Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Page 24
Vikublað 13.–15. desember 201620 Lífsstíll H jónin Helga Lind og Tómas Davíð hafa á örfáum mánuðum gert bragarbót á lífsgæðum sínum en þau ákváðu að stíga skrefið saman til bættrar heilsu. Á aðeins fimm mánuðum hafa þessi skemmti- legu hjón losað sig við 43 kíló í sam- vinnu við grenningarráðgjafann Sverri Þráinsson. Þau ákváðu að segja sögu sína og deila góðum ráð- um með þjóðinni. Tómas og Davíð eru jafngömul, 33 ára, og eiga saman tvo drengi, 2 og 6 ára. Tómas starfar sem framhalds- skólakennari en Helga er félagsráð- gjafi. Hvers vegna ákváðuð þið að breyta um lífsstíl? „Aðdragandinn er mjög langur,“ segir Helga. „Við upphaf sambúðar okkar þyngdumst við bæði vegna „huggukvölda“ eins og oft gerist, þar byrjaði boltinn að rúlla í öfuga átt hjá okkur báðum. Í kjölfar barneigna bættum við enn frekar á okkur. Við hættum þá að stíga á vigt og lokuðum augunum fyrir vandamálinu. Í júlí 2016 vorum við bæði kom- inn á þann stað að við gátum ekki lokað augunum fyrir því, líkamlegt- og andlegt form var orðið slæmt og það hafði neikvæð áhrif á lífið í heild.“ Hjónin komust í kynni við Sverri og segja ráðgjöf hans hafa heillað þau. „Við vorum tilbúin að leggja vinnu í að koma lífi okkar og heilsu í betri farveg,“ segir Helga. Hvert var fyrsta skrefið? „Fyrsta skrefið fyrir mig var að sannfæra Tómas,“ segir Helga og hlær. „En það þurfti ekki mikið til. Við sendum Sverri póst á Facebook og fengum svör samdægurs og hann kippti okkur strax inn í prógrammið.“ „Var ákvörðunin og byrjunin erfið?“ „Ákvörðunin sjálf var ekki erf- ið. Fyrstu dagarnir voru hins vegar erfiðir. Hugurinn var þrjóskur í byrj- un en svo birti snögglega til,“ segir Tómas. Hver var svo rútínan í þessu ferli? „Ferlið og rútínan er í sjálfu sér þægileg og auðveld,“ segir Helga. „Á hverju kvöldi skrifuðum við mat- ardagbók, hreyfingu dagsins, svo hvernig okkur leið og hvernig dagur- inn gekk. Þetta sendum við til Sverris daglega og fengum svör daginn eftir.“ Hvernig gekk að viðhalda hvatn- ingu til að halda áfram? „Um leið og við tókum eftir ár- angri þá varð það að hvatningu til að halda áfram. Þótt dagar séu misjafn- ir þá er það í góðu lagi, við lærðum að sjá þetta í réttu ljósi, hvernig hægt væri að lifa eðlilegu lífi en ná samt árangri með breyttum áherslum og hugarleikfimi,“ segir Tómas. Hvað hafið þið lært sem þið vissuð ekki áður? „Þessi hugsun um debet og kredit, brenna meiru en þú borðar, var í upphafi fjarstæð,“ segir Helga. „Þetta voru bara orð sem maður vissi að voru sönn en án frekari vitneskju. Með stuðningi tók það enga stund að skilja við hvað var átt. Við förum í veislur eins og aðrir og þá borðum við það sem er í boði, enda er ekkert bannað, en við vitum að við þurfum að eiga fyrir því. Það verður að koma hreyfing á móti. Þar sem þetta er ekki átak þá er maður ekki að falla á neinu en maður heldur áfram og lærir.“ Er mikilvægt að taka andlega hlutann jafnalvarlega og samhliða þeim líkamlega? „Það er bein tenging milli líkam- legrar og andlegrar líðunar,“ svarar Helga. „Að læra að hlusta á tilfinn- ingarnar og þessa innri líðan er nauðsynlegt. Það hefur verið stór hluti af þessari vegferð að setjast nið- ur og skoða daginn sinn, hvað gekk vel, hvað miður og hvers vegna.“ Er betra að gera þetta í samein- ingu en hvort í sínu lagi? „Klárlega,“ segir Helga og bætir við að ef annar aðilinn fer í átak en hinn heldur áfram uppteknum hætti sé hættara við að gamlar venjur leiði til falls þess sem er að reyna breyta til. „Við höfum verið mjög samstillt í þessari vegferð. Það er skoðun okkar að þetta hefði aldrei gengið upp nema af því við vorum 100% prósent samstíga. Þessi lífsstílsbreyting hefur gert okkur nánari og næmari ef eitt- hvað er.“ Hver er munurinn á líðan ykkar núna og fyrir ári? „Það er erfitt að lýsa því með orð- um. Saman höfum við misst 43 kíló á þessum fimm mánuðum en þessi vegferð hefur snúist um meira en að sjá lægri tölur á vigtinni. Hún hefur snúist um að komast út úr afneitun og taka fulla stjórn á lífi okkar,“ seg- ir Helga. „Við fórum í myndatöku til ljós- myndarans Jóns Páls Vilhelmssonar og í fyrsta sinn í langan tíma erum við himinlifandi með myndir af okk- ur.“ Viskuráð til almennings? „Það sem við höfum lært í þessu samstarfi með Sverri er að allt snýst þetta um að taka ákvarðanir og halda jafnvægi á milli hreyfingar, neyslu og andlegrar líðunar,“ segir Helga og bætir við: „Mikilvægt er að láta ekki stjórnast af þröngsýnum staðalí- myndum samfélagsins heldur fylgja sinni sýn, ná sínum markmiðum og lifa samkvæmt sínum tilgangi.“ n Helga og Tómas léttu sig um 43 kíló á 5 mánuðum n Fyrstu dagarnir voru erfiðir n Skrifuðu matardagbók „Þessi lífsstíls- breyting hefur gert okkur nánari og næmari ef eitthvað er. ljúffengur morgunmatur alla daga Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk. Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is Opið virka daga frá 07:30–18:00 og um helgar frá 09:30–18:00 gamla höfnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.