ber sígarettu að vörum sér. Þorvaldur Magnússon með sitt tjáningar- ríka og veðurbarða andlit er tákn íslenska sjómannsins í einfaldri en um leið stórbrotinni ljósmynd. Þarna eru Kjarvals-myndirnar þekktu, Laxness-myndir og eftir- minnileg mynd af Steini Steinari. Og mynd af Hönnu Þórðarson er eins og klassísk Madonnumynd – þokka- full og dulúðug. Óskar Guðmundsson ritar ævi- ágrip þeirra einstaklinga sem myndir eru af í bókinni. Það fylgir því mikil ánægja að gleyma sér í þessum heillandi myndum af ólík- um einstaklingum og lesa sér síðan til um ævi þeirra. Marga þekktum við fyrir en alls ekki alla. Svart og hvítt er bók með bestu myndum Jóns Kaldals. Bók sem geymir ógleymanleg andlit. n Ógleymanleg andlit Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Svart og hvítt - Kaldal Samantekt: Óskar Guðmundsson Útgefandi: Crymogea 186 bls. „Það fylgir því mikil ánægja að gleyma sér í þess- um heillandi myndum af ólíkum einstakling- um og lesa sér síðan til um ævi þeirra. Kona - Hanna Þórðarson Örugglega ein fallegasta mynd Kaldals. Þ ín eigin hrollvekja er öðruvísi en flestar aðrar bækur vegna þess að þú ert aðalpersónan og þú ræður hvað gerist í bókinni. Bókin er skemmtileg og spennandi fyir krakka á aldrinum 8 til 12 ára en auðvitað geta allir haft gaman af henni. Bókin fjallar um hetju sem þú glæðir lífi, þú þarft að taka ákvarðanir og vona það besta, ákvarðanirnar geta verið góð- ar og slæmar og þú flakkar mikið um í bókinni. Bókin getur endað á margs konar hátt og vegna þess getur sagan verið mjög stutt en hún getur líka verið mjög löng, það fer eftir því hvað þú heldur að sé rétt að gera hverju sinni. Sjálf las ég bókina þannig að ég fékk tvo endi á söguna og munurinn á þeim var tölu- verður en leiðirnar til að lesa söguna eru fjölmargar og spennandi. Gaman væri fyrir for- eldra að lesa bókina fyrir börnin sín því lestur- inn gæti þannig orðið líflegur og skemmtilegur og skapað skemmti- legar umræður. Ég mæli hiklaust með henni í jólapakkann og hlakka til að lesa hana með yngri systrum mínum. n Þú ert aðalpersónan Hekla Sól, 14 ára skrifar Bækur Þín eigin hrollvekja Höfundur: Ævar Þór Benediktsson Útgefandi: Mál og Menning 283 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.